Fleiri fréttir Stórhríð á utanverðu Snæfellsnesi Stórhríð er á utanverðu Snæfellsnesi. Í tilkynningu Vegagerðarinnar segir að óveður sé á milli Grundarfjarðar og Hellissands. Þungfært sé og stórhríð á Fróðárheiði. Á vegum á Vesturlandi er annars hálka. 24.12.2005 10:15 Á þriðja tug fórst í flugslysi í Kasakstan Allir farþegar flugvélar frá Azerbaídjan og áhöfn fórust þegar vélin hrapaði skammt frá Kaspíahafsströnd Kasakstans í gærkvöldi. Meðal farþeganna voru Breti, Ástrali og Tyrki. Alls voru tuttugu og þrír um borð í vélinni, skrúfuþotu af gerðinni Antonov 140. 24.12.2005 10:00 Umhverfissinnar áfrýja skyrslettudómi Dómsmál Ólafur Páll Sigurðsson, sem ásamt Örnu Ösp Magnúsardóttur hefur verið dæmdur fyrir að sletta grænlituðu skyri á ráðstefnugesti á Hótel Nordica í sumar, segir líklegt að dómnum verið áfrýjað. "Frestur til þess er ekki liðinn þar sem enn á eftir að birta okkur dóminn," segir hann. 24.12.2005 06:00 Bætti tvö heimsmet í sjósundi við Suðurpólinn Suðurafrískur sundkappi stakk sér til sunds á dögunum. Það væri líklega ekki sérlega fréttnæmt ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hann gerði það á Suðurpólnum, og bætti um leið tvö heimsmet. 23.12.2005 22:12 Umferð stýrt um kirkjugarða Það er fastur liður í jólhaldi flestra borgarbúa að vitja látinna ættingja og vina í kirkjugörðum. Mikil umferð er þó á aðfangadag og jóladag og því mun lögregla aðstoða við að halda umferð greiðri fyrir gesti garðanna. 23.12.2005 21:54 Flugslys í Azerbaídsjan Farþegaflugvél með 23 um borð fórst í Azerbaídsjan í kvöld, skömmu eftir flugtak frá höfuðborginni Baku. Engar fréttir hafa borist af því hvort einhver hafi lifað slysið af. 23.12.2005 21:52 Bíður eftir að komast í endurhæfingu Björn Hafsteinsson strætisvagnabílstjóri, sem missti báða fæturna í umferðarslysi í ágúst, er kominn í jólaskap og bíður eftir að komast í endurhæfingu eftir áramótin. 23.12.2005 21:00 Óvissa á sjö leikskólum Leikskólakennarar á leikskólanum Hömrum í Grafarvogi bættust í gær í hóp leikskólakennara á sjö leikskólum sem hyggjast segja upp vinnu sinni um áramótin vegna óánægju með laun. Formaður Félags leikskólakennara segir sinnuleysi valda því að margir leikskólakennarar sjái ekki aðra færa leið en að segja upp störfum. Borgarstjóri hyggst ræða við félagið á milli jóla og nýárs. 23.12.2005 20:13 Gríðarlegur áhugi á flugfélögum Hlutabréf í FL-Group hækkuðu um fjögur komma átta prósent í dag. Bréf í félaginu hafa meira en tvöfaldað sig á síðustu 12 mánuðum. Þá er gríðarlegur áhugi á öðru flugfélagi, Avion Group, en hlutafjárútboði félagsins lauk í dag. 23.12.2005 19:53 Kínverjar sprengja ólöglega kínverja Kínverskir lögregluþjónar sprengdu í dag býsnin öll af ólöglegum flugeldum, sem þeir höfðu gert upptæka. Árlega láta fjölmargir lífið í Kína, þegar ólöglegar flugeldaverksmiðjur, í íbúðahverfum, springa í loft upp. 23.12.2005 19:36 Verkfallsmenn fá sektir Almenningssamgöngur í New York eru að komast í samt lag því verkfalli starfsmanna var aflýst í dag. Tjón vegna verkfallsins nemur milljónum dollara. Verkfallsmönnunum verður ekki sýnd nein miskunn og verða þeir látnir greiða háar sektir. 23.12.2005 19:30 Fengu kæsta skötu í leikskólanum Börnin á leikskólanum Urðarhóli í Kópavogi fengu öllu lyktmeiri mat í hádeginu í dag en þau eru vön. Þar var, líkt og svo víða, boðið upp á skötu á Þorláksmessunni. Viðbrögð barnanna voru mismunandi. Sum biðu spennt eftir að fá fisk diskinn sinn en önnur virtust full efasemda um þetta lyktsterka sjávarmeti. 23.12.2005 19:30 Forsætisráðherra ræðir ekki kjarabæturnar án greinargerðar Forsætisráðherra vill ekki ræða kjarabætur til handa, ráðherrum, ríkisstjórn og æðstu embættismönnum við fjölmiðla nema fyrir liggi greinargerð frá Kjaradómi. Hann hefur hins vegar kallað aðila vinnumarkaðarins á sinn fund strax eftir jól. 23.12.2005 19:27 Nautgriparækt rekin með bullandi tapi Nautakjötsframleiðendur hafa litlar eða engar tekjur haft af búum sínum og halda þetta ekki út miklu lengur nema samkeppnisstaða þeirra verði bætt. Landbúnaðarráðherra segir það koma til greina að því gefnu að forystumenn bænda séu hlynntir styrkjum til þeirra. 23.12.2005 19:15 Byssur og dóp í Vogunum Á þriðja tug skotvopna og umtalsvert magn af fíkniefnum fannst við húsleit lögreglu á miðvikudaginn í atvinnuhúsnæði á Vatnsleysuströnd og í fimm íbúðum í Vogum og Njarðvík. Vopnunum var stolið á Húsavík í lok nóvember. 23.12.2005 19:09 Friðargangan að hefjast Árleg friðarganga friðarhreyfinga í Reykjavík hefst nú klukkan sex. Búist var við að um fimm þúsund manns myndu mæta í gönguna en ófriðurinn í Írak og fleiri stöðum í heiminum er mörgum tilefni til að krefja ráðmenn heimsins um friðsamlegar lausnir deilumála. Þá verða einnig farnar friðargöngur á Akureyri og á Ísafirði í kvöld. 23.12.2005 18:00 Einn á sjúkrahús eftir harðan árekstur á Akureyri Einn var fluttur á sjúkrahús eftir nokkuð harðan árekstur á gatnamótum Tryggvabrautar og Hjalteyrargötu á Akureyri skömmu eftir hádegi í dag. Að sögn lögreglu var maðurinn ekki talinn alvarlega meiddur en þó var talið æskilegt að hann gengist undir læknisskoðun. 23.12.2005 17:50 Vilja að Alþingi komi saman milli jóla og nýárs Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna eru reiðubúnir að koma saman til fundahalda milli jóla og nýárs vegna nýgengins úrskurðar Kjaradóms um laun æðstu embættismanna. Þessu er lýst yfir í bréfi sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna sendu forsætisráðherra í dag. 23.12.2005 17:21 Jólin undirbúin í Bagdad Undirbúningur jólanna er nú í hámarki nánast um allan heim, þar með talið í hinu stríðshrjáða Írak. Þrátt fyrir að langstærsti hluti íbúa landsins sé íslamstrúar má finna kristið fólk hér og þar, ekki síst í höfuðborginni, Bagdad. 23.12.2005 17:08 Afhenti trúnaðarbréf og kom á framfæri vonbrigðum íslenskra stjórnvalda Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra, afhenti nýlega, José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu. 23.12.2005 16:22 Lögregla lýsir eftir stolinni bifreið Aðfaranótt síðastliðins þriðjudags var bifreiðinni LV 026 stolið af bifreiðastæði við Bræðraborgarstíg í Reykjavík. Bifreiðin er svört Audi A4. Þeir sem hugsanlega verða varir við bifreiðina eru beðnir að láta lögreglu vita. 23.12.2005 16:17 Þrjú innbrot í Reykjavík í morgun Tilkynnt var um þrjú innbrot í Reykjavík í morgun. Brotist var inn í húsnæði í endurbyggingu í austurborginni í einu tilvikinu. Þaðan var stolið miklu magni rafmagnsverkfæra og annarra verkfæra. Þá var brotist inn í íbúð á Grettisgötu og tækjum stolið úr Borgarholtsskóla, þar sem reyndar var farið inn um opnar dyr. 23.12.2005 15:52 Hver að verða síðastur að ná sér í jólatré Jólatré eru að seljast upp, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, og fer hver að verða síðastur til að ná sér í slíkt stofustáss. Mikil aukning hefur verið á sölu jólatrjáa milli ára og nú er svo komið að kaupmenn sjá fram á að þau seljist upp. 23.12.2005 15:49 Skammarlegt hversu lítil hjálp hefur borist til Pakistans Minna en helmingur þess fjár sem þörf er á í Kasmír hefur skilað sér. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir skammarlegt hversu lítil hjálp hafi borist og óttast að tugþúsundir farist í vetrarkuldanum á næstu vikum. 