Bíður eftir að komast í endurhæfingu 23. desember 2005 21:00 MYND/Vísir Björn Hafsteinsson strætisvagnabílstjóri, sem missti báða fæturna í umferðarslysi í ágúst, er kominn í jólaskap og bíður eftir að komast í endurhæfingu eftir áramótin. Það var um miðjan ágúst sem Björn slasaðist þegar að strætisvagn sem hann ók og vörubíll skullu saman. Hann var með meðvitund allan tímann og segist m.a.s. muna eftir sér á skurðarborðinu þar sem kona hafi sagt honum að það þyrfti a.m.k. að taka af honum aðra löppina. Björn kveðst þá hafa sagt að hann vildi að það yrði þá gert strax, og hann hafi hugsað um leið að til væru gervilappir sem hann gæti notast við. Björn fór heim af spítalanum í byrjun október en sýkingar seinkuðu heimferð nokkuð. Fyrir nokkru fékk hann hulsur frá Össuri til þess að venja stúfana við en hulsurnar eru nauðsynlegur hluti gervifóta. Í byrjun árs fer Björn svo í endurhæfingu og verður þá hafist handa við að smíða gervifæturna fyrir hann. Björn er alveg klár á því að hann ætlar að ganga aftur og það sem fyrst. Hann mun þó alltaf þurfa að hafa hjólastólinn innan handar ef sár eða blöðrur koma á stúfana. Hann segist hafa náð góðum tökum á hjólastólnum og ekki hafi liðið nema 1-2 vikur áður en hann hafi getað farið úr rúminu í stólinn af sjálfsdáðum - enda sé hann handsterkur. Björn kemst lítið út en hann býr í fjölbýlishúsi þar sem engin lyfta er til staðar. Hann fær þó stöku sinnum þjónustubíl fyrir fatlaða til að komast út úr húsi. Hann hefur fest kaup á nýrri íbúð í Grafarvogi þar sem er lyfta svo hann eigi auðveldara með að komast um og vonast hann til þess að fá afhent á milli jóla og nýárs. Til að drepa tímann þegar aðrir eru að vinna er hann í tölvunni, horfir á sjónvarp og annað sem hann finnur sér til dundurs. Björn segist alltaf hafa líkað vel að vinna og hann saknar vinnunnar. Björn vill þakka öllum þeim sem hafa stutt hann eftir slysið, og þá sérstaklega konunni sinni, Hjördísi Pétursdóttur. Fréttir Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Björn Hafsteinsson strætisvagnabílstjóri, sem missti báða fæturna í umferðarslysi í ágúst, er kominn í jólaskap og bíður eftir að komast í endurhæfingu eftir áramótin. Það var um miðjan ágúst sem Björn slasaðist þegar að strætisvagn sem hann ók og vörubíll skullu saman. Hann var með meðvitund allan tímann og segist m.a.s. muna eftir sér á skurðarborðinu þar sem kona hafi sagt honum að það þyrfti a.m.k. að taka af honum aðra löppina. Björn kveðst þá hafa sagt að hann vildi að það yrði þá gert strax, og hann hafi hugsað um leið að til væru gervilappir sem hann gæti notast við. Björn fór heim af spítalanum í byrjun október en sýkingar seinkuðu heimferð nokkuð. Fyrir nokkru fékk hann hulsur frá Össuri til þess að venja stúfana við en hulsurnar eru nauðsynlegur hluti gervifóta. Í byrjun árs fer Björn svo í endurhæfingu og verður þá hafist handa við að smíða gervifæturna fyrir hann. Björn er alveg klár á því að hann ætlar að ganga aftur og það sem fyrst. Hann mun þó alltaf þurfa að hafa hjólastólinn innan handar ef sár eða blöðrur koma á stúfana. Hann segist hafa náð góðum tökum á hjólastólnum og ekki hafi liðið nema 1-2 vikur áður en hann hafi getað farið úr rúminu í stólinn af sjálfsdáðum - enda sé hann handsterkur. Björn kemst lítið út en hann býr í fjölbýlishúsi þar sem engin lyfta er til staðar. Hann fær þó stöku sinnum þjónustubíl fyrir fatlaða til að komast út úr húsi. Hann hefur fest kaup á nýrri íbúð í Grafarvogi þar sem er lyfta svo hann eigi auðveldara með að komast um og vonast hann til þess að fá afhent á milli jóla og nýárs. Til að drepa tímann þegar aðrir eru að vinna er hann í tölvunni, horfir á sjónvarp og annað sem hann finnur sér til dundurs. Björn segist alltaf hafa líkað vel að vinna og hann saknar vinnunnar. Björn vill þakka öllum þeim sem hafa stutt hann eftir slysið, og þá sérstaklega konunni sinni, Hjördísi Pétursdóttur.
Fréttir Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira