Innlent

Margir starfsmenn OR á vakt um jólin

Vakt og viðbragðsteymi um jólin
Vakt og viðbragðsteymi um jólin Róbert
Orkuveita Reykjavíkur hefur að vanda verulegan viðbúnað til þess að tryggja góða þjónustu við viðskiptavini um jólin. Á aðfangadag og fram á jólanótt verður sex manna vakt í kerfisstjórn og sjö viðbragðsteymi úti í hverfum tilbúin að grípa inn í ef bilanir verða.

Viðbragðsteymin verða á eftirfarandi svæðum: Mosfellsbæ og Kjalarnesi, Árbæjarhverfi- Lögbergslína, Kópavogi- Garðabæ, Breiðholtshverfi, Grafarvogur, Suðurbæ - Vesturbæ

Seltjarnarnes og Norðurbæ, Sund og Vogar. Sími á Bilanavakt Orkuveitu Reykjavíkur er 516 6200.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×