Innlent

Einn á sjúkrahús eftir harðan árekstur á Akureyri

MYND/Vísir

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir nokkuð harðan árekstur á gatnamótum Tryggvabrautar og Hjalteyrargötu á Akureyri skömmu eftir hádegi í dag. Að sögn lögreglu var maðurinn ekki talinn alvarlega meiddur en þó var talið æskilegt að hann gengist undir læknisskoðun. Bílarnir tveir skemmdust nokkuð í árekstrinum og þurfti að fjarlægja annan þeirra með kranabíl. Að öðru leyti hefur dagurinn verið rólegur hjá lögreglunni á Akureyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×