Fleiri fréttir

Djúp gjá í sjávarútvegsnefnd

Hrygningarstofn þorsksins nær sér ekki á strik. Það veldur því að illa gengur að auka afrakstursgetu stofnsins, segja talsmenn Hafrannsóknastofnunarinnar. Þingmaður segir þá víkja sér undan ábyrgð.</font /> </b />

Þjarmað að Joshka Fischer

Joshka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, mátti í allan gærdag svara spurningum þingmanna um fyrirmæli sín um útgáfu vegabréfsáritana til erlendra ferðamanna sem andstæðingar hans segja að hafi orðið til þess að opna austur-evrópskum glæpamönnum leið inn í Þýskaland og þar með á allt evrópska efnahagssvæðið.

Mikill eldur í húsi við Mýrargötu

Allt tiltækt slökkvilið var kvatt að Mýrargötu 26 skömmu fyrir miðnætti. Tilkynnt var um töluverðan eld og stóðu logar út um glugga þegar slökkvilið kom á staðinn. Ein íbúð var í húsinu en ekki var vitað hvort einhver var í húsinu.

Skorradalshreppur gegn sameiningu

Skorradalshreppur var sá eini sem felldi sameiningu fimm sveitarfélaga á Vesturlandi í sameiningarkosningu í gær. Sameiningin var samþykkt í Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi.

Benedikt XVI formlega orðinn páfi

Benedikt páfi söng messu á Péturstorginu í Róm í morgun en hún markar embættistöku hans formlega. Tugþúsundir pílagríma hlýddu á páfa, margir frá Þýskalandi þaðan sem Benedikt rekur ættir sínar, auk fjölda þjóðarleiðtoga.

Líklega íkveikja við Mýrargötu

Talið er líklegt að kveikt hafi verið í húsinu sem logaði við Mýrargötu á hafnarsvæði Reykjavíkur seint í gærkvöldi. Töluverður tími fór í að leita að fólki í húsinu sem reyndist svo vera mannlaust.

Ölvaður bílþjófur á Reykjanesbraut

Drukkinn bílþjófur, sem stal bifreið í Keflavík í nótt, náðist skömmu síðar á Reykjanesbrautinni eftir að hafa rásað þar á milli vegarhelminga. Lögreglu barst tilkynning um bílstuldinn um fjögurleytið í nótt en eigandinn hafði brugðið sér frá og skilið bílinn eftir í gangi.

Sprengingar við lögregluskóla

Að minnsta kosti sjö létust og tugir særðust í tveimur sjálfsmorðsprengingum sem gerðar voru í námunda við lögregluskóla í bænum Tíkrit í Írak í morgun. Fyrri sprengjan sprakk þegar árásarmaðurinn ók bifreið að byggingunni og sprengjan sprakk innan um fjölda lögreglumanna.

Ölvaður og ók niður skilti

Tveir voru teknir ölvaðir við akstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í nótt. Annar hafði ekið niður umferðarskilti við hringtorgið á gatnamótum Fossheiði og Tryggvagötu og reyndist hann ölvaður þegar lögreglan kom á staðinn. Hinn var tekinn við reglubundið eftirlit á Eyrarbakkavegi.

Teknir á 157 og 148 km hraða

Tveir voru teknir fyrir ofsaakstur í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum í nótt. Báðir voru teknir skammt frá Egilsstöðum. Annar ók á 157 kílómetra hraða en hinn á 148 kílómetra hraða. Ökumennirnir mega búast við því að verða sviptir ökuréttindum.

Grýtt til bana vegna framhjáhalds

Afgönsk kona var grýtt til bana í morgun. Konan, sem hét Amina og var 29 ára gömul, voru gefnar þær sakir að hafa verið manni sínum ótrú.

Reknir fyrir að vera of feitir

Hópur rútubílstjóra í Ástralíu hefur höfðað mál á hendur fyrrum vinnuveitenda sínum og halda því fram að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi viljað losnað við þá úr vinnu vegna þess hversu feitir þeir eru.

Réðust með kylfum á varnarliðsmenn

Hópur Íslendinga réðst með kylfum að tveimur varnarliðsmönnum í Keflavík í fyrrinótt. Varnarliðsmennirnir voru staddir á Hafnargötu um fjögurleytið um nóttina og flúðu undan árásarmönnunum inn á skemmtistaðinn Traffic. Annar þeirra hlaut töluverða áverka í andliti og var bólginn eftir, auk þess sem tönn hafði brotnað.

Ábyrgð Rumsfelds könnuð

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch í Bandaríkjunum krefjast þess að ábyrgð Donalds Rumsfelds varnarmálaráðherra og annarra háttsettra yfirmanna bandaríkjahers, á misþyrmingum hermanna á föngum í Írak, verði könnuð.