23.12.2005 15:21 Búist við að velta í verslun aukist um þriðjung milli ára Kaupmenn búast við að veltan í jólamánuðinum aukist um þriðjung að meðaltali á milli ára. Aukinn kaupmáttur er sagður aðalástæða þess. Lausleg og óformleg könnun fréttastofu NFS leiðir hins vegar í ljós að flestir eru á svipuðu róli og í fyrra. 23.12.2005 15:02 Vilja ræða við ráðherra um breytingar á póstþjónustu við Ísafjarðardjúp Þrír þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa óskað eftir því við Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra að kallaður verði saman fundur þingmanna kjördæmisins með heimamönnum og forsvarsmönnum Íslandspósts vegna breytinga á póstþjónustu við Ísafjarðardjúp sem taka eiga gildi um áramótin. 23.12.2005 14:50 Nýr sýslumaður á Hólmavík Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur skipað Kristínu Völundardóttur, deildarstjóra í dómsmálaráðuneytinu, sýslumann á Hólmavík frá og með 1. janúar n.k. 23.12.2005 14:24 Helstu þjóðvegir færir Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að allir helstu þjóðvegir landsins séu færir, en búast má við hálku eða hálkublettum víða um land. 23.12.2005 13:26 Margir starfsmenn OR á vakt um jólin Orkuveita Reykjavíkur hefur að vanda verulegan viðbúnað til þess að tryggja góða þjónustu við viðskiptavini um jólin. 23.12.2005 13:19 Atlantsskip undirrita samning við DFDS Transport Atlantsskip hafa undirritað samstarfssaming við flutningsfyrirtækið DFDS Transport um flutninga fyrirtækisins í Skandinavíu. DFDS Transport er öflugasti forflutningsaðilinn á þessu svæði og er samningurinn því mikil viðurkenning fyrir Atlantsskip og ljóst að flutningsgeta fyrirtækisins mun aukast til muna frá því sem áður hefur verið. 23.12.2005 13:19 Vann til silfurverðlauna á EM í kranastjórnun Ingi Björnsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í kranastjórnun, hlaut nýverið silfurverðlaun í Evrópukeppni Liebherr í kranastjórnun sem fram fór í Suður-Þýskalandi þann 30. nóvember síðastliðinn. 23.12.2005 13:15 Nýr forseti Póllands Lech Kaczynski var settur í embætti forseta Póllands í morgun. Hann er íhaldsmaður sem hefur lofað að berjast gegn spillingu, lífga efnahaginn við og losa landið við drauga kommúnistaáranna. 23.12.2005 12:48 Í gæsluvarðhald vegna umfangsmikils fíkniefnasmygls Tveir menn, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnasmygls með ferjunni Norrænu, reyndust vera með fjögur kíló af hassi og eitt kíló af amfetamíni. Mönnunum hefur nú verið sleppt úr gæslu en þeir hafa úrskurðaðir í farbann til 20. janúar. 23.12.2005 12:45 Vilja að Dagur víki sæti sem borgarfulltrúi Ungir framsóknarmenn krefjast þess að Dagur B. Eggertsson víki sæti sem borgarfulltrúi, þar sem hann sé ekki lengur óháður frambjóðandi. Hann hafi fengið sæti sitt á silfurfati sem fulltrúi óháðra kjósenda en nú séu forsendur fyrir framboði hans brostnar. 23.12.2005 12:30 Ætlar að kalla tvö herlið heim Bandaríkjastjórn hyggst kalla heim tvö herfylki frá Írak á næsta ári. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra greindi frá þessu fyrr í dag. Bandaríkjamenn eru með 17 herfylki í Írak um þessar mundir. Ráðherrann sagði að þessi ákvörðun hefði verið tekin í ljósi þess að Írökum hefði gengið vonum framar að taka stjórn ýmissa mála í sínar hendur. 23.12.2005 12:26 Ákvörðun Kjaradóms ábyrgðarleysi og skapar þrýsting Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir að ákvörðun Kjaradóms um launahækkun æðstu embættismanna sé tekin af algeru ábyrgðarleysi og skapi þrýsting á vinnumarkaði. Ef ákvörðunin fái að standa grafi það undan getu og vilja verkalýðshreyfingarinnar til að stuðla að langtímasamningum. 