Fleiri fréttir Stemma stigu við ofdrykkju Breskum krám og börum verður bannað að vera með svokallað <em>happy hour</em> til að koma í veg fyrir að viðskiptavinirnir verði ofurölvaðir. <em>Happy hour</em> er nokkurs konar útsala á ákveðnum drykkjum á ákveðnum tímum en við slíkar aðstæður freistast margur gesturinn til að drekka meira en hann þolir. Slík ofdrykkja er orðin að meiri háttar vandamáli í Bretlandi og hefur hún leitt til þess að ákveðin svæði í miðborgum eru þannig að aðrir koma ekki þangað á þessum tíma. 23.5.2005 00:01 Sturla frá vegna uppskurðar Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, gekkst undir aðgerð á Landsspítala-Háskólasjúkrahúsi á föstudaginn var vegna brjóskloss í baki. 23.5.2005 00:01 Leitar samkomulags meðal iðnríkja Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hyggst freista þess fyrir fund átta helstu iðnríkja heims í júlí að ná samkomulagi meðal þeirra um stuðning við Afríku og baráttu gegn veðurfarsbreytingum. Frá þessu greindi skrifstofa forsætisráðherrans í dag. Í vikunni mun hann heimsækja Ítali í þessum tilgangi og þá hyggur hann einnig á ferð til Moskvu og Washington. 23.5.2005 00:01 Alifuglar bólusettir í Kína Kínversk stjórnvöld hafa flutt meira en þrjár milljónir skammta af bóluefni gegn fuglaflensu til afskekkts svæðis í landinu eftir að farfuglar fundust dauðir af völdum veirunnar. 23.5.2005 00:01 Fjölmiðlavald fjöldans Fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch segir að rafrænir miðlar sogi til sín æ meira af auglýsingatekjum dagblaðanna. Dagblöð verði að skilja hlutverk sitt sem fréttaveitur óháð gömlu leiðunum til að dreifa fréttum á pappír. Murdoch telur fullvíst að valdið yfir fréttunum, fréttamatinu og því sem fréttamiðlar kalla staðreyndir sé með fínlegum og lúmskum hætti að flytjast frá fjölmiðlunum til almennings. 23.5.2005 00:01 Guðmundur Árni verður sendiherra Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður sendiherra og hættir á Alþingi eftir því sem háttsettar heimildir fréttastofu Byllgjunnar í stjórnkerfinu herma. Talið er að Guðmundur Árni verði sendiherra í Svíþjóð og taki við af Svavari Gestssyni. Hann er sagður flytjast til Danmerkur. Guðmundur Árni hefur ekki viljað tjá sig um málið og svaraði öllum spurningum fréttamanna með því að segja að hann kæmi af fjöllum. 23.5.2005 00:01 Ekki einfalt að flýta kosningum Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, kastar sprengju inn í þýsk stjórnmál með því að fara fram á að kosningar til Sambandsþingsins fari fram ári fyrr en áætlað var. Það eru þó ýmis ljón í veginum fyrir þeim áætlunum. 23.5.2005 00:01 Hálkublettir víða um land Þrátt fyrir að sumarið sé að ganga í garð er ekki sjálfgefið að sumarveðrið fylgi með; samkvæmt Vegagerðinni eru hálkublettir víða um land. Þar á meðal eru hálkublettir á Mývatnsöræfum á Norðausturlandi. Þá er einnig hálka á heiðum á Norðausturlandi, á Fjarðarheiði og á leiðinni til Norðfjarðar yfir Oddsskarð og á Steingrímsfjarðarheiði. 23.5.2005 00:01 Sérframboð leiði til falls Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir að bjóði flokkarnir í R-listasamstarfinu fram sér falli að líkindum meirihlutinn. Borgarfulltrúi R-listans sagði um helgina að það væru helmingslíkur á því að Framsóknarflokkurinn byði fram sér í næstu borgarstjórnarkosningum. 23.5.2005 00:01 Vilja afnema stimpilgjöld Tæplega 95 prósent þáttakenda í vefkönnun sem fram hefur farið á vef Neytendasamtakanna telja að afnemi eigi stimpilgjöld og lýsa samtökin undrun yfir að tillaga um slíkt hafi ekki hlotið brautargengi á Alþingi í vetur. 23.5.2005 00:01 Hreyfing og hollmeti lykillinn Hundruðum milljóna króna er varið á hverju ári í að finna út hvert leyndarmálið að háum aldri sé. Það kemur eflaust ekki á óvart að hollur matur og nægileg hreyfing sé rétta svarið en í þorpinu Bama í Kína, þar sem þessi tvö atriði eru í hávegum höfð, eru yfir 70 manns yfir eitt hundrað ára gamlir. 23.5.2005 00:01 Bílsprengja sprakk við veitingahús Bílsprengja var sprengd við veitingastað í Norður-Bagdad í dag með þeim afleiðingum að fjórir létust og yfir hundrað særðust. Sprengjan sprakk um hádegisbil að staðartíma þegar fjölmargir gestir snæddu þar hádegisverð, en hann er vinsæll meðal sjíta. 23.5.2005 00:01 Gíslum fagnað við heimkomu Það urðu gríðarlegir fagnaðarfundir hjá þremur rúmenskum blaðamönnum og fjölskyldum þeirra í dag þegar blaðamennirnir sneru til síns heima eftir að hafa verið í haldi uppreisnarmanna í Írak í tæpa tvo mánuði. Þremenningunum, sjónvarpsfréttamanni, kvikmyndatökumanni og blaðamanni, var rænt í Bagdad 28. mars ásamt túlki sínum og þess krafist að Rúmenar kölluðu herlið sitt frá Írak, annars yrði fólkið tekið af lífi. 23.5.2005 00:01 Álagning kaupmanna vel rífleg "Þessar niðurstöður koma mér á óvart og sýna að innflytjendur hafa verið ríflegir í allri álagningu sinni," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Nýbirt verðkönnun hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sýnir að tugprósentamunur var á verðum á fatnaði og skóm hérlendis samanborið við þjóðir innan ESB. 23.5.2005 00:01 Hyggjast stofna Vestfjarðaakademíu Til stendur að stofna félag fræðimanna á Vestfjörðum um næstu mánaðamót og hefur það fengið vinnuheitið Vestfjarðaakademían. Að stofnun félagsins standa Ólína Þorvarðardóttir, rektor Menntaskólans á Ísafirði, og Anna Guðrún Edvardsdóttir hjá Náttúrustofu Vestfjarða. 23.5.2005 00:01 Gömul íbúð páfa til sölu á eBay Íbúð sem nýkjörinn páfi, Benedikt sextándi, leigði fyrir um 40 árum nærri borginni Bonn í Þýskalandi er nú boðin til sölu á uppboðsvefnum eBay. Joseph Ratzinger, sem tók sér nafnið Benedikt sextándi eftir páfakjör, bjó í íbúðinni á árunum 1959-1963 þegar hann kenndi guðfræði við háskóla þar í borg. 23.5.2005 00:01 Betra að reykja en vera of þungur Dómsmálaráðuneytið óskar eftir sérstökum heilsufarsupplýsingum séu umsækjendur um ættleiðingu yfir ákveðnum þyngdarstuðli. Er það sagt vegna hættu á æða- og hjartasjúkdómum. Einskis er spurt þótt umsækjandi reyki að sögn kjörföður. </font /></b /> 23.5.2005 00:01 Schröder lætur reyna á stuðning Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hyggst láta reyna á stuðning við ríkisstjórn sína á þýska Sambandsþinginu fyrir 1. júlí næstkomandi, en fyrir þann tíma verður kosið um vantraustsyfirlýsingu sem lögð verður fram. Ákvörðun hans má rekja til stórtaps Jafnaðarmannaflokksins í héraðskosningum í Nordhrein-Westfalen í gær, en þar hefur flokkurinn verið við völd í nærri fjóra áratugi. 23.5.2005 00:01 Upplýsingar fyrir alla Tekið hefur til starfa Upplýsingamiðstöð Heilsugæslunnar. Veitt er ráðgjöf í síma 1700 á dagvinnutíma alla virka daga. 23.5.2005 00:01 Golfvellir flestir þokkalegir "Korpan hefur aldrei komið jafn illa undan vetri og núna auk þess sem veðráttan í maí hefur verið afar slæm," segir Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur. 23.5.2005 00:01 Ekki launaskrið Ekki er um launaskrið að ræða, þótt laun hafi hækkað um 6,7 prósent síðastliðna tólf mánuði og kaupmáttur vaxið um 2,3 prósent, segir Alþýðusamband Íslands. 23.5.2005 00:01 Laura Bush lofar gjörðir Mubaraks Laura Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, hrósaði í dag Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, fyrir að breyta lögum um forsetakjör í landinu. Frú Bush er nú á ferðalagi um Miðausturlönd og heimsótti Egyptaland í dag. Þar lauk hún lofsorði á stjórnarskrárbreytingu sem Egyptar kjósa um á miðvikudaginn og kveður á um að fleiri en einn geti boðið sig fram til forseta. 