Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. ágúst 2025 17:25 Trektarbók varðveitir fornlegustu og upphaflegustu uppskrift Snorra-Eddu sem vitað er um. Vísir/Samsett Handritaskipti á sýningunni Heimur í orðum í Eddu verða á morgun og ný handrit munu líta dagsins ljós. Næstu þrjá mánuði verður Trektarbók Snorra-Eddu til sýnis en hún er komin til landsins eftir fjögur hundruð ára útlegð í Hollandi. Hún er einnig um margt áhugaverð. Hún er talin fornlegasta handrit Snorra-Eddu þó hún sé yngsta handritið meginhandrita Eddunnar. Af tilefni handritaskiptanna mun Haukur Þorgeirsson rannsóknarprófessor fjalla um Trektarbók klukkan tólf að hádegi í Eddu á morgun. Hann segir Trektarbók marka kaflaskil í viðhorfi Íslendinga og Evrópubúa til norrænna miðaldafræða og að hún sé fyrsta ummerki um fræðimannsleg viðhorf til bókmenntaarfs Íslendinga. Haukur Þorgeirsson er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.Árnastofnun Trektarbók er eitt hinna fjögurra svokallaðra meginhandrita Snorra-Eddu. Það eru þau handrit sem heillegust og best varðveitt eru og af þeim er aðeins eitt í vörslu hér á Íslandi. Það er Konungsbók Snorra-Eddu, sem er ekki sama bók og Konungsbók Eddukvæða. Hin þrjú eru Ormsbók sem varðveitt er við Árnastofnun í Kaupmannahöfn, Uppsalabók sem er eins og nafnið gefur til kynna varðveitt í Svíþjóð og loks Trektarbók sem hefur verið geymd í háskólabókasafninu í Útrekt frá miðbiki sautjándu aldarinnar. Mótsagnakennd í forneskju sinni Líkt og Haukur Þorgeirsson kemst að orði er ákveðin mótsögn fólgin í þessari skinnbók. Nefnilega sú að þrátt fyrir að þetta sé yngsta meginhandritið sem við eigum hefur það að geyma fornlegustu og upphaflegustu útgáfu Snorra-Eddu. Af henni eru varðveitt sjö skinnhandrit frá fjórtándu og fimmtándu öld en engin tvö þessara handrita innihalda nákvæmlega sama efnið því að verkið var í stöðugri þróun og endursköpun eins og algengt er um kennslubækur. „Það kemur til af því að það er afritað á 16. öld eftir handriti sem er frá 13. öld,“ segir Haukur. Trektarbók skartar þannig mörgum fornlegum einkennum sem bera vott um vandaða uppskrift skrifarans. Það sést strax í fyrstu línu þar sem orðið síðan kemur fyrir og er það skrifað með þorni, <siþan>, frekar en með déi, <sidan>, líkt og var viðtekin stafsetning þegar handritið er ritað. Þriðja orð fyrstu línu er <ſiþan> en <ſ> er forn ritháttur ess í upphafi orðs.Trektarbók Páll í Þernuvík í Ísafjarðardjúpi skrifaði Trektarbók undir lok sextándu aldar og tekur Haukur fram að blómlegt fræðastarf hafi þá verið við Ísafjarðardjúp líkt og nú. Jón arason í Vatnsfirði eignaðist Trektarbók árið 1626 og hann fór með bókina til Kaupmannahafnar. Trektarbók er einnig einstök að því leyti að hún er pappírshandrit en ekki skinnbók. Í handritinu birtist skýrt að viðhorf skrifarans til textans er af nýjum toga en sá sem birtist í eldri uppskriftum. Aðferðin sem notuð var við afritunina minni á aðferðir fræðimanna að því leytinu til að það er greinilega lagt mikið upp úr því að uppskriftin sé eins nálægt forritinu og hægt er. „Þessa bok a eg Jon Gissurson“Háskólinn í Útrekt „Skrifarinn virðist hafa reynt að afrita orð fyrir orð og jafnvel að verulegu leyti staf fyrir staf, eins og fræðimaður afritar. Það er ólíkt því sem miðaldaskrifarar gerðu. Þeir voru vanir að uppfæra tungumálið að sinni eigin venju. Þeir héldu ekki gömlum orðmyndum úr forritinu heldur notuðu sína eigin stafsetningu. Trektarbók er fyrsta merkið sem við höfum um fræðilegan áhuga á miðöldum á Íslandi,“ segir Haukur. Norræn endurreisn Hann segir að á þessum tíma vakni mikill áhugi á norrænum miðöldum yfir alla Evrópu. Það sjáist meðal annars á því að Trektarbók var komin til meginlandsins fáeinum áratugum eftir að hún var skrifuð upp. Þar komst hún í eigu fræðimannsins danska Ole Worm, sem Ormsbók er kennd við. Glósur Ole Worm á latínu.Háskólinn í Útrekt Á spássíum handritsins má sjá glósur Ole þar sem hann bar saman textann í Trektarbók og í Ormsbók. Næst er vitað með vissu um handritið 1643 þegar málfræðingurinn Christian Ravius gefur það bókasafninu í Utrecht. Þar hefur handritið verið síðan, þangað til það kom aftur til Íslands nú um helgina. „Mögulegt er að Ravius hafi fengið handritið úr dánarbúi vinar síns, austur-evrópsks málfræðings sem hét Johannes Elichmann. Elichmann hafði kynnt sér norræn fræði og hafði áhuga á því sem segir í Eddu um að Óðinn hafi komið með asískt tungumál til Norður-Evrópu. Elichmann stundaði rannsóknir á skyldleika evrópskra og asískra mála og voru bollaleggingar hans meðal undanfara indó-evrópskrar samanburðarmálfræði,“ segor Haukur. Haukur Þorgeirsson rannsóknarprófessor fjallar um sögu handritsins og gildi þess og hefst erindið kl. 12 í fyrirlestrasal Eddu. Íslensk fræði Íslensk tunga Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Af tilefni handritaskiptanna mun Haukur Þorgeirsson rannsóknarprófessor fjalla um Trektarbók klukkan tólf að hádegi í Eddu á morgun. Hann segir Trektarbók marka kaflaskil í viðhorfi Íslendinga og Evrópubúa til norrænna miðaldafræða og að hún sé fyrsta ummerki um fræðimannsleg viðhorf til bókmenntaarfs Íslendinga. Haukur Þorgeirsson er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.