Fleiri fréttir Sharon vill sleppa fleiri föngum Ariel Sharon, forsætisráðherrra Ísraels, greindi frá því í dag að hann hygðist leggja það til við ríkisstjórn sína að sleppa 400 palestínskum föngum í frekari viðleitni til þess að koma friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Sharon er nú staddur í Washington og á fundi með bandarískum stuðningsmönnum Ísraels í dag lýsti hann því enn fremur yfir að traustið milli Ísraela og Palestínumanna myndi aukast ef fyrirhugaður brottflutningur gyðinga úr landnemabyggðum á Gasaströndinni myndi heppnast vel. 24.5.2005 00:01 Rýma byggðir vegna eldgoss Stjórnvöld í Kólumbíu gáfu út fyrirmæli um það í dag að um níu þúsund íbúar í hlíðum eldfjallsins Galeras skyldu fluttir á brott þar sem vísindamenn búast við að fjallið fari að gjósa. Nokkur skjálftavirkni hefur verið á svæðinu og telja vísindamenn að gos geti hafist innan nokkurra daga eða vikna. 24.5.2005 00:01 Dæmd fyrir skjalafals 24.5.2005 00:01 Afstaða VG skiptir engu máli Ég geri ráð fyrir því að sjálfstæðismenn muni vilja vera með í meirihluta í stjórninni um mál af þessu tagi því það þætti nýmælisvert ef þeir leggðust gegn stóriðju og ekki síst þar sem um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir Reykjanesbæ, segir Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. 24.5.2005 00:01 Hátt í 100 á spítala vegna veiki Þeir nálgast hundraðið, sem lagðir hafa verið inn á sjúkrahús í Noregi vegna gruns um hermannaveiki. Veikin sem blossaði upp í Fredrikstad er alvarlegasta tilfelli hennar á Norðurlöndum í mörg ár. 24.5.2005 00:01 Stakk þrjá menn á lestarstöð Maður vopnaður hnífi gekk berserksgang á neðanjarðarlestarstöð í Stokkhólmi í gærkvöld og stakk þrjá menn. Einn þeirra er illa særður. Vitni segja að þær fimmtán mínútur sem liðu áður en lögregla náði að handsama manninn hafi verið líkastar martröð. Ekki er ár liðið síðan sami maður stakk fólk á annarri lestarstöð í borginni. 24.5.2005 00:01 Leigumóðir seldi barn á Netinu Belgísk leigumóðir seldi þriðja aðila barnið á Netinu án vitundar blóðforeldranna. Þá hafði hún reynt að koma barninu í verð hjá enn öðru pari. 24.5.2005 00:01 Fjórir eða fimm kærðir vegna slyss Fjórir eða fimm menn hafa verið ákærðir af ríkissaksóknara vegna banaslyss sem varð við Kárahnjúkastíflu í mars á síðasta ári. Mennirnir eru starfsmenn Impregilo, Arnarfells og VIJV sem sér um eftirlit með svæðinu sem slysið varð á. 24.5.2005 00:01 Ormagöngin óhentug Breskir og bandarískir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að svonefnd ormagöng séu ekki hentug til tímaferðalaga. 24.5.2005 00:01 Kalam kemur í heimsókn Dr. A.P.J. Abdul Kalam, forseti Indlands, kemur í opinbera heimsókn til Íslands í boði forseta Íslands á sunnudaginn kemur og mun dvelja hér til 1. júní. 24.5.2005 00:01 Tölvuþrjótar gerast æ kræfari Tölvuþrjótar hafa fundið enn eina aðferðina til að gera tölvunotendum lífið leitt. Til viðbótar við vírus- og ormasendingar eru þeir farnir að ástunda að læsa skjölum í tölvum fólks og heimta lausnargjald fyrir að opna þau aftur. 