23.5.2005 00:01 Flúðaskóli hreppti verðlaunin Fjórði bekkur Flúðaskóla hreppti 100 þúsund krónur í verðlaun í teiknimyndsamkeppni meðal fjórðu bekkinga í grunnskólum landsins. 23.5.2005 00:01 Segir launaskrið ekki hafið Alþýðusamband Íslands segir að ekkert bendi til þessað mikið launaskrið sé hafið. Launavísitalan hækkaði um 0,5 prósent milli apríl og maí og síðustu tólf mánuði hafa laun hækkað um 6,7 prósent en á sama tíma hækkaði verðlag um 4,3 prósent. ASÍ segir að enn gæti áhrifa af tvennum kjarasamningsbundnum launahækkunum á almennum markaði, þ.e. við gildistöku nýrra kjarasamninga í mars og apríl í fyrra ásamt hækkunum um þrjú prósent um síðustu áramót. 23.5.2005 00:01 Mikið af gasi fannst við Noreg Gífurlegt magn af gasi hefur fundist undan ströndum Noregs. Er talið að um 60 milljarða rúmmetra sé að ræða og er þetta einn mesti gasfundur sem um getur á þessum slóðum. 23.5.2005 00:01 Skallinn erfist frá mömmu Sköllóttir karlmenn geta nú kennt mæðrum sínum um skallann. Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að það eru gen móðurinnar sem ráða því hvort karlmenn fá skalla eður ei en ekki föðurins eins og áður hefur verið talið. 23.5.2005 00:01 Svíar andvígir NATO aðild <font face="Helv"> </font>Andstæðingum þess að Svíþjóð sæki um aðild að Atlantshafsbandalaginu fer fjölgandi. Ný könnun sýnir að tæpur helmingur sænskra kjósenda er andvígur aðild en fylgjendur eru ekki nema 20 af hundraði og hefur fækkað um tvö prósentustig frá 2003. 23.5.2005 00:01 Göran Persson gegn klámvæðingu Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, vill skera upp herör gegn klámvæðingu sænskra fjölmiðla. Hefur hugmyndum hans verið fálega tekið af fjölmiðlum, sem fullyrða að þetta sé ekkert annað en ósvífin tilraun til ritskoðunar. 23.5.2005 00:01 Fækkar í sænskum framhaldsskólum Svíar hafa vaxandi áhyggjur af því að ungmennum sem ekki ljúka framhaldsskólanámi fer stöðugt fjölgandi. 23.5.2005 00:01 Stórsókn gegn uppreisnarmönnum Bandarískar og afganskar sveitir hafa hrundið af stað þremur viðamiklum aðgerðum í suður- og austurhluta Afganistans til þess að reyna að binda enda á árásir uppreisnarmanna í landinu og auka öryggi borgaranna. Frá þessu greindi Bandaríkjaher í dag. Herinn telur að baráttuþrek uppreisnarmanna úr röðum talibana og bandamanna þeirra sé að þverra og því var ákveðið að hefja stórsókn til þess að hrekja þá úr fylgsnum sínum. 23.5.2005 00:01 Uppröðun listans helsta hindrunin Samfylkingin vill að framboðslisti R-listans verði valinn í opnu prófkjöri. Vistri grænir og Framsókn hafna ekki prófkjöri en vilja halda í jafnræðisreglu flokkanna. Líklegt að óháðir missi sæti sín á listanum. 23.5.2005 00:01 Sjítamoska sprengd í loft upp Bílsprengja sprakk fyrir utan mosku sjíta í bænum Mahmoudiya suður af Bagdad í dag með þeim afleiðingum að fimm létust og 19 særðust, meirihlutinn börn. Reuters-fréttastofan hefur eftir vitnum að sprengingin hafi verið svo öflug að moskan hafi hrunið og létust nokkrir innan dyra. 23.5.2005 00:01 Elgir valda vandræðum í Þrándheimi Tveir elgir ollu nokkrum usla í morgunumferðinni í Þrándheimi í dag en svo virðist sem dýrin hafi villst inn í borgina. Samkvæmt <em>Aftenposten</em> fékk lögreglan í Þrándheimi fjölmargar tilkynningar frá fólki snemma í morgun um ferðir elganna tveggja á vegum sunnan miðbæjarins og munaði minnstu nokkrum sinnum að ekið yrði á þá. 23.5.2005 00:01 Byggingarstjóri er ekki skrautblóm "Byggingarstjóri ber mikla