Innlent

TF-Sif á leið til Noregs

Björgunarþyrlan TF-Sif er nú á leið til Stavanger í Noregi þar sem vélin fer í skoðun og endurbætur. Ráðgert er að fullgilda ýmsan búnað í vélinni og betrumbæta. Endurbætur verða á fjarskipta- og tölvubúnaði þyrlunnar og þá verður aðstaða fyrir áhöfn einnig bætt. Áætlað er að Sif verði um mánuði í skoðun í Noregi en á meðan á skoðunni stendur mun Landhelgisgæslan notast við TF-Líf. Landhelgisgæslan er auk þess með samning við Varnarliðið og danska danska sjóherinn um gagnkvæma aðstoð við leit og björgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×