24.5.2005 00:01 Al-Zarqawi sagður særður Á vefsíðu sem al-Kaída í Írak hefur notað til að birta yfirlýsingar sínar birtust í gær fregnir um að Jórdaninn Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi þeirra, hefði særst í árás. 24.5.2005 00:01 Barnaklámhringur upprættur Ítalska lögreglan handtók í gær 186 menn sem grunaðir eru um að tilheyra barnaklámhring. Í hópnum eru þrír kaþólskir prestar. 24.5.2005 00:01 Vígvæðingin heldur áfram Herskáir hópar norður-írskra lýðveldissinna ráða enn í sínar raðir menn sem þeir síðan þjálfa í vopnaburði og meðferð sprengiefna. 24.5.2005 00:01 Rauði krossinn safnar erlendu fé Þeir sem eiga afgangsklínk og seðla frá útlöndum í krukkum geta nú komið því frá sér og stutt hjálparstarf í leiðinni. Næstu daga safna Sparisjóðurinn og Íslandspóstur erlendri mynt og seðlum fyrir Rauða krossinn. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra og Selma Björnsdóttir söngkona sýndu gott fordæmi þegar söfnunin var kynnt í dag og færðu Rauða krossinum afgangsmynt frá Kína og Úkraínu. Söfnunarumslögum verður dreift í hús á næstu dögum. 24.5.2005 00:01 Sprengt við stúlknaskóla Ofbeldið í Írak hélt áfram í gær sem aldrei fyrr. Sex Írakar dóu í sprengingu fyrir utan barnaskóla í Bagdad í gær og sjö bandarískir hermenn biðu bana í árásum í eða við höfuðborgina. 24.5.2005 00:01 800 þúsund börn týnast árlega Tvö óhugnanleg sakamál þar sem börn eru fórnarlömbin hafa vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar að undanförnu. Slíkir harmleikir eru þó því miður ekki einsdæmi. 24.5.2005 00:01 Töldu sig hafna yfir lög Hæstiréttur Pitcairn-eyju hefur hafnað beiðni sex manna á Pitcairn-eyju í Kyrrahafi um að máli þeirra verði vísað frá. 24.5.2005 00:01 Ráðist gegn ópíumbændum Eftir að hafa sætt ámæli fyrir að draga lappirnar í baráttunni við ópíumræktendur hafa afgönsk yfirvöld blásið til stórsóknar síðustu daga. 24.5.2005 00:01 Reyndu að bera klæði á vopnin Leiðtogar rétttrúnaðarkirkjunnar settust í gær á rökstóla í Istanbúl, hinni fornu höfuðborg aust-rómverska keisaradæmisins, og reyndu að leysa þann djúpstæða ágreining sem ríkir í orþódoxu kirkjunni í Ísrael. 24.5.2005 00:01 Hugsanlega engin niðursveifla Niðursveiflan sem spáð hafði verið í efnahagslífinu kemur alls ekki eða seinkar að minnsta kosti um nokkur ár. Þetta telur fjármálaráðherra að gæti gerst í ljósi mikils áhuga á frekari stóriðjuframkvæmdum. 24.5.2005 00:01 Selma og Sigríður Anna gáfu klink Selma Björnsdóttir söngkona og Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra gáfu í gær Rauða krossi Íslands afgangsklink og seðla frá ferðum sínum til Úkraínu og Kína. 24.5.2005 00:01 Borgin fær engan frest Áfrýjunarnefnd samkeppnismála felldi úr gildi frest sem samkeppnisráð hafði veitt Reykjavíkurborg til að skipta upp starfsemi Upplýsingamiðstöðvar ferðamála og bjóða hluta af starfseminni út. Að öðru leyti staðfesti áfrýjunarnefndin úrskurð samkeppnisráðs. 24.5.2005 00:01 Sendiherrar mótmæla hvalveiðum Sendiherrar Bretlands, Frakklands og Þýskalands sendu utanríkisráðuneytinu yfirlýsingu í gær þar sem þeir lýsa andstöðu sinni við tillögur Hafrannsóknarstofnunar um veiðar á 39 hrefnum í vísindaskyni á þessu ári. 24.5.2005 00:01 Bjallað eftir bununni Nú vinna starfsmenn Reykjavíkurborgar að því hörðum höndum að koma fyrir nýjum gosbrunni í tjörninni. Þessi nýji gosbrunnur er þýsk gæðasmíði að sögn Arnar Sigurðssonar staðgengils sviðsstjóra umhverfissviðs. 