Innlent

Fólk streymir úr bænum

Fólk er þegar farið að streyma út úr bænum fyrir verslunarmannahelgina og virðast flestir fara á einkabílum eða með flugi. Á annað þúsund manns eru þegar komnir til Eyja, þannig að þar verður að venju fjölmennt. Herjólfur er troðfullur stafna á milli, í ferðum sínum, og sama má segja um flugvélar til Eyja og til Akureyrar. Hinsvegar er lítil fjölgun farþega með rútum ennþá. Settar hafa verið upp aukaferðir til Þorlákshafnar, vegna Herjólfs, en svo virðist sem flestir fari þangað á eigin bílum. Allar flugvélar eru fullbókaðar á alla áfangastaði um helgina og á morgun verða nítján aukaferðir til Vestmannaeyja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×