Tilboð Skipta í Símann samþykkt 28. júlí 2005 00:01 Öll gögn Skipta ehf, hæstbjóðanda í hlut ríkissjóðs í Símanum reyndust fullnægjandi. Formaður einkavæðingarnefndar tilkynnti fyrir stundu að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra hefði, í samráði við ráðherranefnd um einkavæðingu, samþykkt tillögu nefndarinnar um að taka tilboði Skipta í Símann en tilboðið hljóðaði upp á 66,7 milljarða króna. Reiknað er með að skrifað verði undir samninga vegna kaupanna í næstu viku. Samkvæmt útboðsreglum var áskilið að ef tilboð væru innan við 5% lægri en það hæsta gæfist þeim sem væru innan marka kostur á að hækka tilboð sín. Til þess kom þó ekki. Alls bárust þrjú tilboð og reyndust öll gögn fullnægjandi. Tilboð Skipta var yfir fyrrgreindum 5% mörkum. Að hópnum standa Exista, sem er fjárfestingarfélag í meirihlutaeigu Bakkabræðra Holding, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi-lífeyrissjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Samvinnulífeyrissjóðurinn, MP fjárfestingarbanki hf., Kaupþing banka hf. og IMIS ehf., sem er í eigu Skúla Þorvaldssonar. Næsthæsta tilboð átti Símstöðin, 60 milljarða króna. Í þeim hópi eru meðal annars Burðarás, KEA, Ólafur Jóhann Ólafsson, Tryggingamiðstöðin, Talsímafélagið og fleiri. Munurinn á því og hæsta tilboði er ríflega 10%. Þriðja og lægsta tilboð átti Nýja símafélagið, 54.645.780.000 og munar rúmum 18% á því og hæsta tilboði. Í tilkynningu frá KB banka segir að kaup Skipta á Símanum muni tryggja aðkomu stórs hluta landsmanna í gegnum eign þeirra í lífeyrissjóðunum. Þá segir að traustir langtímafjárfestar komi að kaupunum. Kaupsamningur á milli hópsins og ríkisins verður undirritaður á næstu dögum með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fjármögnun kaupana hefur verið að fullu tryggð. Hlutafé skiptist með eftirfarandi hætti á milli aðila: Exista ehf. 45% Kaupþing Banki hf. 30% Lífeyrissjóður verslunarmanna 8,25% Gildi-lífeyrissjóður 8,25% Sameinaði lífeyrissjóðurinn 2,25% Samvinnulífeyrissjóðurinn 2,25% MP fjárfestingarbanki 2% IMIS ehf. 2% Þá segir í tilkynningunni að þátttaka lífeyrissjóða tryggi aðkomu stórs hluta landsmanna að kaupunum auk þess sem fyrirhugað sé að skrá félagið á Aðallista Kauphallar Íslands í síðasta lagi fyrir árslok 2007. Samfara skráningunni verður hlutur Kaupþings banka boðinn almenningi og fagfjárfestum til kaups. Með kaupum fjárfestahópsins á Símanum verður það jafnframt tryggt að Síminn eigi áfram öflugan bakhjarl sem standa mun vörð um fyrirtækið. Í tilkynningu KB banka segir að kaupendur Símans beri fyllsta traust til stjórnenda og starfsmanna Símans. Þeim sé það ljóst að starfsmenn Símans eru undirstaða góðs rekstrarárangurs síðustu ára. Markmið nýrra eigenda er að tryggja áfram framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini og enn frekari sókn Símans á fjarskiptamarkaði. Heildareignir kjölfestufjárfestisins, Exista, nema um 90 milljörðum króna og er félagið stærsti hluthafinn í Kaupþingi banka, Bakkavör Group og Flögu Group. Fréttir Innlent Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Öll gögn Skipta ehf, hæstbjóðanda í hlut ríkissjóðs í Símanum reyndust fullnægjandi. Formaður einkavæðingarnefndar tilkynnti fyrir stundu að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra hefði, í samráði við ráðherranefnd um einkavæðingu, samþykkt tillögu nefndarinnar um að taka tilboði Skipta í Símann en tilboðið hljóðaði upp á 66,7 milljarða króna. Reiknað er með að skrifað verði undir samninga vegna kaupanna í næstu viku. Samkvæmt útboðsreglum var áskilið að ef tilboð væru innan við 5% lægri en það hæsta gæfist þeim sem væru innan marka kostur á að hækka tilboð sín. Til þess kom þó ekki. Alls bárust þrjú tilboð og reyndust öll gögn fullnægjandi. Tilboð Skipta var yfir fyrrgreindum 5% mörkum. Að hópnum standa Exista, sem er fjárfestingarfélag í meirihlutaeigu Bakkabræðra Holding, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi-lífeyrissjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Samvinnulífeyrissjóðurinn, MP fjárfestingarbanki hf., Kaupþing banka hf. og IMIS ehf., sem er í eigu Skúla Þorvaldssonar. Næsthæsta tilboð átti Símstöðin, 60 milljarða króna. Í þeim hópi eru meðal annars Burðarás, KEA, Ólafur Jóhann Ólafsson, Tryggingamiðstöðin, Talsímafélagið og fleiri. Munurinn á því og hæsta tilboði er ríflega 10%. Þriðja og lægsta tilboð átti Nýja símafélagið, 54.645.780.000 og munar rúmum 18% á því og hæsta tilboði. Í tilkynningu frá KB banka segir að kaup Skipta á Símanum muni tryggja aðkomu stórs hluta landsmanna í gegnum eign þeirra í lífeyrissjóðunum. Þá segir að traustir langtímafjárfestar komi að kaupunum. Kaupsamningur á milli hópsins og ríkisins verður undirritaður á næstu dögum með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fjármögnun kaupana hefur verið að fullu tryggð. Hlutafé skiptist með eftirfarandi hætti á milli aðila: Exista ehf. 45% Kaupþing Banki hf. 30% Lífeyrissjóður verslunarmanna 8,25% Gildi-lífeyrissjóður 8,25% Sameinaði lífeyrissjóðurinn 2,25% Samvinnulífeyrissjóðurinn 2,25% MP fjárfestingarbanki 2% IMIS ehf. 2% Þá segir í tilkynningunni að þátttaka lífeyrissjóða tryggi aðkomu stórs hluta landsmanna að kaupunum auk þess sem fyrirhugað sé að skrá félagið á Aðallista Kauphallar Íslands í síðasta lagi fyrir árslok 2007. Samfara skráningunni verður hlutur Kaupþings banka boðinn almenningi og fagfjárfestum til kaups. Með kaupum fjárfestahópsins á Símanum verður það jafnframt tryggt að Síminn eigi áfram öflugan bakhjarl sem standa mun vörð um fyrirtækið. Í tilkynningu KB banka segir að kaupendur Símans beri fyllsta traust til stjórnenda og starfsmanna Símans. Þeim sé það ljóst að starfsmenn Símans eru undirstaða góðs rekstrarárangurs síðustu ára. Markmið nýrra eigenda er að tryggja áfram framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini og enn frekari sókn Símans á fjarskiptamarkaði. Heildareignir kjölfestufjárfestisins, Exista, nema um 90 milljörðum króna og er félagið stærsti hluthafinn í Kaupþingi banka, Bakkavör Group og Flögu Group.
Fréttir Innlent Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira