Erlent

Málflutningi lokið í Jackson-máli

Verjendur Michaels Jackson luku málflutningi sínum fyrir rétti í gær, eftir að hafa kallað 50 vitni fyrir hann á þremur vikum. Síðasta vitnið var leikarinn Chris Tucker. Næstsíðastur var spjallþáttastjórnandinn frægi Jay Leno, sem mætti fyrir réttinn á þriðjudag. Hann bar að pilturinn sem Jackson er ákærður fyrir að hafa beitt kynferðilsegri misnotkun hefði sýnt "ýkta tilfinningasemi" og hljómað grunsamlega í símasamtölum sem hann átti við hann. Pilturinn hafi hins vegar ekki falast eftir peningum hjá sér. Þeir eru orðnir ófáir brandararnir sem Leno hefur reitt af sér á kostnað Jacksons í þætti sínum, "The Tonight Show". En þó var Leno kallaður sem vitni verjenda Jacksons, sem halda því fram að fjölskylda piltsins, sem þjáðist af krabbameini, hafi kerfisbundið reynt að fá fé frá frægu fólki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×