24.5.2005 00:01 Flutt á sjúkrahús eftir bílveltu Tvær konur og tvö börn sluppu vel þegar bifreið sem þau voru farþegar í valt við Sólheimaveg um klukkan þrjú í gær. Önnur konan var send til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi en aðrir sluppu ómeiddir. 24.5.2005 00:01 Slapp ótrúlega vel í ljótu slysi Maðurinn sem slapp ótrúlega vel eftir að vörubíll hans valt á Þjórsárdalsvegi á sunnudag hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þetta er í annað skiptið á ævinni sem hann sleppur svona vel frá alvarlegu slysi. 24.5.2005 00:01 Aukinn stuðningur geri bæinn betri Fyrsta verk Gunnars Einarssonar, nýs bæjarstjóra í Garðabæ, var að tilkynna um auknar niðurgreiðslur með börnum hjá dagforeldrum og í einkareknum leikskólum. Tímamótaskref til að gera bæinn betri, segir Gunnar. 24.5.2005 00:01 Segir rangfærslur í grein um lónið Framkvæmdastjóri Bláa lónsins er afar ósáttur við umfjöllun blaðakonunnar Susan d'Arcy í The Sunday Times um helgina, sem segir lónið meðal ofmetnustu ferðamannastaða heims. Hann segir hana vera með hreinar rangfærslur í greininni. 24.5.2005 00:01 Guðmundur elstur íslenskra karla Íslenskir karlmenn verða karla elstir í heiminum. Meðalaldur þeirra er nú kominn upp í 79 ár. Aldursforsetinn er Guðmundur Daðason en hann verður 105 ára síðar á árinu. 24.5.2005 00:01 Vikulegt leiguflug til Köben Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic á Akureyri hóf í kvöld vikulegt leiguflug milli Kaupmannahafnar og Egilsstaða, en flugvélin fer aftur til Kaupmannahafnar klukkan 7.30 í fyrramálið. 24.5.2005 00:01 Fleiri Norðmenn fá hermannaveiki Íslensk heilbrigðisyfirvöld segja enga ástæðu til aðgerða hér á landi enda smitast veikin ekki milli manna. Einstök tilfelli koma upp árlega á Íslandi en hópsýking hefur ekki komið upp í meira en áratug. 24.5.2005 00:01 VG vill ekki álver í Helguvík Vinstri-grænir í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ætla ekki að fallast á að fyrirtækið selji raforku til fyrirhugaðs álvers í Helguvík í landi Reykjanesbæjar. Fulltrúi sjálfstæðismanna segir málið dæmi um vandræðagang R-listans. 24.5.2005 00:01 Ráðherra rauf heimsókn til Japans Wu Yi, varaforsætisráðherra Kína, rauf skyndilega opinbera heimsókn sína til Japans á mánudag og afboðaði fund sem þá stóð til að hún ætti með Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans. Innt eftir skýringum á þessu tilgreindi Kínastjórn í gær reiði vegna heimsókna japanskra ráðamanna í hof þar sem minning japanskra herforingja er heiðruð. 24.5.2005 00:01 NATO býður aðstoð í Darfur Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, greindi frá því í gær að bandalagið hefði ákveðið að bjóða Afríkusambandinu (AU) ýmsa aðstoð við friðargæsluverkefni þess í Darfur-héraði í Súdan. 24.5.2005 00:01 Lafontaine genginn úr SPD Oskar Lafontaine, sem var lengi einn helsti forystumaður þýska jafnaðarmannaflokksins SPD, hefur sagt sig úr flokknum og hyggst bjóða sig fram fyrir klofningsframboð vinstrisinna í boðuðum kosningum til Sambandsþingsins. 24.5.2005 00:01 Tugir segja sig úr Samfylkingunni Allt að þrjátíu félagsmenn hafa sagt sig úr Samfylkingunni að loknum landsfundi flokksins um síðustu helgi. Ingvar Sverrisson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, segir töluna ekki nákvæma og ómögulegt sé að ráða í ástæður fólks fyrir úrsögn. 24.5.2005 00:01 Málflutningi lokið í Jackson-máli Verjendur Michaels Jackson luku málflutningi sínum fyrir rétti í gær, eftir að hafa kallað 50 vitni fyrir hann á þremur vikum. Síðasta vitnið var leikarinn Chris Tucker. Næstsíðastur var spjallþáttastjórnandinn frægi Jay Leno, sem mætti fyrir réttinn á þriðjudag. 24.5.2005 00:01 Krafist bankaábyrgðar Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ kröfðu þá sem sóttu um byggingalóðir í Tröllateigshverfi árið 2003 um bankaábyrgð. Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri segir ánægju hafa ríkt um þessa ákvörðun. 24.5.2005 00:01 Fisi lent við Litlu kaffistofuna Lögreglunni á Selfossi barst í gærkvöld tilkynning um að svonefndu fisi, vélknúinni svifflugvél, hefði verið lent við Litlu kaffistofuna. Að sögn lögreglu mátti gera ráð fyrir að vélinni hefði verið lent þarna í neyð, en þegar lögregla kom á staðinn var vélin á bak og burt.Virtist sem flugmaðurinn hefði lent til að taka bensín. 24.5.2005 00:01 Yfir hundrað þúsund fyrir rauðvín Karlmaður á fertugsaldri, sem pantaði sér rauðvínsflösku á Kaffi Reykjavík í janúar á þessu ári, hefur verið dæmdur fyrir að borga ekki flöskuna. 24.5.2005 00:01 Sprengingar í bíóum í Nýju-Delí Að minnsta kosti tveir létu lífið og tugir slösuðust þegar tvær sprengjur sprungu í tveimur kvikmyndahúsum í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, í morgun. Sprengjurnar sprungu með fimmtán mínútna millibili en verið var að sýna sömu myndina í bíóunum tveimur, umdeilda trúarmynd sem fordæmd hefur verið af trúarleiðtogum sikha. 23.5.2005 00:01 Sprengjuárás á bæjarskrifstofu Að minnsta kosti fimm létust og 18 særðust þegar sprengja sprakk fyrir utan skrifstofu bæjarstjóra í bænum Tuz Khurmatu í Írak í morgun. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í bíl sem lagt hafði verið fyrir framan bæjarstjórnarskrifstofurnar en bæjarstjórann sjálfan sakaði þó ekki. 23.5.2005 00:01 Ráðgjafi al-Jaafaris drepinn Ráðgjafi Ibrahims al-Jaafaris, forsætisráðherra Íraks, var skotinn til bana í morgun. Bílstjóri hans dó einnig. Uppreisnarmenn hafa í auknum mæli gert írakska embættismenn að skotmörkum sínum eftir að tilkynnt var um nýja ríkisstjórn í landinu í síðasta mánuði. Þá dóu þrír bandarískir hermenn í gær tveimur árásum uppreisnarmanna. 23.5.2005 00:01 Starfsmenn BBC í verkfall Fréttamenn og aðrir starfsmenn breska ríkisútvarpsins, BBC, hófu í morgun sólarhringsverkfall til að mótmæla fækkun starfsfólks hjá stofnuninni. Til stendur að fækka störfum um fimmtung eða um alls fjögur þúsund. Verkfallið þýðir að ýmsir þættir sem eru í beinni útsendingu hjá BBC falla niður. 23.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Sharon vill sleppa fleiri föngum Ariel Sharon, forsætisráðherrra Ísraels, greindi frá því í dag að hann hygðist leggja það til við ríkisstjórn sína að sleppa 400 palestínskum föngum í frekari viðleitni til þess að koma friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Sharon er nú staddur í Washington og á fundi með bandarískum stuðningsmönnum Ísraels í dag lýsti hann því enn fremur yfir að traustið milli Ísraela og Palestínumanna myndi aukast ef fyrirhugaður brottflutningur gyðinga úr landnemabyggðum á Gasaströndinni myndi heppnast vel. 24.5.2005 00:01
Rýma byggðir vegna eldgoss Stjórnvöld í Kólumbíu gáfu út fyrirmæli um það í dag að um níu þúsund íbúar í hlíðum eldfjallsins Galeras skyldu fluttir á brott þar sem vísindamenn búast við að fjallið fari að gjósa. Nokkur skjálftavirkni hefur verið á svæðinu og telja vísindamenn að gos geti hafist innan nokkurra daga eða vikna. 24.5.2005 00:01
Afstaða VG skiptir engu máli Ég geri ráð fyrir því að sjálfstæðismenn muni vilja vera með í meirihluta í stjórninni um mál af þessu tagi því það þætti nýmælisvert ef þeir leggðust gegn stóriðju og ekki síst þar sem um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir Reykjanesbæ, segir Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. 24.5.2005 00:01
Hátt í 100 á spítala vegna veiki Þeir nálgast hundraðið, sem lagðir hafa verið inn á sjúkrahús í Noregi vegna gruns um hermannaveiki. Veikin sem blossaði upp í Fredrikstad er alvarlegasta tilfelli hennar á Norðurlöndum í mörg ár. 24.5.2005 00:01
Stakk þrjá menn á lestarstöð Maður vopnaður hnífi gekk berserksgang á neðanjarðarlestarstöð í Stokkhólmi í gærkvöld og stakk þrjá menn. Einn þeirra er illa særður. Vitni segja að þær fimmtán mínútur sem liðu áður en lögregla náði að handsama manninn hafi verið líkastar martröð. Ekki er ár liðið síðan sami maður stakk fólk á annarri lestarstöð í borginni. 24.5.2005 00:01
Leigumóðir seldi barn á Netinu Belgísk leigumóðir seldi þriðja aðila barnið á Netinu án vitundar blóðforeldranna. Þá hafði hún reynt að koma barninu í verð hjá enn öðru pari. 24.5.2005 00:01
Fjórir eða fimm kærðir vegna slyss Fjórir eða fimm menn hafa verið ákærðir af ríkissaksóknara vegna banaslyss sem varð við Kárahnjúkastíflu í mars á síðasta ári. Mennirnir eru starfsmenn Impregilo, Arnarfells og VIJV sem sér um eftirlit með svæðinu sem slysið varð á. 24.5.2005 00:01
Ormagöngin óhentug Breskir og bandarískir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að svonefnd ormagöng séu ekki hentug til tímaferðalaga. 24.5.2005 00:01
Kalam kemur í heimsókn Dr. A.P.J. Abdul Kalam, forseti Indlands, kemur í opinbera heimsókn til Íslands í boði forseta Íslands á sunnudaginn kemur og mun dvelja hér til 1. júní. 24.5.2005 00:01
Tölvuþrjótar gerast æ kræfari Tölvuþrjótar hafa fundið enn eina aðferðina til að gera tölvunotendum lífið leitt. Til viðbótar við vírus- og ormasendingar eru þeir farnir að ástunda að læsa skjölum í tölvum fólks og heimta lausnargjald fyrir að opna þau aftur. 24.5.2005 00:01
