Erlent

Sprengingar í bíóum í Nýju-Delí

Að minnsta kosti tveir létu lífið og tugir slösuðust þegar tvær sprengjur sprungu í tveimur kvikmyndahúsum í Nýju- Delí, höfuðborg Indlands, í morgun. Sprengjurnar sprungu með fimmtán mínútna millibili en verið var að sýna sömu myndina í bíóunum tveimur, umdeilda trúarmynd sem fordæmd hefur verið af trúarleiðtogum sikha. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um hvort þessi trúarhópur liggi undir grun eða hvort aðrir hafi lýst ábyrgð á þessum hryðjuverkum. Önnur kvikmyndahús í borginni voru rýmd eftir að seinni sprengjan sprakk en ekki reyndist um fleiri sprengjur að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×