Erlent

IRA leggur niður vopnin

Írski lýðveldisherinn ÍRA mun frá klukkan þrjú í dag hætta öllum vopnuðum aðgerðum og framvegis beita friðsamlegum aðgerðum til að ná fram markmiðum sínum. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá ÍRA og þar segir að öllum meðlimum samtakanna verði fyrirskipað að berjast fyrir málefnum lýðveldishersins á vettvangi stjórnmálanna og öllu ofbeldi og hryðjuverkum verði hætt. Þar með lýkur meira en þrjátíu ára tímabili, þar sem írski lýðveldisherinn hefur beitt hryðjuverkum og öðru ofbeldi í því augnamiði að ná fram pólitískum markmiðum sínum. Einum kaþólikka og einum mótmælanda verður boðið að vera viðstaddir athöfn síðar í dag, þar sem þessu verður formlega lýst yfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×