Erlent

Flugslys í Azerbaídsjan

Mynd/AP

Farþegaflugvél með 23 um borð fórst í Azerbaídsjan í kvöld, skömmu eftir flugtak frá höfuðborginni Baku. Engar fréttir hafa borist af því hvort einhver hafi lifað slysið af. Vélin var í eigu flugfélagsins AZAL og var hún í áætlunarflugi á leið til Kazakstan. Vélin var af gerðinni Antonov-140, smíðuð í Úkraínu. Hún hrapaði skammt frá bænum Nardaran, um 40 km vestur af höfuðborg Azerbaidsjan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×