Innlent

Mönnum bjargað úr Skyndidalsá

Um klukkan 12:30 var björgunarfélag Hornafjarðar kallað út vegna manna sem voru fastir á bílaleigubíl í Skyndidalsá sem rennur í Jökulsá í Lóni. Mennirnir voru komnir upp á þak bílaleigubílsins sem þeir höfðu fest í ánni. Skyndidalsá er mjög straumþung þar sem bíllin festist. Þegar björgunarmenn komu á vettvang óku þeir út í ána á öflugum björgunarsveitarbíl og björguðu mönnunum af þaki bílsins. Nú er unnið að því að bjarga bílnum í land. Slysavarnafélagið Landsbjörg vill koma því ferðafólks sem ætla sér að fara yfir jökulár að flestar eru þær í miklum vexti um þessar mundir og geta verið varhugaverðar yfirferðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×