23.12.2005 12:18 Jólatrén að seljast upp Jólatrén eru að seljast upp og fer hver að verða síðastur til að ná sér í fallegt jólatré. Mikil aukning hefyr verið á sölu jólatrjáa milli ára og margir eru að kaupa sér fleiri en eitt tré 23.12.2005 12:00 Erlendum jólagestum fer fjölgandi Á undanförnum tveimur árum hefur jólaferðamönnum fjölgað um helming. Sjö til átta hundruð erlendir ferðamenn gista á hótelum í Reykjavík yfir jólahátíðina. Ekkert eitt þjóðerni er áberandi fjölmennt í ferðamannahópnum, en þó virðist sem Bandaríkjamönnum og Bretum sé að fjölga og talsvert er um Japani og Evrópubúa. 23.12.2005 11:45 Sharon sigrar Nýr flokkur Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fær um helmingi fleiri þingsæti en helsti keppinautur flokksins í komandi þingkosningum, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðunarkönnunar en kosningar fara fram í mars á næsta ári. Fær flokkur Sharons, Þjóðarábyrgðarflokkurinn, 40 af 120 þingsætum. Verkamannaflokkurinn fær hinsvegar 19 þingsæti og fyrrum flokkur Sharons, Likud, mun fá 15 þingsæti. Þegar spurt var út í það hvern kjósendur treystu best til þess að gegna embætti forsætisráðherra, sögðu aðeins 14% að Peretz væri hæfastur. 19% sögðu Benjamin Netanyahu en 46% sögðu Sharon hæfastan til starfans. 23.12.2005 11:36 Árlega friðargöngur í kvöld í Reykjavík og Akureyri Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og leggur gangan af stað stundvíslega klukkan 18:00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Friðargangan á Þorláksmessu er nú orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Gangan í ár er sú tuttugasta og sjötta í röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans í Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfssonar kórstjóra tekur að vanda þátt í blysförinni sem endar með stuttum fundi á Ingólfstorgi. Þar mun séra Bjarni Karlsson halda stutt ávarp. Fundinum lýkur síðan með friðarsöng. Friðargöngur verða einnig á Akureyri og Ísafirði á Þorláksmessukvöld. Gangan á Akureyri verður þó seinna en sú í Reykjavík en þar verður lagt af stað frá Menntaskólanum á Akureyri, Eyrarlandsvegi 28 klukkan 22. Göngunni lýkur með fundi þar sem Margrét Heinreksdóttir lögfræðingur flytur ávarp og kór Akureyrarkirkju syngur. 23.12.2005 11:30 175 þúsund afskorin blóm flutt inn næsta hálfa árið Landbúnaðarráðuneytið hefur úthlutað tollkvóta vegna innflutnings á afskornum blómum og pottaplöntum. Fimm tilboð bárust vegna innflutnings a afskornum blómum í tvö hundruð þúsund stykki á meðalverðinu tuttugu og sjö krónur. 23.12.2005 11:15 Akranes tengist leiðakerfi Strætó Í lok ársins verða undirritaðir samningar um almenningssamgöngur á milli Reykjavíkur og Akraness, en þessir samningar hafa verið í burðarliðnum um nokkurt skeið. 23.12.2005 11:04 NSÍ vill frekari friðlýsingu í Þjórsárverum Náttúruverndarsamtök Íslands fagna ákvörðun umhverfisráðherra um friðlýsingu Guðlaugstungna, Svörtutungna og Álfgeirstungna norðan Langjökuls og Hofsjökul og skora á ráðherra að halda áfram á sömu braut. 23.12.2005 11:00 Gefa lýtaaðgerðir í jólagjöf í Danmörku Skartgripir og snyrtivörur virðast á útleið sem jólagjafir danskra karla til eiginkvenna sinna ef marka má dagblaðið URBAN. Í þeirra stað eru komin gjafakort í lýtaaðgerðir. Haft er eftir yfirlækni á einkasjúkrahúsi í Velje að gjafakortin hafi aldrei verið fleiri en í ár og er um að ræða allt frá hrukkuaðgerð til brjóstastækkunar. 23.12.2005 10:45 Tugir látnir eftir gassprengingu í Kína Að minnsta kosti fjörutíu og tveir létust í gassprengingu í göngum í Suðvestur-Kína í gær. Flestir hinna látnum voru verkamenn sem unnu að gerð ganganna og þá slösuðust að minnsta kosti ellefu í sprengingunni. Björgunarmenn leita enn að fólki á staðnum en óttast er að tala látinna kunni að hækka. 23.12.2005 10:15 Sjá næstu 50 fréttir
Stórhríð á utanverðu Snæfellsnesi Stórhríð er á utanverðu Snæfellsnesi. Í tilkynningu Vegagerðarinnar segir að óveður sé á milli Grundarfjarðar og Hellissands. Þungfært sé og stórhríð á Fróðárheiði. Á vegum á Vesturlandi er annars hálka. 24.12.2005 10:15
Á þriðja tug fórst í flugslysi í Kasakstan Allir farþegar flugvélar frá Azerbaídjan og áhöfn fórust þegar vélin hrapaði skammt frá Kaspíahafsströnd Kasakstans í gærkvöldi. Meðal farþeganna voru Breti, Ástrali og Tyrki. Alls voru tuttugu og þrír um borð í vélinni, skrúfuþotu af gerðinni Antonov 140. 24.12.2005 10:00
Umhverfissinnar áfrýja skyrslettudómi Dómsmál Ólafur Páll Sigurðsson, sem ásamt Örnu Ösp Magnúsardóttur hefur verið dæmdur fyrir að sletta grænlituðu skyri á ráðstefnugesti á Hótel Nordica í sumar, segir líklegt að dómnum verið áfrýjað. "Frestur til þess er ekki liðinn þar sem enn á eftir að birta okkur dóminn," segir hann. 24.12.2005 06:00
Bætti tvö heimsmet í sjósundi við Suðurpólinn Suðurafrískur sundkappi stakk sér til sunds á dögunum. Það væri líklega ekki sérlega fréttnæmt ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hann gerði það á Suðurpólnum, og bætti um leið tvö heimsmet. 23.12.2005 22:12
Umferð stýrt um kirkjugarða Það er fastur liður í jólhaldi flestra borgarbúa að vitja látinna ættingja og vina í kirkjugörðum. Mikil umferð er þó á aðfangadag og jóladag og því mun lögregla aðstoða við að halda umferð greiðri fyrir gesti garðanna. 23.12.2005 21:54
Flugslys í Azerbaídsjan Farþegaflugvél með 23 um borð fórst í Azerbaídsjan í kvöld, skömmu eftir flugtak frá höfuðborginni Baku. Engar fréttir hafa borist af því hvort einhver hafi lifað slysið af. 23.12.2005 21:52
Bíður eftir að komast í endurhæfingu Björn Hafsteinsson strætisvagnabílstjóri, sem missti báða fæturna í umferðarslysi í ágúst, er kominn í jólaskap og bíður eftir að komast í endurhæfingu eftir áramótin. 23.12.2005 21:00
Óvissa á sjö leikskólum Leikskólakennarar á leikskólanum Hömrum í Grafarvogi bættust í gær í hóp leikskólakennara á sjö leikskólum sem hyggjast segja upp vinnu sinni um áramótin vegna óánægju með laun. Formaður Félags leikskólakennara segir sinnuleysi valda því að margir leikskólakennarar sjái ekki aðra færa leið en að segja upp störfum. Borgarstjóri hyggst ræða við félagið á milli jóla og nýárs. 23.12.2005 20:13
Gríðarlegur áhugi á flugfélögum Hlutabréf í FL-Group hækkuðu um fjögur komma átta prósent í dag. Bréf í félaginu hafa meira en tvöfaldað sig á síðustu 12 mánuðum. Þá er gríðarlegur áhugi á öðru flugfélagi, Avion Group, en hlutafjárútboði félagsins lauk í dag. 23.12.2005 19:53
Kínverjar sprengja ólöglega kínverja Kínverskir lögregluþjónar sprengdu í dag býsnin öll af ólöglegum flugeldum, sem þeir höfðu gert upptæka. Árlega láta fjölmargir lífið í Kína, þegar ólöglegar flugeldaverksmiðjur, í íbúðahverfum, springa í loft upp. 23.12.2005 19:36
Verkfallsmenn fá sektir Almenningssamgöngur í New York eru að komast í samt lag því verkfalli starfsmanna var aflýst í dag. Tjón vegna verkfallsins nemur milljónum dollara. Verkfallsmönnunum verður ekki sýnd nein miskunn og verða þeir látnir greiða háar sektir. 23.12.2005 19:30
Fengu kæsta skötu í leikskólanum Börnin á leikskólanum Urðarhóli í Kópavogi fengu öllu lyktmeiri mat í hádeginu í dag en þau eru vön. Þar var, líkt og svo víða, boðið upp á skötu á Þorláksmessunni. Viðbrögð barnanna voru mismunandi. Sum biðu spennt eftir að fá fisk diskinn sinn en önnur virtust full efasemda um þetta lyktsterka sjávarmeti. 23.12.2005 19:30
Forsætisráðherra ræðir ekki kjarabæturnar án greinargerðar Forsætisráðherra vill ekki ræða kjarabætur til handa, ráðherrum, ríkisstjórn og æðstu embættismönnum við fjölmiðla nema fyrir liggi greinargerð frá Kjaradómi. Hann hefur hins vegar kallað aðila vinnumarkaðarins á sinn fund strax eftir jól. 23.12.2005 19:27
Nautgriparækt rekin með bullandi tapi Nautakjötsframleiðendur hafa litlar eða engar tekjur haft af búum sínum og halda þetta ekki út miklu lengur nema samkeppnisstaða þeirra verði bætt. Landbúnaðarráðherra segir það koma til greina að því gefnu að forystumenn bænda séu hlynntir styrkjum til þeirra. 23.12.2005 19:15
Byssur og dóp í Vogunum Á þriðja tug skotvopna og umtalsvert magn af fíkniefnum fannst við húsleit lögreglu á miðvikudaginn í atvinnuhúsnæði á Vatnsleysuströnd og í fimm íbúðum í Vogum og Njarðvík. Vopnunum var stolið á Húsavík í lok nóvember. 23.12.2005 19:09
Friðargangan að hefjast Árleg friðarganga friðarhreyfinga í Reykjavík hefst nú klukkan sex. Búist var við að um fimm þúsund manns myndu mæta í gönguna en ófriðurinn í Írak og fleiri stöðum í heiminum er mörgum tilefni til að krefja ráðmenn heimsins um friðsamlegar lausnir deilumála. Þá verða einnig farnar friðargöngur á Akureyri og á Ísafirði í kvöld. 23.12.2005 18:00
Einn á sjúkrahús eftir harðan árekstur á Akureyri Einn var fluttur á sjúkrahús eftir nokkuð harðan árekstur á gatnamótum Tryggvabrautar og Hjalteyrargötu á Akureyri skömmu eftir hádegi í dag. Að sögn lögreglu var maðurinn ekki talinn alvarlega meiddur en þó var talið æskilegt að hann gengist undir læknisskoðun. 23.12.2005 17:50
Vilja að Alþingi komi saman milli jóla og nýárs Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna eru reiðubúnir að koma saman til fundahalda milli jóla og nýárs vegna nýgengins úrskurðar Kjaradóms um laun æðstu embættismanna. Þessu er lýst yfir í bréfi sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna sendu forsætisráðherra í dag. 23.12.2005 17:21
Jólin undirbúin í Bagdad Undirbúningur jólanna er nú í hámarki nánast um allan heim, þar með talið í hinu stríðshrjáða Írak. Þrátt fyrir að langstærsti hluti íbúa landsins sé íslamstrúar má finna kristið fólk hér og þar, ekki síst í höfuðborginni, Bagdad. 23.12.2005 17:08
Afhenti trúnaðarbréf og kom á framfæri vonbrigðum íslenskra stjórnvalda Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra, afhenti nýlega, José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu. 23.12.2005 16:22
Lögregla lýsir eftir stolinni bifreið Aðfaranótt síðastliðins þriðjudags var bifreiðinni LV 026 stolið af bifreiðastæði við Bræðraborgarstíg í Reykjavík. Bifreiðin er svört Audi A4. Þeir sem hugsanlega verða varir við bifreiðina eru beðnir að láta lögreglu vita. 23.12.2005 16:17
Þrjú innbrot í Reykjavík í morgun Tilkynnt var um þrjú innbrot í Reykjavík í morgun. Brotist var inn í húsnæði í endurbyggingu í austurborginni í einu tilvikinu. Þaðan var stolið miklu magni rafmagnsverkfæra og annarra verkfæra. Þá var brotist inn í íbúð á Grettisgötu og tækjum stolið úr Borgarholtsskóla, þar sem reyndar var farið inn um opnar dyr. 23.12.2005 15:52
Hver að verða síðastur að ná sér í jólatré Jólatré eru að seljast upp, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, og fer hver að verða síðastur til að ná sér í slíkt stofustáss. Mikil aukning hefur verið á sölu jólatrjáa milli ára og nú er svo komið að kaupmenn sjá fram á að þau seljist upp. 23.12.2005 15:49
Skammarlegt hversu lítil hjálp hefur borist til Pakistans Minna en helmingur þess fjár sem þörf er á í Kasmír hefur skilað sér. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir skammarlegt hversu lítil hjálp hafi borist og óttast að tugþúsundir farist í vetrarkuldanum á næstu vikum. 23.12.2005 15:21