ábyrgð og ef fram koma gallar á húsnæði þá þarf hann að svara fyrir sig. Við höfum ekki mörg dómafordæmi en það eru að koma upp mörg mál núna," segir Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins. 23.5.2005 00:01 Frábær aðsókn "Ég er að undirbúa mig fyrir næstu lotu. Þetta hefur gengið afskaplega vel og það er mikið um að vera," segir Guðrún Kristjánsdóttir, kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík. 23.5.2005 00:01 Vanefndir í Hveragerði Verktakafyrirtækið, sem annaðist framkvæmdir á fjölbýlishúsinu í Grafarholti, hefur nú verið tekið til gjaldþrotaskipta og hefur Guðjón Ægir Sigurjónsson lögmaður verið skipaður skiptastjóri í þrotabúinu. 23.5.2005 00:01 Tjónþolar fá hlut sinn bættan Tryggingafélögin eru bótaskyld ef byggingarstjórar vanrækja skyldur sínar og gerast sekir um brot í starfi. Íbúar í fjölbýlishúsi í Grafarholti segjast hafa orðið fyrir tjóni sem þeir rekja til vanefnda verktakanna sem byggðu húsið og byggingarstjóri gerði ekki athugasemdir við. 23.5.2005 00:01 Fannst á lífi í ruslagámi Átta ára stúlka í Flórída, sem hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi og grafin undir grjóti í ruslagámi, fannst á lífi í dag. Lögregluþjónn sá glitta í hönd stúlkunnar og fótlegg undir grjóthrúgu í gámnum en þá voru sjö klukkustundir liðnar frá því að tilkynnt var um hvarf hennar. Ofbeldismaðurinn, sem hefur viðurkennt glæp sinn, er sautján ára unglingur sem amma stúlkunnar hafði skotið skjólshúsi yfir. 23.5.2005 00:01 Sagðir á leið í sendiherrastörf Guðmundur Árni Stefánsson er að hætta sem alþingismaður til að gerast sendiherra. Sterkur orðrómur er einnig um að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri verði skipaður sendiherra. Heimildarmenn búast við að tilkynnt verði um skipan þeirra nú um mánaðamótin. Báðir segjast hins vegar koma af fjöllum. 23.5.2005 00:01 Rífa hús við Borgartún 17 Þessa dagana er unnið við að rífa niður hús sem stendur við Borgartún 17 en til stendur að tvöfalda höfuðstöðvar Kaupþings banka. Í húsinu voru verkfræði- og arkitektaskrifstofur og í fyrstu stóð til að gera brú á milli hússins og núverandi höfuðstöðva. Húsið sem er 27 ára þykir hins vegar barn síns tíma en lofthæðin þykir ekki næg fyrir tilhlýðilegt loftræstikerfi. 23.5.2005 00:01 Verðlaun afhent Fræðslu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna er nú formlega lokið og voru þeim sem stóðu sig best afhent verðlaun í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum í gær við hátíðlega athöfn. 23.5.2005 00:01 Ný stjórn Samkeppniseftirlitsins Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur skipað nýja stjórn Samkeppniseftirlitsins sem tekur til starfa samkvæmt nýjum lögum þann 1. júlí. 23.5.2005 00:01 Hart sótt að Schröder Jafnaðarmannaflokkur Gerhards Schröders, kanslara, beið afhroð í fylkiskosningum í Nordrhein-Westfalen á sunnudaginn en flokkurinn hefur haldið þar um stjórnartaumana síðan 1966. 23.5.2005 00:01 Starfsmenn BBC í verkfalli Ellefuþúsund frétta- og tæknimenn breska ríkisútvarpsins BBC lögðu niður störf í sólarhring í gær til að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði og einkavæðingu hluta stofnunarinnar. Til stendur að segja upp um 4 þúsund starfsmönnum og spara með því móti rúmlega 350 milljónir pund árlega. 23.5.2005 00:01 Engin gleðistund Breskir bjórsvelgir eiga ekki von á góðu núna. Hópur sem kemur fram fyrir hönd um helmings breskra kráa hefur lýst því yfir að nú eigi að hætta að vera með svokallaðan "Happy-Hour" eða gleðistundir. Þetta er gert í kjölfarið á miklum þrýsingi frá stjórnvöldum sem vilja ekki að almenningur drekki jafn mikið og gert er. 23.