Erlent

Lafontaine genginn úr SPD

Oskar Lafontaine, sem var lengi einn helsti forystumaður þýska jafnaðarmannaflokksins SPD, hefur sagt sig úr flokknum og hyggst bjóða sig fram fyrir klofningsframboð vinstrisinna í boðuðum kosningum til Sambandsþingsins. Lafontaine var um árabil forsætisráðherra Saarlands, sem er eitt 16 sambandslanda Þýskalands, var flokksleiðtogi SPD 1995-1999 og kanslaraefni flokksins í kosningunum 1990. Hann sagði fyrirvaralaust af sér sem fjármálaráðherra og flokksformaður í mars 1999, eftir að ágreiningur hans og Schröders kanslara var að mati Lafontaines orðinn óbrúanlegur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×