Fleiri fréttir Á 158 kílómetra hraða Talsvert var um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum um helgina. Alls voru um tíu ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, þeir sem hraðast fóru voru á 147 og 158 kílómetra hraða. 24.4.2005 00:01 Bílvelta í Námaskarði Bílstjóri var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir að flutningabíll sem hann ók valt í Námaskarði í Mývatnssveit um miðjan gærdag. 24.4.2005 00:01 Ratzinger vígður páfi Benedikt sextándi er formlega tekinn við embætti páfa. Hátíðleg innsetningarathöfn var haldin í gær í Péturskirkjunni í Róm. Í ræðu sinni sagðist páfi ekki ætla að stjórna samkvæmt sínum eigin vilja, "heldur að hlusta, ásamt allri kirkjunni, á orð og vilja drottins". 24.4.2005 00:01 Vill málamiðlun um Kosovo Vojislav Kostunica, forsætisráðherra Serbíu, sagðist í gær reiðbúinn til að fallast á málamiðlanir í deilunum um Kosovo-hérað. Hann sagðist geta fallist á að Kosovo fengi víðtækt sjálfræði, en hafnaði þó algerum aðskilnaði héraðsins frá Serbíu. 24.4.2005 00:01 Vill sameinast Kýpur-Grikkjum Mehmet Ali Talat tók í gær við embætti forseta Kýpur-Tyrkja, ári eftir að íbúar á gríska hluta eyjunnar höfnuðu sameiningu við gríska hlutann í atkvæðagreiðslu. 24.4.2005 00:01 Efasemdir um lögmæti Íraksstríðs Breska dagblaðið Mail on Sunday hélt því fram í gær að Goldsmith lávarður, sem er dómsmálaráðherra Bretlands, hefði komist að þeirri niðurstöðu að stríð gegn Írak myndi brjóta í bága við alþjóðalög. 24.4.2005 00:01 Fyrrverandi forseti Ísraels látinn Ezer Weizman, fyrrverandi forseti Ísraels, lést í gær, áttræður að aldri. Weizman var forseti Ísraels á árunum 1993 til 2000. 24.4.2005 00:01 Föngum fjölgar hratt Föngum í bandarískum fangelsum fjölgaði mjög hratt frá miðju ári 2003 og fram á mitt ár 2004. Fjölgunin nemur um það bil 900 föngum á viku hverri, eða samtals 48 þúsund yfir þetta tólf mánaða tímabil. 24.4.2005 00:01 Kvalinn á Kúbu Omar Deghayes, 35 ára maður búsettur í Brelandi, segist hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi af hálfu bandarískra hermanna meðan hann var fangi í fangabúðum Bandaríkjahers, bæði í Afganistan og í Guantanamo á Kúbu. 24.4.2005 00:01 Minni lyfjanotkun bætir heilsufær Ný íslensk rannsókn sýnir að minni lyfjanotkun dregur úr ónæmi barna fyrir sýklalyfjum og bætir eyrnaheilsu þeirra. Sýklalyfjanotkun er meiri hérlendis en á Norðurlöndunum. 24.4.2005 00:01 Reykur yfir Akureyrarbæ Reykur frá sinubruna liggur nú yfir mest öllum Akureyrarbæ og er unnið að því að slökkva eldinn. Sinan var kveikt við bæinn Jódísarstaði í Eyjafirði fyrir sunnan Akureyri og hefur bóndinn tilskilin leyfi sýslumanns. 23.4.2005 00:01 11. sept: Játaði sekt Zacarias Moussaoui, eini maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir aðild að árásunum á tvíburaturnana í New York 11. september árið 2001, játaði sekt sína fyrir rétti í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í gær. Bandarísk stjórnvöld munu krefjast dauðadóms. 23.4.2005 00:01 Stórhveli í Reykjavíkurhöfn Stórhveli má sjá synda um í Reykjavíkurhöfn þessa stundina og þurfa Hvalaskoðunarfyrirtæki í Reykjavík ekki að sigla langt með gesti sína í dag. Gestir Kaffivagnsins og aðrir vegfarendur hafa fylgst með hvalnum í morgun en ekki er vitað hvers vegna hann hefur ákveðið að heiðra höfuðborgarbúa með nærveru sinni. 23.4.2005 00:01 Afsöguð haglabyssa í skottinu Ein kona og tveir karlmenn voru handtekin eftir að afsöguð haglabyssa fannst falin í bílskotti fyrir hádegi í gær. Eins fannst lítilræði af kannabisefnum við húsleit á Eyrarbakka heima hjá öðrum manninum. 23.4.2005 00:01 Bílvelta í höfuðborginni Maður í annarlegu ástandi missti stjórn á bíl sínum og velti á Reykjanesbraut á móts við Breiðholtsbraut í nótt. Hann slapp með minniháttar meiðsl en stórskemmdi bílinn. 23.4.2005 00:01 Ærnar í sónar Vorið er komið og fyrstu lömbin farin að líta dagsins ljós. Það er þó fátt sem kemur bændunum að Heiðarbæ í Þingvallasveit á óvart í þeim efnum, enda fara allar ærnar í sónar áður en þær bera. 23.4.2005 00:01 Laug til um fingurinn Kona, sem fullyrti að hafa fundið fjögurra sentímetra fingurstubb í chilli-rétti sem hún pantaði á skyndibitastaðnum Wendy´s í San Jose í Bandaríkjunum, hefur verið handtekin. Hún lýsti því yfir að hún myndi krefjast skaðabóta frá skyndibitakeðjunni eftir fingurfundinn í chilli-skálinni en eftirgrennslan lögreglu sýndi fram hún sviðsetti atvikið. 23.4.2005 00:01 Kannabisefni finnast við húsleit Fernt var handtekið í gærkvöldi eftir að húsleit var gerð í sumarbústað í uppsveitum Árnessýslu. Lögreglan á Selfossi hafði fengið húsleitarheimild og fannst nokkurt magn af kannabisefnum í leitinni. 23.4.2005 00:01 Leiðtogar Japans og Kína funda Þjóðarleiðtogar Japans og Kína munu funda í dag til að draga úr þeirri spennu sem myndast hefur milli þjóðanna undanfarnar vikur. Koizumi, forsætisráðherra Japans, og forseti Kína, Ju Jintao, eru staddir á ráðstefnu asískra og afríska þjóðarleiðtoga sem fram fer í Jakarta. 23.4.2005 00:01 Ný ríkisstjórn mynduð Ný ríkisstjórn Ítalíu, undir forsæti Silvio Berlusconi, hefur verið mynduð. Talsmaður forsetaskrifstofunnar segir að hún taki formlega við stjórnartaumum síðar í dag. Þar með er endir bundinn á það upplausnarástand sem ríkt hefur í ítölskum stjórnmálum síðustu vikur. 23.4.2005 00:01 Kosið um sameiningu sveitarfélaga Kosið er í dag um sameiningu fimm sveitarfélaga í Borgarfirði, Mýrum og í Hnappadal. Kosið er um sameiningu Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps, Kolbeinsstaðahrepps og Skorradalshrepps. 23.4.2005 00:01 Lögreglustöð vantar í Kristjaníu Sér lögreglustöð verður að vera í fríríkinu Kristjaníu, segja þingmenn dönsku stjórnarandstöðunnar í framhaldi af skotárás þar á fimmtudag. Hugmyndin hefur verið á langtíma áætlun lögreglunnar, en yfirmenn lögreglunnar í Kaupmannahöfn eru ósammála um ágæti hennar. Sighvatur Jónsson er í Danmörku. 23.4.2005 00:01 Handjárnuðu 5 ára stúlku Lögreglumenn í Flórída-fylki í Bandaríkjunum liggja undir ámæli vegna óhefðbundinna aðferða við að róa niður fimm ára gamla stúlku í óþekktarkasti. Þeir handjárnuðu barnið í leikskólanum. 23.4.2005 00:01 Hátt í 10 metra langur hnúfubakur Hvalur sást svamla um í Reykjavíkurhöfn í morgun. Reyndist þar vera hnúfubakur, átta til tíu metra langur að sögn sjónarvotta. 23.4.2005 00:01 10 milljarða munur Vísbendingar benda til þess að um 10 milljarða króna munur sé á ráðstöfun og öflun skatttekna á Norðausturlandi á hverju ári. Þetta kom fram í máli Vífils Karlssonar, dósents við Viðskiptaháskólann á Bifröst, á ráðstefnu um skiptingu skatttekna sem haldin var á Akureyri í vikunni. 23.4.2005 00:01 Sættir í deilunni Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, segist hafa átt opinskáar og gagnlegar viðræður við Hu Jintao, forseta Kína, í dag. Hann segir þá hafa sammælst um að deila ekki um atburði úr fortíðinni. 23.4.2005 00:01 Reglur breytast óháð sameiningu "Einhverjir munu missa spón úr aski sínum en aðrir munu fá meira en þeir hafa hingað til fengið," segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjómanna. Kosið verður um sameiningu hans við lífeyrissjóðinn Framsýn á miðvikudaginn kemur en bent hefur verið á að sjómenn muni bera skarðan hlut verði sameiningin að veruleika. 23.4.2005 00:01 Óánægja hjá slökkviliðsmönnum Megn óánægja er meðal slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli með framkomu starfsmannahalds varnarliðsins. Þetta segir háttsettur slökkviliðsmaður í samtali við Víkurfréttir. 