Innlent

Erlendum jólagestum fer fjölgandi

MYND/E.Ól

Á undanförnum tveimur árum hefur jólaferðamönnum fjölgað um helming. Sjö til átta hundruð erlendir ferðamenn gista á hótelum í Reykjavík yfir jólahátíðina. Ekkert eitt þjóðerni er áberandi fjölmennt íferðamannahópnum, en þó virðist sem Bandaríkjamönnum og Bretum sé að fjölga og talsvert er um Japani og Evrópubúa.

Ekkert eitt þjóðerni er áberandi fjölmennt

Meira er um einstaklinga á ferð en hópferðir. Talið er að gestirnir nái áttunda hundraðinu þessi jólin og er það helmingsaukning frá því árið 2003. Nokkuð er um hótel loki yfir jólahátíðina og má þar nefna Hótel Loftleiði, Hótel Holt og Grand Hótel.

Þau Hótel sem hýsa flesta gestina eru Hótel Saga með rúmlega 150 gesti og yfir 150 gestir eru á Hótel Nordica. Á Hótel Borg verða áttatíu gestir. Einnig gista ferðamenn á gistiheimilum og minni hótelum. Vel er gert við gestina í mat og þau hótel sem eru opin bjóða upp á jólahlaðborð. Ef jólamaturinn misheppnast í íslenskum heimilum eru þessi hótel einnig opin Íslendingum.

Samtök ferðþjónustunnar segir að reynt sé að fræða ferðamenn um þær allar lokanir á aðafanga- og jóladag þar sem áður hafi borið á því að ferðamenn héldu að hér væri jafnvel hægt að skemmta sér líkt og gerist í flestum löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×