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Stemma stigu við ofdrykkju Breskum krám og börum verður bannað að vera með svokallað <em>happy hour</em> til að koma í veg fyrir að viðskiptavinirnir verði ofurölvaðir. <em>Happy hour</em> er nokkurs konar útsala á ákveðnum drykkjum á ákveðnum tímum en við slíkar aðstæður freistast margur gesturinn til að drekka meira en hann þolir. Slík ofdrykkja er orðin að meiri háttar vandamáli í Bretlandi og hefur hún leitt til þess að ákveðin svæði í miðborgum eru þannig að aðrir koma ekki þangað á þessum tíma. 23.5.2005 00:01
Sturla frá vegna uppskurðar Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, gekkst undir aðgerð á Landsspítala-Háskólasjúkrahúsi á föstudaginn var vegna brjóskloss í baki. 23.5.2005 00:01
Leitar samkomulags meðal iðnríkja Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hyggst freista þess fyrir fund átta helstu iðnríkja heims í júlí að ná samkomulagi meðal þeirra um stuðning við Afríku og baráttu gegn veðurfarsbreytingum. Frá þessu greindi skrifstofa forsætisráðherrans í dag. Í vikunni mun hann heimsækja Ítali í þessum tilgangi og þá hyggur hann einnig á ferð til Moskvu og Washington. 23.5.2005 00:01
Alifuglar bólusettir í Kína Kínversk stjórnvöld hafa flutt meira en þrjár milljónir skammta af bóluefni gegn fuglaflensu til afskekkts svæðis í landinu eftir að farfuglar fundust dauðir af völdum veirunnar. 23.5.2005 00:01
Fjölmiðlavald fjöldans Fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch segir að rafrænir miðlar sogi til sín æ meira af auglýsingatekjum dagblaðanna. Dagblöð verði að skilja hlutverk sitt sem fréttaveitur óháð gömlu leiðunum til að dreifa fréttum á pappír. Murdoch telur fullvíst að valdið yfir fréttunum, fréttamatinu og því sem fréttamiðlar kalla staðreyndir sé með fínlegum og lúmskum hætti að flytjast frá fjölmiðlunum til almennings. 23.5.2005 00:01
Guðmundur Árni verður sendiherra Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður sendiherra og hættir á Alþingi eftir því sem háttsettar heimildir fréttastofu Byllgjunnar í stjórnkerfinu herma. Talið er að Guðmundur Árni verði sendiherra í Svíþjóð og taki við af Svavari Gestssyni. Hann er sagður flytjast til Danmerkur. Guðmundur Árni hefur ekki viljað tjá sig um málið og svaraði öllum spurningum fréttamanna með því að segja að hann kæmi af fjöllum. 23.5.2005 00:01
Ekki einfalt að flýta kosningum Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, kastar sprengju inn í þýsk stjórnmál með því að fara fram á að kosningar til Sambandsþingsins fari fram ári fyrr en áætlað var. Það eru þó ýmis ljón í veginum fyrir þeim áætlunum. 23.5.2005 00:01
Hálkublettir víða um land Þrátt fyrir að sumarið sé að ganga í garð er ekki sjálfgefið að sumarveðrið fylgi með; samkvæmt Vegagerðinni eru hálkublettir víða um land. Þar á meðal eru hálkublettir á Mývatnsöræfum á Norðausturlandi. Þá er einnig hálka á heiðum á Norðausturlandi, á Fjarðarheiði og á leiðinni til Norðfjarðar yfir Oddsskarð og á Steingrímsfjarðarheiði. 23.5.2005 00:01
Sérframboð leiði til falls Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir að bjóði flokkarnir í R-listasamstarfinu fram sér falli að líkindum meirihlutinn. Borgarfulltrúi R-listans sagði um helgina að það væru helmingslíkur á því að Framsóknarflokkurinn byði fram sér í næstu borgarstjórnarkosningum. 23.5.2005 00:01
Vilja afnema stimpilgjöld Tæplega 95 prósent þáttakenda í vefkönnun sem fram hefur farið á vef Neytendasamtakanna telja að afnemi eigi stimpilgjöld og lýsa samtökin undrun yfir að tillaga um slíkt hafi ekki hlotið brautargengi á Alþingi í vetur. 23.5.2005 00:01
