Innlent

Eina leiðin að mati bílstjóra

Óánægðir atvinnubílstjórar ætla að nota fjörutíu tonna trukka, svo tugum skiptir, til þess að trufla umferð út úr höfuðborginni um verslunarmannahelgina. Lögreglan segir þetta vera hættuspil, sem ekki verði liðið. Bílstjórarnir eru að mótmæla breytingum á olíugjaldi og hafa ákveðið að trufla umferð um verslunarmannahelgina, til þess að láta óánægju sína í ljós. Lögreglan hefur reynt að fá þá ofan af því og boðist til að aðstoða þá við að mótmæla á einhvern annan hátt, en því hefur verið hafnað. Sturla Jónsson, talsmaður mótmælahópsins segir að þetta sé eina leiðin til þess að láta taka eftir sér. Lögreglan hefur sagt að hún muni grípa til aðgerða, en Sturla telur að hún geti ekki mikið gert. Hann sagði engin tæki til í landinu sem hægt sé að nota til að koma 30-40 tonna bílum í burtu. Einna helst væri hægt að draga svona tæki í burt með jarðýtu. Jón segir að þessar breytingar á olíugjaldinu eigi eftir að koma illa niður á landsmönnum öllum, þar sem þær muni valda stórhækkunum á flutningskostnaði. Bílstjórarnir séu því ekki aðeins að berjast fyrir sjálfa sig. Bæði lögregla og Slysavarnarfélagið Landsbjörg vara við þessum aðgerðum og segja þær algjört hættuspil. Landsbjörg segir í fréttatilkynningu að mótmælin gætu reynst hættuleg þeim ökumönnum sem eru að leið út úr bænum á þeim tíma sem mótmælin fara fram og klukkustundirnar á eftir. Ástæðan er sú að þegar svo mikil umferð er, þá hægist á henni og ekki bætir úr ef stöðva, eða hægja á á umferð, og þannig gætu menn farið að taka óþarfa áhættu í umferðinni því þolinmæðin þeirra sé brostin. Ljóst er að ef að mótmælum atvinnubílstjóra verður gæti það reynt á þolrif þeirra ökumanna sem þurfa að aka framhjá þeim, en búsat má við miklum töfum ef þau verða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×