Kosið aftur innan sex vikna

Einn fámennasti hreppur landsins, Skorradalshreppur, var sá eini sem felldi sameiningu fimm sveitarfélaga á Vesturlandi í sameiningarkosningu í gær. Sameiningin var hins vegar samþykkt í Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi. Úrslitin þýða að Skorradalshreppur verður að kjósa aftur innan sex vikna.

Hömlur á innflutning fatnaðar?

Evrópusambandið hyggst athuga hvort aukinn innflutningur á klæðnaði sem framleiddur er í Kína skaði evrópskan fataiðnað. Innflutningur til landa innan Evrópusambandsins hefur aukist um 50 til 530 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og eru ráðamenn innan sambandsins afar áhyggjufullir af þróun mála.

Kristnir menn í eina hjörð

Benedikt páfi minnti á sameiginlega arfleið kristinna manna í innsetningarmessu sinni á Péturstorginu í Róm í morgun. Í predikun sagði hann að þeir ættu að mynda eina hjörð og yfir henni ætti einn hirðir að vaka.

Jón Ólafsson borgaði brúsann fyrir R-listann 1994

Jón Ólafsson kaupsýslumaður sem áður átti Norðurljós og fleiri fyrirtæki, greiddi allan auglýsingakostnað R-listans vegna borgarstjórnarkosninganna 1994. Þetta fullyrti Hannes Hólmsteinn Gissurarson í Silfri Egils á Stöð 2 í dag. Hannes sagði Jón sjálfan hafa tjáð sér þetta í kvöldverðarboði heima hjá Jóhanni J. Ólafssyni haustið 1996.

Björgólfur formaður Landverndar

Aðalfundur Landverndar, sem haldinn var á í gær, valdi Björgólf Thorsteinsson sem formann samtakanna til næstu tveggja ára. Björgólfur tekur við af Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur arkitekt sem undanfarin fjögur ár hefur gegnt starfinu með farsælum hætti.

Fimm börn látast í sprengingu

Fimm börn létust í sprengingu í Nepal í dag þegar sprengja sprakk þar sem þau voru að leik. Þrjú önnur börn særðust í sprengingunni. Uppreisnarmenn maóista eru grunaðir um ódæðið en þeir hafa frá árinu 1996 barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis innan Nepal undir merkjum kommúnista.

Sæluvika Skagfirðinga sett í dag

Sæluvika Skagfirðinga verður sett í dag klukkan 16 í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Við það tækifæri verður opnuð myndlistarsýning Þórhalls Filippussonar, kynnt verða úrslit í vísnakeppni og hljómsveitin Hundur í óskilum flytur nokkur lög.</strong />

Sprengjuárás á Rúmena í Afganistan

Rúmenskir hermenn urðu fyrir sprengjuárás í Afganistan í dag. Sprengjan sprakk í vegarkanti þegar bílalest þeirra átti leið um þjóðveg nærri Kandahar-borg í suðurhluta landsins. Engar fregnir hafa borist af mannfalli en talið er að talíbanar hafi staðið fyrir árásinni.

Breytingar ekki útilokaðar

"Þetta hefur ekki verið kynnt með neinum hætti í þingflokknum og ég fæ ekki séð að þetta skipti miklu máli," segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vegna ágreinings þeirra Davíðs Oddsonar, utanríkisráðherra og Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, um breytingar á eftirlaunafrumvarpi ráðherra og þingmanna.

Gæsluvarðhald fyrir líkamsárás

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur fyrir að ráðast á annan mann á föstudag og misþyrma honum. Að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns er maðurinn sem varð fyrir ofbeldinu læknir og hefur meðal annars sinnt úrskurðarmálum af ýmsu tagi fyrir lögregluna.

Stendur ekki í leðjuslag

"Nú bíðum við niðurstöðu frá sýslumanni vegna lögbannskröfu okkar og þangað til hún kemur tel ég ekki ráðlegt að standa í leðjuslag vegna þessa máls," segir Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás Eins.

Enn manntjón í kínverskum námum

Að minnsta kosti átta námuverkamenn eru látnir eftir að vinnuvél varð alelda í námu í Kína í dag. Einnig er óttast um afdrif tæplega 70 manna eftir að skyndilegt flóð lokaði þá inni í annarri námu í Kína í dag.

23 þúsund borgarar taldir af

Talið er að fleiri en þrjátíu þúsund manns, þar af 23 þúsund óbreyttir írakskir borgarar, hafi látið lífið í átökum í Írak frá því Bandaríkjamenn og Bretar gerðu innrás í landið fyrir rúmum tveimur árum.

Páfinn sagður hafa brotið lög

Hinn nýkjörni páfi, Benedikt sextándi, skipaði svo fyrir árið 2001 að allar rannsóknir vegna meintrar kynferðislegrar misnotkunar kirkjunnar manna á börnum færu fram í kyrrþey og án utanaðkomandi aðstoðar. Kemur þetta fram í bréfi sem hann sendi öllum biskupum kirkjunnar og breska blaðið Observer hefur komist yfir.

