Innlent

Þrjú þúsund komin til Eyja

Hátt í þrjú þúsund manns voru komin til Vestmannaeyja þegar blaðið var sent í prentun í gærkvöld, en búist er við 8-10.000 gestum þar um helgina. Allt hefur þó farið vel fram. "Þetta eru allt saman góðir krakkar sem eru komnir," sagði lögreglumaður í Eyjum sem rætt var við í gær. "Það er ekkert að gera hjá okkur." Mjög gott veður var þar í gær. Á Akureyri hefur fólk einnig verið að tínast í bæinn, en einnig er búist við miklu fjölmenni þar. Verið var að setja upp tívolí á hafnarbakkanum þar í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×