Erlent

Starfsmenn BBC í verkfall

Fréttamenn og aðrir starfsmenn breska ríkisútvarpsins, BBC, hófu í morgun sólarhringsverkfall til að mótmæla fækkun starfsfólks hjá stofnuninni. Til stendur að fækka störfum um fimmtung eða um alls fjögur þúsund. Verkfallið þýðir að ýmsir þættir sem eru í beinni útsendingu hjá BBC falla niður. Þá hefur tveggja sólarhringa verkfall verið boðað um mánaðamótin og svo eitt til viðbótar, en ekki hefur verið gefið út hvenær það verður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×