Innlent

Flutt á sjúkrahús eftir bílveltu

Tvær konur og tvö börn sluppu vel þegar bifreið sem þau voru farþegar í valt við Sólheimaveg um klukkan þrjú í gær. Önnur konan var send til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi en aðrir sluppu ómeiddir. Að sögn lögreglunar á Selfossi voru allir farþegarnir í viðeigandi öryggisbúnaði og er því að þakka að ekki urðu alvarleg slys á fólki. Ökumaður missti stjórn á bifreiðinni þegar hún kom af malbikuðum vegi yfir á malarveg með fyrrgreindum afleiðingum. Bifreiðin er mikið skemmd ef ekki ónýt segir lögreglan á Selfossi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×