Al-Zarqawi sagður særður Á vefsíðu sem al-Kaída í Írak hefur notað til að birta yfirlýsingar sínar birtust í gær fregnir um að Jórdaninn Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi þeirra, hefði særst í árás. 24.5.2005 00:01
Barnaklámhringur upprættur Ítalska lögreglan handtók í gær 186 menn sem grunaðir eru um að tilheyra barnaklámhring. Í hópnum eru þrír kaþólskir prestar. 24.5.2005 00:01
Vígvæðingin heldur áfram Herskáir hópar norður-írskra lýðveldissinna ráða enn í sínar raðir menn sem þeir síðan þjálfa í vopnaburði og meðferð sprengiefna. 24.5.2005 00:01
Rauði krossinn safnar erlendu fé Þeir sem eiga afgangsklínk og seðla frá útlöndum í krukkum geta nú komið því frá sér og stutt hjálparstarf í leiðinni. Næstu daga safna Sparisjóðurinn og Íslandspóstur erlendri mynt og seðlum fyrir Rauða krossinn. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra og Selma Björnsdóttir söngkona sýndu gott fordæmi þegar söfnunin var kynnt í dag og færðu Rauða krossinum afgangsmynt frá Kína og Úkraínu. Söfnunarumslögum verður dreift í hús á næstu dögum. 24.5.2005 00:01
Sprengt við stúlknaskóla Ofbeldið í Írak hélt áfram í gær sem aldrei fyrr. Sex Írakar dóu í sprengingu fyrir utan barnaskóla í Bagdad í gær og sjö bandarískir hermenn biðu bana í árásum í eða við höfuðborgina. 24.5.2005 00:01
800 þúsund börn týnast árlega Tvö óhugnanleg sakamál þar sem börn eru fórnarlömbin hafa vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar að undanförnu. Slíkir harmleikir eru þó því miður ekki einsdæmi. 24.5.2005 00:01
Töldu sig hafna yfir lög Hæstiréttur Pitcairn-eyju hefur hafnað beiðni sex manna á Pitcairn-eyju í Kyrrahafi um að máli þeirra verði vísað frá. 24.5.2005 00:01
Ráðist gegn ópíumbændum Eftir að hafa sætt ámæli fyrir að draga lappirnar í baráttunni við ópíumræktendur hafa afgönsk yfirvöld blásið til stórsóknar síðustu daga. 24.5.2005 00:01
Reyndu að bera klæði á vopnin Leiðtogar rétttrúnaðarkirkjunnar settust í gær á rökstóla í Istanbúl, hinni fornu höfuðborg aust-rómverska keisaradæmisins, og reyndu að leysa þann djúpstæða ágreining sem ríkir í orþódoxu kirkjunni í Ísrael. 24.5.2005 00:01
Hugsanlega engin niðursveifla Niðursveiflan sem spáð hafði verið í efnahagslífinu kemur alls ekki eða seinkar að minnsta kosti um nokkur ár. Þetta telur fjármálaráðherra að gæti gerst í ljósi mikils áhuga á frekari stóriðjuframkvæmdum. 24.5.2005 00:01
Selma og Sigríður Anna gáfu klink Selma Björnsdóttir söngkona og Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra gáfu í gær Rauða krossi Íslands afgangsklink og seðla frá ferðum sínum til Úkraínu og Kína. 24.5.2005 00:01
Borgin fær engan frest Áfrýjunarnefnd samkeppnismála felldi úr gildi frest sem samkeppnisráð hafði veitt Reykjavíkurborg til að skipta upp starfsemi Upplýsingamiðstöðvar ferðamála og bjóða hluta af starfseminni út. Að öðru leyti staðfesti áfrýjunarnefndin úrskurð samkeppnisráðs. 24.5.2005 00:01
Sendiherrar mótmæla hvalveiðum Sendiherrar Bretlands, Frakklands og Þýskalands sendu utanríkisráðuneytinu yfirlýsingu í gær þar sem þeir lýsa andstöðu sinni við tillögur Hafrannsóknarstofnunar um veiðar á 39 hrefnum í vísindaskyni á þessu ári. 24.5.2005 00:01
