Innlent

Skemmtiferðaskip á Ísafirði

Skipið er tæp 29.000 tonn og að öllu jöfnu hefði svo stórt skip þurft að leggjast við ankeri á Skutulsfirði, en þar sem Sundahöfnin hefur verið dýpkuð gat það lagst þar að. „Seven Seas Navigator er fyrsta skipið sem leggst að bryggju eftir að dýpkunarframkvæmdunum lauk og nýtur góðs af þeim. Það hefði ekki getað lagst að bryggju áður“, segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar. Um borð eru um 400 farþegar sem flestir eru af bandarísku bergi brotnir. Skipið siglir undir fána Bahamaseyjanna og er þetta fyrsta heimsókn þess til Ísafjarðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×