Jarðskjálfti nærri Grindavík

Jarðskjálfti upp á rúma þrjá á Richter varð skammt frá Grindavík fyrir stundu. Íbúi í Grindavík sagði hann hafa verið það sterkan að hann hefði fallið fram úr rúminu.

Simpansi með reykingafíkn

Það er meira en að segja það að hætta að reykja. Dýrahirðar í Suður-Afríku ætla samt að reyna að fá simpansann Charlie til að hætta þessum ósið.

Frumvarpið veikir samkeppnislög

Samkeppnisstofnun telur nýtt frumvarp til samkeppnislaga beinlínis fela í sér veikingu á samkeppnislögum. Þetta kemur fram í afar gagnrýninni umsögn stofnunarinnar um frumvarpið.

Þynging dóma ekki lausn

"Með þyngingu dóma er líklegt að starf lögreglunnar verði mun erfiðara og hættulegra en nú er," segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík.

Lentu í olíu á hafi úti

"Við höfum í raun engar skýringar á þessu aðrar en þær að þeir fuglar sem þarna um ræðir hafi lent í olíubrák úti á hafi," segir Helgi Jensson, forstöðumaður framkvæmda- og eftirlitssviðs hjá Umhverfisstofnun.

Upp á kant við samgönguráðherra

Samtök ferðaþjónustunnar eru komin upp á kant við samgönguráðherra vegna ákvæðis í frumvarpi um skipan ferðamála sem þau telja fela í sér miðstýringu ráðherra á markaðsstarfi. Samtökin vilja að markaðs- og kynningarmál verði færð frá Ferðamálaráði og til Útflutningsráðs, sem heyrir undir annan ráðherra.

Fimm mínútum frá sigri

Tómas Helgason, Íslandsmeistari í pípulögnum, var nálægt sigri á Norðurlandamótinu. Hinn danski Henrik Hansen bar sigur úr býtum. Forseti Íslands er kominn af pípara. </font /></b />

Víst eru konur á grásleppu

Karlar sitja ekki einir að mikilvægri atvinnugrein líkt og áður var haldið fram. </font /></b />

Nýtt sveitarfélag í uppsiglingu

Eitt af fimm sveitarfélögum norðan Skarðsheiðar felldi sameiningartillögu í kosningum á laugardag. Líkur eru á að sveitarfélögin sem samþykktu verði sameinuð í eitt. </font /></b />

Verða innan við hundrað

Sveitarfélög á Íslandi verða innan við eitthundrað afráði forsvarsmenn sveitarfélaganna fjögurra sem samþykktu sameiningu um helgina að steypa þeim í eina heild.

Undarlegt að kjósa þurfi á ný

Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, segir hreppsstjórn ætla að skoða hvort það standist að kjósa þurfi aftur um sameiningu í hreppnum. "Mér finnst undarlegt að þeir sem höfnuðu þurfi að kjósa aftur en þeir sem sögðu já fái ekki tækifæri til að endurskoða hug sinn. Þetta er klárleg mismunun."

Sendi kaþólsku kirkjunni tóninn

Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fírkirkjunnar í Reykjavík, sagði kaþólsku kirkjuna fara gegn vilja Guðs og lífinu sjálfu í predikun sinni í gær. Líkti hann afstöðu hennar til getnaðarvarna við "dauðastefnu" frekar en stefnu til lífs og sagði afturhaldssemina ráða för.

Skiptar skoðanir um ágæti varnanna

Gerð viðamikilla snjóflóðavarna fyrir ofan Holtahverfi í Skutulsfirði er í undirbúningi. Framkvæmdin mun kosta um hálfan milljarð króna en skiptar skoðanir eru meðal Ísfirðinga um ágæti framkvæmdanna.

Áramótum fagnað á Ísafirði

Taílendingar á norðanverðum Vestfjörðum fögnuðu áramótum á Ísafirði í dag. Gengið var í skrúðgöngu frá sjúkrahúsinu niður að Grunnskóla Ísafjarðar þar sem sýslumaður setti hátíðina en hún kallast „Songra-hátíð“.

Hótelrekstur aflagður í Valhöll?

Hótel Valhöll á Þingvöllum hefur verið lokað frá áramótum. Þingvallanefnd vill leggja hótelrekstur af að mestu en forsætisráðuneytið hefur hins vegar boðið reksturinn út að nýju, til hausts 2010.

Yfir 50% námsmanna í vinnu

Meira en helmingur íslenskra námsmanna yfir sextán ára aldri stundar vinnu með námi. Deildarforseti við Háskóla Íslands segir það færast í vöxt að nemendur ljúki ekki lokaverkefnum við skólann þar sem þeir hverfi til vinnu áður en náminu ljúki.

Sjá næstu 50 fréttir