Erlent

Forseti Kína í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna

Mynd/AP

Fjögurra daga opinber heimsókn Hu Jintaos, forseta Kína, til Bandaríkjanna hófst í gær. Forsetinn átti meðal annars fund með Bill Gates, stofnanda Microsoft, og snæddi síðan með honum kvöldverð. Kína er þriðji stærsti útflutningsmarkaður Bandaríkjanna en einnig flytja Bandaríkjamenn inn töluvert af vörum frá Kína ár hvert. Kínaforseti mun í dag eiga fund með Bush Bandaríkjaforseta þar sem búist er við að fjölmörg mál verði rædd, þar á meðal kjarnorkudeilurnar við Íran og Norður-Kóreu. Mótmælendur fylgja forsetanum hvert fótmál í heimsókn hans og hafa látið í ljós óánægju með stefnu Kínverja gagnvart Tíbert og Tævan og einnig gagnrýnt meðferð félaga í Falun Gong hreyfingunni í Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×