Bjallað eftir bununni Nú vinna starfsmenn Reykjavíkurborgar að því hörðum höndum að koma fyrir nýjum gosbrunni í tjörninni. Þessi nýji gosbrunnur er þýsk gæðasmíði að sögn Arnar Sigurðssonar staðgengils sviðsstjóra umhverfissviðs. 24.5.2005 00:01
Flutt á sjúkrahús eftir bílveltu Tvær konur og tvö börn sluppu vel þegar bifreið sem þau voru farþegar í valt við Sólheimaveg um klukkan þrjú í gær. Önnur konan var send til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi en aðrir sluppu ómeiddir. 24.5.2005 00:01
Slapp ótrúlega vel í ljótu slysi Maðurinn sem slapp ótrúlega vel eftir að vörubíll hans valt á Þjórsárdalsvegi á sunnudag hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þetta er í annað skiptið á ævinni sem hann sleppur svona vel frá alvarlegu slysi. 24.5.2005 00:01
Aukinn stuðningur geri bæinn betri Fyrsta verk Gunnars Einarssonar, nýs bæjarstjóra í Garðabæ, var að tilkynna um auknar niðurgreiðslur með börnum hjá dagforeldrum og í einkareknum leikskólum. Tímamótaskref til að gera bæinn betri, segir Gunnar. 24.5.2005 00:01
Segir rangfærslur í grein um lónið Framkvæmdastjóri Bláa lónsins er afar ósáttur við umfjöllun blaðakonunnar Susan d'Arcy í The Sunday Times um helgina, sem segir lónið meðal ofmetnustu ferðamannastaða heims. Hann segir hana vera með hreinar rangfærslur í greininni. 24.5.2005 00:01
Guðmundur elstur íslenskra karla Íslenskir karlmenn verða karla elstir í heiminum. Meðalaldur þeirra er nú kominn upp í 79 ár. Aldursforsetinn er Guðmundur Daðason en hann verður 105 ára síðar á árinu. 24.5.2005 00:01
Vikulegt leiguflug til Köben Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic á Akureyri hóf í kvöld vikulegt leiguflug milli Kaupmannahafnar og Egilsstaða, en flugvélin fer aftur til Kaupmannahafnar klukkan 7.30 í fyrramálið. 24.5.2005 00:01
Fleiri Norðmenn fá hermannaveiki Íslensk heilbrigðisyfirvöld segja enga ástæðu til aðgerða hér á landi enda smitast veikin ekki milli manna. Einstök tilfelli koma upp árlega á Íslandi en hópsýking hefur ekki komið upp í meira en áratug. 24.5.2005 00:01
VG vill ekki álver í Helguvík Vinstri-grænir í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ætla ekki að fallast á að fyrirtækið selji raforku til fyrirhugaðs álvers í Helguvík í landi Reykjanesbæjar. Fulltrúi sjálfstæðismanna segir málið dæmi um vandræðagang R-listans. 24.5.2005 00:01
Ráðherra rauf heimsókn til Japans Wu Yi, varaforsætisráðherra Kína, rauf skyndilega opinbera heimsókn sína til Japans á mánudag og afboðaði fund sem þá stóð til að hún ætti með Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans. Innt eftir skýringum á þessu tilgreindi Kínastjórn í gær reiði vegna heimsókna japanskra ráðamanna í hof þar sem minning japanskra herforingja er heiðruð. 24.5.2005 00:01
NATO býður aðstoð í Darfur Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, greindi frá því í gær að bandalagið hefði ákveðið að bjóða Afríkusambandinu (AU) ýmsa aðstoð við friðargæsluverkefni þess í Darfur-héraði í Súdan. 24.5.2005 00:01
Lafontaine genginn úr SPD Oskar Lafontaine, sem var lengi einn helsti forystumaður þýska jafnaðarmannaflokksins SPD, hefur sagt sig úr flokknum og hyggst bjóða sig fram fyrir klofningsframboð vinstrisinna í boðuðum kosningum til Sambandsþingsins. 24.5.2005 00:01
Tugir segja sig úr Samfylkingunni Allt að þrjátíu félagsmenn hafa sagt sig úr Samfylkingunni að loknum landsfundi flokksins um síðustu helgi. Ingvar Sverrisson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, segir töluna ekki nákvæma og ómögulegt sé að ráða í ástæður fólks fyrir úrsögn. 24.5.2005 00:01
Málflutningi lokið í Jackson-máli Verjendur Michaels Jackson luku málflutningi sínum fyrir rétti í gær, eftir að hafa kallað 50 vitni fyrir hann á þremur vikum. Síðasta vitnið var leikarinn Chris Tucker. Næstsíðastur var spjallþáttastjórnandinn frægi Jay Leno, sem mætti fyrir réttinn á þriðjudag. 24.5.2005 00:01
Krafist bankaábyrgðar Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ kröfðu þá sem sóttu um byggingalóðir í Tröllateigshverfi árið 2003 um bankaábyrgð. Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri segir ánægju hafa ríkt um þessa ákvörðun. 24.5.2005 00:01
Fisi lent við Litlu kaffistofuna Lögreglunni á Selfossi barst í gærkvöld tilkynning um að svonefndu fisi, vélknúinni svifflugvél, hefði verið lent við Litlu kaffistofuna. Að sögn lögreglu mátti gera ráð fyrir að vélinni hefði verið lent þarna í neyð, en þegar lögregla kom á staðinn var vélin á bak og burt.Virtist sem flugmaðurinn hefði lent til að taka bensín. 24.5.2005 00:01
Yfir hundrað þúsund fyrir rauðvín Karlmaður á fertugsaldri, sem pantaði sér rauðvínsflösku á Kaffi Reykjavík í janúar á þessu ári, hefur verið dæmdur fyrir að borga ekki flöskuna. 24.5.2005 00:01
Sprengingar í bíóum í Nýju-Delí Að minnsta kosti tveir létu lífið og tugir slösuðust þegar tvær sprengjur sprungu í tveimur kvikmyndahúsum í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, í morgun. Sprengjurnar sprungu með fimmtán mínútna millibili en verið var að sýna sömu myndina í bíóunum tveimur, umdeilda trúarmynd sem fordæmd hefur verið af trúarleiðtogum sikha. 23.5.2005 00:01
Sprengjuárás á bæjarskrifstofu Að minnsta kosti fimm létust og 18 særðust þegar sprengja sprakk fyrir utan skrifstofu bæjarstjóra í bænum Tuz Khurmatu í Írak í morgun. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í bíl sem lagt hafði verið fyrir framan bæjarstjórnarskrifstofurnar en bæjarstjórann sjálfan sakaði þó ekki. 23.5.2005 00:01
Ráðgjafi al-Jaafaris drepinn Ráðgjafi Ibrahims al-Jaafaris, forsætisráðherra Íraks, var skotinn til bana í morgun. Bílstjóri hans dó einnig. Uppreisnarmenn hafa í auknum mæli gert írakska embættismenn að skotmörkum sínum eftir að tilkynnt var um nýja ríkisstjórn í landinu í síðasta mánuði. Þá dóu þrír bandarískir hermenn í gær tveimur árásum uppreisnarmanna. 23.5.2005 00:01
Starfsmenn BBC í verkfall Fréttamenn og aðrir starfsmenn breska ríkisútvarpsins, BBC, hófu í morgun sólarhringsverkfall til að mótmæla fækkun starfsfólks hjá stofnuninni. Til stendur að fækka störfum um fimmtung eða um alls fjögur þúsund. Verkfallið þýðir að ýmsir þættir sem eru í beinni útsendingu hjá BBC falla niður. 23.5.2005 00:01