Innlent

Framkvæmdum við Sundabraut sjálfhætt eða ekki

Ummæli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík, um Sundabrautina eru óábyrg og kaldar kveðjur til Reykvíkinga að mati Framsóknar og Samfylkingar. Vilhjálmur segist aðeins hafa verið að greina frá staðreyndum málsins.

Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðismanna lét þau ummæli falla í viðtali við Fréttablaðið í morgun að framkvæmdir við Sundabraut væru ekki á dagskrá fyrr en í fyrsta lagi síðla árs 2008 eða 2009 og þeim væri því raun sjálfhætt. Í dag sendi síðan Framsóknarflokkurinn í Reykjavík frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja ummæli Vilhjálms kaldar kveðjur til Reykvíkinga.

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar tekur í sama streng og Björn Ingi og segir ummæli Vilhjálms koma á óvart.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðismanna segir sorglegt þegar pólítíkusar rangtúlki orð og ummæli andstæðinga sinna í leit sinni að athygli. Hann hafi aðeins verið að greina frá staðreyndum málsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×