Hreyfing og hollmeti lykillinn Hundruðum milljóna króna er varið á hverju ári í að finna út hvert leyndarmálið að háum aldri sé. Það kemur eflaust ekki á óvart að hollur matur og nægileg hreyfing sé rétta svarið en í þorpinu Bama í Kína, þar sem þessi tvö atriði eru í hávegum höfð, eru yfir 70 manns yfir eitt hundrað ára gamlir. 23.5.2005 00:01
Bílsprengja sprakk við veitingahús Bílsprengja var sprengd við veitingastað í Norður-Bagdad í dag með þeim afleiðingum að fjórir létust og yfir hundrað særðust. Sprengjan sprakk um hádegisbil að staðartíma þegar fjölmargir gestir snæddu þar hádegisverð, en hann er vinsæll meðal sjíta. 23.5.2005 00:01
Gíslum fagnað við heimkomu Það urðu gríðarlegir fagnaðarfundir hjá þremur rúmenskum blaðamönnum og fjölskyldum þeirra í dag þegar blaðamennirnir sneru til síns heima eftir að hafa verið í haldi uppreisnarmanna í Írak í tæpa tvo mánuði. Þremenningunum, sjónvarpsfréttamanni, kvikmyndatökumanni og blaðamanni, var rænt í Bagdad 28. mars ásamt túlki sínum og þess krafist að Rúmenar kölluðu herlið sitt frá Írak, annars yrði fólkið tekið af lífi. 23.5.2005 00:01
Álagning kaupmanna vel rífleg "Þessar niðurstöður koma mér á óvart og sýna að innflytjendur hafa verið ríflegir í allri álagningu sinni," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Nýbirt verðkönnun hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sýnir að tugprósentamunur var á verðum á fatnaði og skóm hérlendis samanborið við þjóðir innan ESB. 23.5.2005 00:01
Hyggjast stofna Vestfjarðaakademíu Til stendur að stofna félag fræðimanna á Vestfjörðum um næstu mánaðamót og hefur það fengið vinnuheitið Vestfjarðaakademían. Að stofnun félagsins standa Ólína Þorvarðardóttir, rektor Menntaskólans á Ísafirði, og Anna Guðrún Edvardsdóttir hjá Náttúrustofu Vestfjarða. 23.5.2005 00:01
Gömul íbúð páfa til sölu á eBay Íbúð sem nýkjörinn páfi, Benedikt sextándi, leigði fyrir um 40 árum nærri borginni Bonn í Þýskalandi er nú boðin til sölu á uppboðsvefnum eBay. Joseph Ratzinger, sem tók sér nafnið Benedikt sextándi eftir páfakjör, bjó í íbúðinni á árunum 1959-1963 þegar hann kenndi guðfræði við háskóla þar í borg. 23.5.2005 00:01
Betra að reykja en vera of þungur Dómsmálaráðuneytið óskar eftir sérstökum heilsufarsupplýsingum séu umsækjendur um ættleiðingu yfir ákveðnum þyngdarstuðli. Er það sagt vegna hættu á æða- og hjartasjúkdómum. Einskis er spurt þótt umsækjandi reyki að sögn kjörföður. </font /></b /> 23.5.2005 00:01
Schröder lætur reyna á stuðning Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hyggst láta reyna á stuðning við ríkisstjórn sína á þýska Sambandsþinginu fyrir 1. júlí næstkomandi, en fyrir þann tíma verður kosið um vantraustsyfirlýsingu sem lögð verður fram. Ákvörðun hans má rekja til stórtaps Jafnaðarmannaflokksins í héraðskosningum í Nordhrein-Westfalen í gær, en þar hefur flokkurinn verið við völd í nærri fjóra áratugi. 23.5.2005 00:01
Upplýsingar fyrir alla Tekið hefur til starfa Upplýsingamiðstöð Heilsugæslunnar. Veitt er ráðgjöf í síma 1700 á dagvinnutíma alla virka daga. 23.5.2005 00:01
Golfvellir flestir þokkalegir "Korpan hefur aldrei komið jafn illa undan vetri og núna auk þess sem veðráttan í maí hefur verið afar slæm," segir Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur. 23.5.2005 00:01
Ekki launaskrið Ekki er um launaskrið að ræða, þótt laun hafi hækkað um 6,7 prósent síðastliðna tólf mánuði og kaupmáttur vaxið um 2,3 prósent, segir Alþýðusamband Íslands. 23.5.2005 00:01
Laura Bush lofar gjörðir Mubaraks Laura Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, hrósaði í dag Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, fyrir að breyta lögum um forsetakjör í landinu. Frú Bush er nú á ferðalagi um Miðausturlönd og heimsótti Egyptaland í dag. Þar lauk hún lofsorði á stjórnarskrárbreytingu sem Egyptar kjósa um á miðvikudaginn og kveður á um að fleiri en einn geti boðið sig fram til forseta. 23.5.2005 00:01
Flúðaskóli hreppti verðlaunin Fjórði bekkur Flúðaskóla hreppti 100 þúsund krónur í verðlaun í teiknimyndsamkeppni meðal fjórðu bekkinga í grunnskólum landsins. 23.5.2005 00:01
Segir launaskrið ekki hafið Alþýðusamband Íslands segir að ekkert bendi til þessað mikið launaskrið sé hafið. Launavísitalan hækkaði um 0,5 prósent milli apríl og maí og síðustu tólf mánuði hafa laun hækkað um 6,7 prósent en á sama tíma hækkaði verðlag um 4,3 prósent. ASÍ segir að enn gæti áhrifa af tvennum kjarasamningsbundnum launahækkunum á almennum markaði, þ.e. við gildistöku nýrra kjarasamninga í mars og apríl í fyrra ásamt hækkunum um þrjú prósent um síðustu áramót. 23.5.2005 00:01
Mikið af gasi fannst við Noreg Gífurlegt magn af gasi hefur fundist undan ströndum Noregs. Er talið að um 60 milljarða rúmmetra sé að ræða og er þetta einn mesti gasfundur sem um getur á þessum slóðum. 23.5.2005 00:01
Skallinn erfist frá mömmu Sköllóttir karlmenn geta nú kennt mæðrum sínum um skallann. Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að það eru gen móðurinnar sem ráða því hvort karlmenn fá skalla eður ei en ekki föðurins eins og áður hefur verið talið. 23.5.2005 00:01
Svíar andvígir NATO aðild <font face="Helv"> </font>Andstæðingum þess að Svíþjóð sæki um aðild að Atlantshafsbandalaginu fer fjölgandi. Ný könnun sýnir að tæpur helmingur sænskra kjósenda er andvígur aðild en fylgjendur eru ekki nema 20 af hundraði og hefur fækkað um tvö prósentustig frá 2003. 23.5.2005 00:01
Göran Persson gegn klámvæðingu Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, vill skera upp herör gegn klámvæðingu sænskra fjölmiðla. Hefur hugmyndum hans verið fálega tekið af fjölmiðlum, sem fullyrða að þetta sé ekkert annað en ósvífin tilraun til ritskoðunar. 23.5.2005 00:01
Fækkar í sænskum framhaldsskólum Svíar hafa vaxandi áhyggjur af því að ungmennum sem ekki ljúka framhaldsskólanámi fer stöðugt fjölgandi. 23.5.2005 00:01
Stórsókn gegn uppreisnarmönnum Bandarískar og afganskar sveitir hafa hrundið af stað þremur viðamiklum aðgerðum í suður- og austurhluta Afganistans til þess að reyna að binda enda á árásir uppreisnarmanna í landinu og auka öryggi borgaranna. Frá þessu greindi Bandaríkjaher í dag. Herinn telur að baráttuþrek uppreisnarmanna úr röðum talibana og bandamanna þeirra sé að þverra og því var ákveðið að hefja stórsókn til þess að hrekja þá úr fylgsnum sínum. 23.5.2005 00:01
Uppröðun listans helsta hindrunin Samfylkingin vill að framboðslisti R-listans verði valinn í opnu prófkjöri. Vistri grænir og Framsókn hafna ekki prófkjöri en vilja halda í jafnræðisreglu flokkanna. Líklegt að óháðir missi sæti sín á listanum. 23.5.2005 00:01
Sjítamoska sprengd í loft upp Bílsprengja sprakk fyrir utan mosku sjíta í bænum Mahmoudiya suður af Bagdad í dag með þeim afleiðingum að fimm létust og 19 særðust, meirihlutinn börn. Reuters-fréttastofan hefur eftir vitnum að sprengingin hafi verið svo öflug að moskan hafi hrunið og létust nokkrir innan dyra. 23.5.2005 00:01
Elgir valda vandræðum í Þrándheimi Tveir elgir ollu nokkrum usla í morgunumferðinni í Þrándheimi í dag en svo virðist sem dýrin hafi villst inn í borgina. Samkvæmt <em>Aftenposten</em> fékk lögreglan í Þrándheimi fjölmargar tilkynningar frá fólki snemma í morgun um ferðir elganna tveggja á vegum sunnan miðbæjarins og munaði minnstu nokkrum sinnum að ekið yrði á þá. 23.5.2005 00:01
