Innlent

Garðbæingar ánægðir með Garðabæ

Helstu niðurstöður viðhorfskönnunar sem fyrirtækið IMG Gallup vann fyrir Garðabæ fyrr á þessu ári eru að íbúar eru almennt ánægðir með bæjarfélagið og þjónustu þess. Þegar spurt var hversu ánægt fólk er í heildina litið með að búa í Garðabæ sögðust 93,6% þeirra sem tóku afstöðu vera ánægð með að búa í bænum. Í niðurstöðunum kemur fram almenn ánægja með uppvaxtarskilyrði fyrir börn og unglinga og lífsgæði almennt. Um 82% íbúa eru ánægð með möguleika á útivist í bænum og um 91% er ánægt með starf leikskólanna. Könnunin var mjög ítarleg og spurt var út í ólíka þjónustuþætti og þjónustu einstakra stofnana eins og leikskóla, grunnskóla, bókasafn, sundlaug, tónlistarskóla, bæjarskrifstofu, lögreglu, heilsugæslu, almenningssamgöngur o.fl. Einnig var spurt um val á búsetu, útivist og fleira er tengist viðhorfi íbúa til bæjarfélagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×