Búist við að velta í verslun aukist um þriðjung milli ára Kaupmenn búast við að veltan í jólamánuðinum aukist um þriðjung að meðaltali á milli ára. Aukinn kaupmáttur er sagður aðalástæða þess. Lausleg og óformleg könnun fréttastofu NFS leiðir hins vegar í ljós að flestir eru á svipuðu róli og í fyrra. 23.12.2005 15:02
Vilja ræða við ráðherra um breytingar á póstþjónustu við Ísafjarðardjúp Þrír þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa óskað eftir því við Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra að kallaður verði saman fundur þingmanna kjördæmisins með heimamönnum og forsvarsmönnum Íslandspósts vegna breytinga á póstþjónustu við Ísafjarðardjúp sem taka eiga gildi um áramótin. 23.12.2005 14:50
Nýr sýslumaður á Hólmavík Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur skipað Kristínu Völundardóttur, deildarstjóra í dómsmálaráðuneytinu, sýslumann á Hólmavík frá og með 1. janúar n.k. 23.12.2005 14:24
Helstu þjóðvegir færir Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að allir helstu þjóðvegir landsins séu færir, en búast má við hálku eða hálkublettum víða um land. 23.12.2005 13:26
Margir starfsmenn OR á vakt um jólin Orkuveita Reykjavíkur hefur að vanda verulegan viðbúnað til þess að tryggja góða þjónustu við viðskiptavini um jólin. 23.12.2005 13:19
Atlantsskip undirrita samning við DFDS Transport Atlantsskip hafa undirritað samstarfssaming við flutningsfyrirtækið DFDS Transport um flutninga fyrirtækisins í Skandinavíu. DFDS Transport er öflugasti forflutningsaðilinn á þessu svæði og er samningurinn því mikil viðurkenning fyrir Atlantsskip og ljóst að flutningsgeta fyrirtækisins mun aukast til muna frá því sem áður hefur verið. 23.12.2005 13:19
Vann til silfurverðlauna á EM í kranastjórnun Ingi Björnsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í kranastjórnun, hlaut nýverið silfurverðlaun í Evrópukeppni Liebherr í kranastjórnun sem fram fór í Suður-Þýskalandi þann 30. nóvember síðastliðinn. 23.12.2005 13:15
Nýr forseti Póllands Lech Kaczynski var settur í embætti forseta Póllands í morgun. Hann er íhaldsmaður sem hefur lofað að berjast gegn spillingu, lífga efnahaginn við og losa landið við drauga kommúnistaáranna. 23.12.2005 12:48
Í gæsluvarðhald vegna umfangsmikils fíkniefnasmygls Tveir menn, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnasmygls með ferjunni Norrænu, reyndust vera með fjögur kíló af hassi og eitt kíló af amfetamíni. Mönnunum hefur nú verið sleppt úr gæslu en þeir hafa úrskurðaðir í farbann til 20. janúar. 23.12.2005 12:45
Vilja að Dagur víki sæti sem borgarfulltrúi Ungir framsóknarmenn krefjast þess að Dagur B. Eggertsson víki sæti sem borgarfulltrúi, þar sem hann sé ekki lengur óháður frambjóðandi. Hann hafi fengið sæti sitt á silfurfati sem fulltrúi óháðra kjósenda en nú séu forsendur fyrir framboði hans brostnar. 23.12.2005 12:30
Ætlar að kalla tvö herlið heim Bandaríkjastjórn hyggst kalla heim tvö herfylki frá Írak á næsta ári. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra greindi frá þessu fyrr í dag. Bandaríkjamenn eru með 17 herfylki í Írak um þessar mundir. Ráðherrann sagði að þessi ákvörðun hefði verið tekin í ljósi þess að Írökum hefði gengið vonum framar að taka stjórn ýmissa mála í sínar hendur. 23.12.2005 12:26
Ákvörðun Kjaradóms ábyrgðarleysi og skapar þrýsting Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir að ákvörðun Kjaradóms um launahækkun æðstu embættismanna sé tekin af algeru ábyrgðarleysi og skapi þrýsting á vinnumarkaði. Ef ákvörðunin fái að standa grafi það undan getu og vilja verkalýðshreyfingarinnar til að stuðla að langtímasamningum. 23.12.2005 12:18
