Innlent

Ætti Seðlabankinn að hætta að eltast við húsnæðisverð?

MYND/E.Ól.

Fjármálaráðgjafi segir að verðbólgan væri undir markmiðum Seðlabankans ef bankinn hætti að eltast við húsnæðisverð í viðmiðunum sínum. Hann efast um að kauphækkanir myndu auka enn við verðbólguna.

Hagstofan tilkynnti skömmu fyrir páska að verðbólgan í landinu væri orðin 5,5 prósent á ársgrundvelli. Á síðustu þremur mánuðum hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2 prósent, en samkvæmt Hagstofunni hafa verðhækkanir á bensíni og díselolíu mest áhrif á hækkunina en hækkun á húsnæðisverði og verði á nýjum bílum hefur einnig töluverð áhrif.

Greiðslubyrði á ári af húsnæðisláni til eins árs upp á eina milljón króna við núverandi verðbólgu, og miðað við 4,15 prósenta vexti, er tæplega ein milljón 53 þúsund krónur. Greiðslubyrði af sama láni miðað við verðbólgumarkmið Seðlabankans, sem er 2,5 prósent, er rúmlega sextán þúsund krónum lægri. Greiðslubyrðin hækkar svo um sextán þúsund krónur fyrir hverja milljón krónur sem lánið hljóðar upp á.

Ingólfur H. Ingólfsson, fjármálaráðgjafi Spar.is, segir að verðbólgan væri undir markmiðum Seðlabankans ef bankinn hætti að eltast við húsnæðisverð í viðmiðunum sínum. Hann segir að honum finnist undarlegt að bankinn skuli taka húsnæðisverð inn í neysluverðsvísitöluna, ólíkt öðrum OECD-þjóðum, m.a. vegna þess að húsnæði geti vart talist neysluvara. Og Ingólfur gefur lítið fyrir þær yfirlýsingar ráðamanna að kauphækkanir gætu leitt til enn hærri verðbólgu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×