Innlent

Jólatrén að seljast upp

Jólatrén eru að seljast upp og fer hver að verða síðastur til að ná sér í fallegt jólatré. Mikil aukning hefyr verið á sölu jólatrjáa milli ára og margir eru að kaupa sér fleiri en eitt tré

Kristinn Einarsson framkvæmdarstjóri Blómavals segir að útlit sé fyrir að jólatrén seljist upp seinni partinn í dag. Mikið hefur verið hringt til þeirra í morgun og fólk virðist vera að fara á milli staða til að finna sér tré. Á landsbyggðinni er sama uppi á teningnum. Líklegustu skýringuna á þessari miklu eftirspurn í ár telur Kristinn vera þá að fólk hafi meira á milli handanna, kaupi jafnvel fleiri en eitt tré á meðan aðrir séu að kaupa sér lifandi jólatré í fyrsta skipti í stað gervitrés.

Þeir sem eiga eftir að kaua sér jólatré ættu því að drífa sig sem fyrst ef þeir vilja hafa lifandi tré í stofunni um jólin.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×