Innlent

Stuggað við blaðamanni

Íslenskur lögreglumaður stuggaði síðdegis í gær við blaðamanni Víkurfrétta þar sem hann beið skammt frá afleggjaranum upp að aðalhliði varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli, eftir að bílalest með vígtólum Clint Eastwoods æki þar um. Ætlaði hann að mynda lestina. Lögreglumaðurinn gaf þá skýringu að herlögreglumenn grunaði blaðamanninn um að vera sjálfsmorðshryðjuverkamann, og því hafi hann verið sendur til að stugga við honum. Setti óhug að blaðamanninum, minnugum þess að Lundúnalögreglan skaut nýverið mann til bana að ósekju,- grunaðan um hryðjuverkaárás.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×