Árnastofnun Trektarbók er eitt hinna fjögurra svokallaðra meginhandrita Snorra-Eddu. Það eru þau handrit sem heillegust og best varðveitt eru og af þeim er aðeins eitt í vörslu hér á Íslandi. Það er Konungsbók Snorra-Eddu, sem er ekki sama bók og Konungsbók Eddukvæða. Hin þrjú eru Ormsbók sem varðveitt er við Árnastofnun í Kaupmannahöfn, Uppsalabók sem er eins og nafnið gefur til kynna varðveitt í Svíþjóð og loks Trektarbók sem hefur verið geymd í háskólabókasafninu í Útrekt frá miðbiki sautjándu aldarinnar. Mótsagnakennd í forneskju sinni Líkt og Haukur Þorgeirsson kemst að orði er ákveðin mótsögn fólgin í þessari skinnbók. Nefnilega sú að þrátt fyrir að þetta sé yngsta meginhandritið sem við eigum hefur það að geyma fornlegustu og upphaflegustu útgáfu Snorra-Eddu. Af henni eru varðveitt sjö skinnhandrit frá fjórtándu og fimmtándu öld en engin tvö þessara handrita innihalda nákvæmlega sama efnið því að verkið var í stöðugri þróun og endursköpun eins og algengt er um kennslubækur. „Það kemur til af því að það er afritað á 16. öld eftir handriti sem er frá 13. öld,“ segir Haukur. Trektarbók skartar þannig mörgum fornlegum einkennum sem bera vott um vandaða uppskrift skrifarans. Það sést strax í fyrstu línu þar sem orðið síðan kemur fyrir og er það skrifað með þorni, <siþan>, frekar en með déi, <sidan>, líkt og var viðtekin stafsetning þegar handritið er ritað. Þriðja orð fyrstu línu er <ſiþan> en <ſ> er forn ritháttur ess í upphafi orðs.Trektarbók Páll í Þernuvík í Ísafjarðardjúpi skrifaði Trektarbók undir lok sextándu aldar og tekur Haukur fram að blómlegt fræðastarf hafi þá verið við Ísafjarðardjúp líkt og nú. Jón arason í Vatnsfirði eignaðist Trektarbók árið 1626 og hann fór með bókina til Kaupmannahafnar. Trektarbók er einnig einstök að því leyti að hún er pappírshandrit en ekki skinnbók. Í handritinu birtist skýrt að viðhorf skrifarans til textans er af nýjum toga en sá sem birtist í eldri uppskriftum. Aðferðin sem notuð var við afritunina minni á aðferðir fræðimanna að því leytinu til að það er greinilega lagt mikið upp úr því að uppskriftin sé eins nálægt forritinu og hægt er. „Þessa bok a eg Jon Gissurson“Háskólinn í Útrekt „Skrifarinn virðist hafa reynt að afrita orð fyrir orð og jafnvel að verulegu leyti staf fyrir staf, eins og fræðimaður afritar. Það er ólíkt því sem miðaldaskrifarar gerðu. Þeir voru vanir að uppfæra tungumálið að sinni eigin venju. Þeir héldu ekki gömlum orðmyndum úr forritinu heldur notuðu sína eigin stafsetningu. Trektarbók er fyrsta merkið sem við höfum um fræðilegan áhuga á miðöldum á Íslandi,“ segir Haukur. Norræn endurreisn Hann segir að á þessum tíma vakni mikill áhugi á norrænum miðöldum yfir alla Evrópu. Það sjáist meðal annars á því að Trektarbók var komin til meginlandsins fáeinum áratugum eftir að hún var skrifuð upp. Þar komst hún í eigu fræðimannsins danska Ole Worm, sem Ormsbók er kennd við. Glósur Ole Worm á latínu.Háskólinn í Útrekt Á spássíum handritsins má sjá glósur Ole þar sem hann bar saman textann í Trektarbók og í Ormsbók. Næst er vitað með vissu um handritið 1643 þegar málfræðingurinn Christian Ravius gefur það bókasafninu í Utrecht. Þar hefur handritið verið síðan, þangað til það kom aftur til Íslands nú um helgina. „Mögulegt er að Ravius hafi fengið handritið úr dánarbúi vinar síns, austur-evrópsks málfræðings sem hét Johannes Elichmann. Elichmann hafði kynnt sér norræn fræði og hafði áhuga á því sem segir í Eddu um að Óðinn hafi komið með asískt tungumál til Norður-Evrópu. Elichmann stundaði rannsóknir á skyldleika evrópskra og asískra mála og voru bollaleggingar hans meðal undanfara indó-evrópskrar samanburðarmálfræði,“ segor Haukur. Haukur Þorgeirsson rannsóknarprófessor fjallar um sögu handritsins og gildi þess og hefst erindið kl. 12 í fyrirlestrasal Eddu.
Íslensk fræði Íslensk tunga Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira