Innlent

Vikulegt leiguflug til Köben

Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic á Akureyri hóf í kvöld vikulegt leiguflug milli Kaupmannahafnar og Egilsstaða, en flugvélin fer aftur til Kaupmannahafnar klukkan 7.30 í fyrramálið. Það var flugvél að gerðinni YAK 42D frá  flugfélaginu Aurela air frá Litháen sem lenti á Egilsstaðaflugvelli laust fyrir hálf tíu en vélin tekur 120 farþega í sæti. Fáir farþegar voru með í þessu fyrsta flugi en um 50 farþegar munu fara með vélinni á morgun, þar á meðal hópur skólabarna frá Hallormsstaðaskóla. Formleg sala flugmiða á flugi Trans Atlantic er hafin og er það Ferðaskrifstofa Austurlands á Egilsstöðum sem sér um sölu flugmiða. Ætla má að flugið komi verktökum eystra til góða auk þess sem austfirðingar og norðlendingar hafa sýnt mikinn áhuga á þessu framtaki en þeir geta nú á þremur tímum verið komnir til meginlandsins, beint frá Egilsstöðum.
MYND/Arngrímur Viðar
MYND/Arngrímur Viðar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×