Innlent

Jöklarnir hopa

Jöklar Íslands munu hverfa á næstu 200 árum. Þetta er mat jarðeðlisfræðinga sem hafa gert framtíðarlíkön um bráðnun jökla. Litlar líkur eru taldar á því að hægt sé að snúa þessari þróun við, sem er að mestu leyti af mannavöldum. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar síðustu misseri um bráðnun jökla á Íslandi og þær benda allar til sömu niðurstöðu. Tómas Jóhannsson, jarðeðlisfræðingu hjá Veðurstofu, segir þjöklana bráðna hratt og þeir eru búnir að átta sig á breytingunni og hopa hraðar en þeir hafa gert síðustu þrjátíu árin. Hann segir vísindamenn gera ráð fyrir að það hlýni næstu hundrað árin og ef sú þróun heldur áfram má gera ráð fyrir að jöklar hverfi af landinu á næstu 200 árum. Tómas segir að litlar líkur séu á því að hægt sé að afturkalla þessar breytingar sem eru að mestu leyti af mannavöldum. Það er búiðo að losa svo mikið af kokltvísýingi og ekki hægt að ná sama stuðli og var fyrir iðnbyltinguna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×