Erlent

Flóð á Indlandi

Nærri fjögur hundruð og fimmtíu hafa látist af völdum mikilla flóða og aurskriðna í Indlandi undanfarna þrjá daga. Þúsundir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín og samgöngur eru lamaðar. Þá hefur skólum verið lokað og mest öll atvinnustarfsemi liggur niðri. Alþjóðaflugvöllurinn í Bombay, sem hefur verið lokaður í tvo daga, var að hluta til opnaður á nýjan leik í morgun. Rigningin undanfarna daga slær öll met, til að mynda mældist níutíu og fjögurra sentímetra úrkoma í þorpi norðan við Bombay á þriðjudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×