Jólatrén að seljast upp Jólatrén eru að seljast upp og fer hver að verða síðastur til að ná sér í fallegt jólatré. Mikil aukning hefyr verið á sölu jólatrjáa milli ára og margir eru að kaupa sér fleiri en eitt tré 23.12.2005 12:00
Erlendum jólagestum fer fjölgandi Á undanförnum tveimur árum hefur jólaferðamönnum fjölgað um helming. Sjö til átta hundruð erlendir ferðamenn gista á hótelum í Reykjavík yfir jólahátíðina. Ekkert eitt þjóðerni er áberandi fjölmennt í ferðamannahópnum, en þó virðist sem Bandaríkjamönnum og Bretum sé að fjölga og talsvert er um Japani og Evrópubúa. 23.12.2005 11:45
Sharon sigrar Nýr flokkur Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fær um helmingi fleiri þingsæti en helsti keppinautur flokksins í komandi þingkosningum, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðunarkönnunar en kosningar fara fram í mars á næsta ári. Fær flokkur Sharons, Þjóðarábyrgðarflokkurinn, 40 af 120 þingsætum. Verkamannaflokkurinn fær hinsvegar 19 þingsæti og fyrrum flokkur Sharons, Likud, mun fá 15 þingsæti. Þegar spurt var út í það hvern kjósendur treystu best til þess að gegna embætti forsætisráðherra, sögðu aðeins 14% að Peretz væri hæfastur. 19% sögðu Benjamin Netanyahu en 46% sögðu Sharon hæfastan til starfans. 23.12.2005 11:36
Árlega friðargöngur í kvöld í Reykjavík og Akureyri Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og leggur gangan af stað stundvíslega klukkan 18:00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Friðargangan á Þorláksmessu er nú orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Gangan í ár er sú tuttugasta og sjötta í röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans í Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfssonar kórstjóra tekur að vanda þátt í blysförinni sem endar með stuttum fundi á Ingólfstorgi. Þar mun séra Bjarni Karlsson halda stutt ávarp. Fundinum lýkur síðan með friðarsöng. Friðargöngur verða einnig á Akureyri og Ísafirði á Þorláksmessukvöld. Gangan á Akureyri verður þó seinna en sú í Reykjavík en þar verður lagt af stað frá Menntaskólanum á Akureyri, Eyrarlandsvegi 28 klukkan 22. Göngunni lýkur með fundi þar sem Margrét Heinreksdóttir lögfræðingur flytur ávarp og kór Akureyrarkirkju syngur. 23.12.2005 11:30
175 þúsund afskorin blóm flutt inn næsta hálfa árið Landbúnaðarráðuneytið hefur úthlutað tollkvóta vegna innflutnings á afskornum blómum og pottaplöntum. Fimm tilboð bárust vegna innflutnings a afskornum blómum í tvö hundruð þúsund stykki á meðalverðinu tuttugu og sjö krónur. 23.12.2005 11:15
Akranes tengist leiðakerfi Strætó Í lok ársins verða undirritaðir samningar um almenningssamgöngur á milli Reykjavíkur og Akraness, en þessir samningar hafa verið í burðarliðnum um nokkurt skeið. 23.12.2005 11:04
NSÍ vill frekari friðlýsingu í Þjórsárverum Náttúruverndarsamtök Íslands fagna ákvörðun umhverfisráðherra um friðlýsingu Guðlaugstungna, Svörtutungna og Álfgeirstungna norðan Langjökuls og Hofsjökul og skora á ráðherra að halda áfram á sömu braut. 23.12.2005 11:00
Gefa lýtaaðgerðir í jólagjöf í Danmörku Skartgripir og snyrtivörur virðast á útleið sem jólagjafir danskra karla til eiginkvenna sinna ef marka má dagblaðið URBAN. Í þeirra stað eru komin gjafakort í lýtaaðgerðir. Haft er eftir yfirlækni á einkasjúkrahúsi í Velje að gjafakortin hafi aldrei verið fleiri en í ár og er um að ræða allt frá hrukkuaðgerð til brjóstastækkunar. 23.12.2005 10:45
Tugir látnir eftir gassprengingu í Kína Að minnsta kosti fjörutíu og tveir létust í gassprengingu í göngum í Suðvestur-Kína í gær. Flestir hinna látnum voru verkamenn sem unnu að gerð ganganna og þá slösuðust að minnsta kosti ellefu í sprengingunni. Björgunarmenn leita enn að fólki á staðnum en óttast er að tala látinna kunni að hækka. 23.12.2005 10:15