23.4.2005 00:01 John Major aðlaður John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var aðlaður í dag. Major var leiðtogi breska Íhaldsflokksins á árunum 1990-97 en hann tók við því hlutverki af Margaret Thatcher. 23.4.2005 00:01 Ávarpaði ráðstefnu um glæpi Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, ávarpaði í dag elleftu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar sem haldin er í Bangkok, höfuðborg Taílands, 18. til 25. apríl. 23.4.2005 00:01 10 þúsund listaverk haldlögð Spænska lögreglan handtók sextán meinta listaverkafalsara í stórtækri aðgerð víða um landið í dag. Einnig var hald lagt á yfir 10 þúsund listaverk sem talin eru fölsuð, m.a. eftir fræga spænska málara. 23.4.2005 00:01 4 tonnum af sprengiefni stolið Fjórum tonnum af efnum til sprengjugerðar var stolið úr vöruhúsi í Frakklandi í dag. Grunur leikur á að ETA, hin herskáu aðskilnaðarsamtök Baska, hafi verið að verki. 23.4.2005 00:01 Ólíklegt að Halldór bakki "Mín tilfinning er sú að Halldór bakki nú ekki svo glatt enda hefur hann lýst því yfir að hann vilji sjá á þessu breytingar," segir Magnús Stefánsson, samflokksmaður Halldórs í Framsóknarflokknum. 23.4.2005 00:01 Tekjur skila sér lítið út á land Aðeins fimmtán prósent þess fjármagns sem ríkið aflar á landsbyggðinni með skattlagningu skilar sér aftur til verkefna úti á landi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Vífils Karlssonar, dósents við Viðskiptaháskólann á Bifröst. 23.4.2005 00:01 Stjórnarandstaðan stendur sterk Ný ríkisstjórn Ítalíu, undir forsæti Silvios Berlusconi, hefur verið mynduð. Skoðanakannanir hafa sýnt að vinstri og miðju stjórnarandstöðuflokkarnir njóta sterkrar stöðu. 23.4.2005 00:01 Rafmagnið víkur fyrir ljósinu Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að aflagðar hafi verið fyrirætlanir um frekari uppbyggingu eða endurnýjun á tækjabúnaði vegna internettenginga um raforkukerfið, sem seld hefur verið undir merkjum Fjöltengis Orkuveitunnar. 23.4.2005 00:01 Málið fer líklega fyrir dómstóla "Ekki er ólíklegt að málið fari dómstólaleiðina, það er um slíkar upphæðir að tefla," segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Íslandi, um nýfallinn úrskurð yfirskattanefndar um ítalska og portúgalska verkamenn fyrirtæksins. 23.4.2005 00:01 Sex í haldi vegna þyrluslyss Bandarískir hermenn hafa handtekið sex einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í að granda þyrlu norður af Bagdad á fimmtudaginn með þeim afleiðingum að tíu létust. 23.4.2005 00:01 Uppbygging í tíu ár til viðbótar Rauði kross Íslands sendir á næstu dögum fimm sendifulltrúa til viðbótar til hamfarasvæða flóðanna sem urðu eftir jarðskjálftann mikla á annan í jólum. Unnið er að skipulagningu hjálparstarfsins næstu ár í samvinnu við alþjóðastofnanir. 23.4.2005 00:01 Lögin í endurskoðun Þingmenn Framsóknarflokksins vissu ekki betur en að lög um eftirlaun þingmanna og ráðherra væru til endurskoðunar, segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður, en Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að hann sæi enga ástæðu til að breyta lögunum. 23.4.2005 00:01 Höfuðpaurinn gómaður Lögreglan í Osló í Noregi hefur handtekið 37 ára gamlan mann grunaðan um aðild að þjófnaði á tveimur málverkum úr Munch-safninu í ágúst í fyrra. 23.4.2005 00:01 Krefjast lögbanns á ráðningu Skjár einn telur á sér brotið með ráðningu Helga Steinars Hermannssonar, fyrrverandi dagskrárstjóra Skjás eins, til 365 ljósvakamiðla og hefur farið fram á lögbann. Helgi vísar ásökunum á bug og sakar sjónvarpsstjóra Skjás eins um hótanir. 23.4.2005 00:01 Ekki staðist fyrir Hæstarétti Fyrri ákvarðanir Hæstaréttar, sem sýna að gæsluvarðhald er ekki auðsótt á grundvelli almannahagsmuna, er ástæða þess að sýslumannsembættið á Akureyri krafðist ekki gæsluvarðhalds á þeim forsendum yfir tveimur mönnum sem skutu á pilt með loftbyssu á Vaðlaheiði. 