Innlent

Sendiherrar mótmæla hvalveiðum

Sendiherrar Bretlands, Frakklands og Þýskalands sendu utanríkisráðuneytinu yfirlýsingu í gær þar sem þeir lýsa andstöðu sinni við tillögur Hafrannsóknarstofnunar um veiðar á 39 hrefnum í vísindaskyni á þessu ári. Þeir skora á ríkisstjórn Íslands að hundsa þessi tilmæli og láta af öllum áætlunum þar sem vísindalegar forsendur séu vafasamar. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri hjá sjávarútvegsráðuneytinu, segir þessi viðbrögð sendiherranna ekki koma sér á óvart. Þau séu þó frekar til marks um að andstaða við hvalveiðar hafi dofnað þar sem mun fleiri þjóðir hafi mótmælt ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að hefja hvalveiðar árið 2003. Spurður hvort það sé ekki hagstæðara fyrir Íslendinga að láta af hvalveiðum frekar en að ögra vinaþjóðum okkar segir Stefán að ekki megi skynja neina hótun í þessum viðbrögðum. Að hans sögn bendir ítarleg ítarleg könnun samgönguráðuneytisins til þess að hvalveiðar hafi ekki neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×