Erlent

Mubarak býður sig enn fram

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, tilkynnti í dag að hann ætli enn einu sinni að bjóða sig fram til forseta. Mubarak hefur verið forseti Egyptalands í tuttugu og fjögur ár, og vill sitja í sex ár í viðbót. Hann er nú sjötíu og sjö ára gamall. Mubarak hefur jafnan verið sjálfkjörinn þar sem enginn annar hefur fengið að bjóða sig fram gegn honum. Það verður hinsvegar leyft, í fyrsta skipti, í kosningunum sem fra fram sjöunda september næstkomandi. Það er þó nánast marklaust formsatriði, miðað við allt það batterí sem forsetinn hefur á bakvið sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×