Byggingarstjóri er ekki skrautblóm "Byggingarstjóri ber mikla ábyrgð og ef fram koma gallar á húsnæði þá þarf hann að svara fyrir sig. Við höfum ekki mörg dómafordæmi en það eru að koma upp mörg mál núna," segir Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins. 23.5.2005 00:01
Frábær aðsókn "Ég er að undirbúa mig fyrir næstu lotu. Þetta hefur gengið afskaplega vel og það er mikið um að vera," segir Guðrún Kristjánsdóttir, kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík. 23.5.2005 00:01
Vanefndir í Hveragerði Verktakafyrirtækið, sem annaðist framkvæmdir á fjölbýlishúsinu í Grafarholti, hefur nú verið tekið til gjaldþrotaskipta og hefur Guðjón Ægir Sigurjónsson lögmaður verið skipaður skiptastjóri í þrotabúinu. 23.5.2005 00:01
Tjónþolar fá hlut sinn bættan Tryggingafélögin eru bótaskyld ef byggingarstjórar vanrækja skyldur sínar og gerast sekir um brot í starfi. Íbúar í fjölbýlishúsi í Grafarholti segjast hafa orðið fyrir tjóni sem þeir rekja til vanefnda verktakanna sem byggðu húsið og byggingarstjóri gerði ekki athugasemdir við. 23.5.2005 00:01
Fannst á lífi í ruslagámi Átta ára stúlka í Flórída, sem hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi og grafin undir grjóti í ruslagámi, fannst á lífi í dag. Lögregluþjónn sá glitta í hönd stúlkunnar og fótlegg undir grjóthrúgu í gámnum en þá voru sjö klukkustundir liðnar frá því að tilkynnt var um hvarf hennar. Ofbeldismaðurinn, sem hefur viðurkennt glæp sinn, er sautján ára unglingur sem amma stúlkunnar hafði skotið skjólshúsi yfir. 23.5.2005 00:01
Sagðir á leið í sendiherrastörf Guðmundur Árni Stefánsson er að hætta sem alþingismaður til að gerast sendiherra. Sterkur orðrómur er einnig um að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri verði skipaður sendiherra. Heimildarmenn búast við að tilkynnt verði um skipan þeirra nú um mánaðamótin. Báðir segjast hins vegar koma af fjöllum. 23.5.2005 00:01
Rífa hús við Borgartún 17 Þessa dagana er unnið við að rífa niður hús sem stendur við Borgartún 17 en til stendur að tvöfalda höfuðstöðvar Kaupþings banka. Í húsinu voru verkfræði- og arkitektaskrifstofur og í fyrstu stóð til að gera brú á milli hússins og núverandi höfuðstöðva. Húsið sem er 27 ára þykir hins vegar barn síns tíma en lofthæðin þykir ekki næg fyrir tilhlýðilegt loftræstikerfi. 23.5.2005 00:01
Verðlaun afhent Fræðslu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna er nú formlega lokið og voru þeim sem stóðu sig best afhent verðlaun í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum í gær við hátíðlega athöfn. 23.5.2005 00:01
Ný stjórn Samkeppniseftirlitsins Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur skipað nýja stjórn Samkeppniseftirlitsins sem tekur til starfa samkvæmt nýjum lögum þann 1. júlí. 23.5.2005 00:01
Hart sótt að Schröder Jafnaðarmannaflokkur Gerhards Schröders, kanslara, beið afhroð í fylkiskosningum í Nordrhein-Westfalen á sunnudaginn en flokkurinn hefur haldið þar um stjórnartaumana síðan 1966. 23.5.2005 00:01
Starfsmenn BBC í verkfalli Ellefuþúsund frétta- og tæknimenn breska ríkisútvarpsins BBC lögðu niður störf í sólarhring í gær til að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði og einkavæðingu hluta stofnunarinnar. Til stendur að segja upp um 4 þúsund starfsmönnum og spara með því móti rúmlega 350 milljónir pund árlega. 23.5.2005 00:01
Engin gleðistund Breskir bjórsvelgir eiga ekki von á góðu núna. Hópur sem kemur fram fyrir hönd um helmings breskra kráa hefur lýst því yfir að nú eigi að hætta að vera með svokallaðan "Happy-Hour" eða gleðistundir. Þetta er gert í kjölfarið á miklum þrýsingi frá stjórnvöldum sem vilja ekki að almenningur drekki jafn mikið og gert er. 23.5.2005 00:01