Innlent

Dæmd fyrir skjalafals

Tæplega fertug kona var í gær dæmd í 30 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir þjófnað og skjalafals vegna brota sem hún framdi á árunum 2003-2005. Konan var dæmd fyrir að hafa brotist inn í bifreið og stolið þaðan lyfjum, fyrir að hafa falsað tvær ávísanir fyrir tæplega 15.000 krónur og fyrir að falsa lyfseðla. Langur brotaferill konunnar var dæmdur henni til hegningarauka en henni var einnig gert að greiða laun skipaðs verjanda síns að fjárhæð 45.000 krónur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×