23.4.2005 00:01 Hálkuvari í stða nagladekkja „Hálkuvarinn“ gæti orðið staðalbúnaður í bifreiðum á Íslandi þegar fram líða stundir og telja ungir hönnuðir hans að búnaðurinn geti komið í stað nagladekkja. 23.4.2005 00:01 Framsóknarmenn bakka ekki glatt "Mín tilfinning er sú að Halldór bakki nú ekki svo glatt enda hefur hann lýst því yfir að hann vilji sjá á þessu breytingar," segir Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins vegna ummæla Davíðs Oddsonar, utanríkisráðherra og formanns sjálfstæðisflokksins. Davíð segir að ekki standi til að endurskoða lög um eftirlaun ráðherra og þingmanna. 23.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Á 158 kílómetra hraða Talsvert var um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum um helgina. Alls voru um tíu ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, þeir sem hraðast fóru voru á 147 og 158 kílómetra hraða. 24.4.2005 00:01
Bílvelta í Námaskarði Bílstjóri var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir að flutningabíll sem hann ók valt í Námaskarði í Mývatnssveit um miðjan gærdag. 24.4.2005 00:01
Ratzinger vígður páfi Benedikt sextándi er formlega tekinn við embætti páfa. Hátíðleg innsetningarathöfn var haldin í gær í Péturskirkjunni í Róm. Í ræðu sinni sagðist páfi ekki ætla að stjórna samkvæmt sínum eigin vilja, "heldur að hlusta, ásamt allri kirkjunni, á orð og vilja drottins". 24.4.2005 00:01
Vill málamiðlun um Kosovo Vojislav Kostunica, forsætisráðherra Serbíu, sagðist í gær reiðbúinn til að fallast á málamiðlanir í deilunum um Kosovo-hérað. Hann sagðist geta fallist á að Kosovo fengi víðtækt sjálfræði, en hafnaði þó algerum aðskilnaði héraðsins frá Serbíu. 24.4.2005 00:01
Vill sameinast Kýpur-Grikkjum Mehmet Ali Talat tók í gær við embætti forseta Kýpur-Tyrkja, ári eftir að íbúar á gríska hluta eyjunnar höfnuðu sameiningu við gríska hlutann í atkvæðagreiðslu. 24.4.2005 00:01
Efasemdir um lögmæti Íraksstríðs Breska dagblaðið Mail on Sunday hélt því fram í gær að Goldsmith lávarður, sem er dómsmálaráðherra Bretlands, hefði komist að þeirri niðurstöðu að stríð gegn Írak myndi brjóta í bága við alþjóðalög. 24.4.2005 00:01
Fyrrverandi forseti Ísraels látinn Ezer Weizman, fyrrverandi forseti Ísraels, lést í gær, áttræður að aldri. Weizman var forseti Ísraels á árunum 1993 til 2000. 24.4.2005 00:01
Föngum fjölgar hratt Föngum í bandarískum fangelsum fjölgaði mjög hratt frá miðju ári 2003 og fram á mitt ár 2004. Fjölgunin nemur um það bil 900 föngum á viku hverri, eða samtals 48 þúsund yfir þetta tólf mánaða tímabil. 24.4.2005 00:01
Kvalinn á Kúbu Omar Deghayes, 35 ára maður búsettur í Brelandi, segist hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi af hálfu bandarískra hermanna meðan hann var fangi í fangabúðum Bandaríkjahers, bæði í Afganistan og í Guantanamo á Kúbu. 24.4.2005 00:01
Minni lyfjanotkun bætir heilsufær Ný íslensk rannsókn sýnir að minni lyfjanotkun dregur úr ónæmi barna fyrir sýklalyfjum og bætir eyrnaheilsu þeirra. Sýklalyfjanotkun er meiri hérlendis en á Norðurlöndunum. 24.4.2005 00:01
Reykur yfir Akureyrarbæ Reykur frá sinubruna liggur nú yfir mest öllum Akureyrarbæ og er unnið að því að slökkva eldinn. Sinan var kveikt við bæinn Jódísarstaði í Eyjafirði fyrir sunnan Akureyri og hefur bóndinn tilskilin leyfi sýslumanns. 23.4.2005 00:01
11. sept: Játaði sekt Zacarias Moussaoui, eini maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir aðild að árásunum á tvíburaturnana í New York 11. september árið 2001, játaði sekt sína fyrir rétti í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í gær. Bandarísk stjórnvöld munu krefjast dauðadóms. 23.4.2005 00:01
Stórhveli í Reykjavíkurhöfn Stórhveli má sjá synda um í Reykjavíkurhöfn þessa stundina og þurfa Hvalaskoðunarfyrirtæki í Reykjavík ekki að sigla langt með gesti sína í dag. Gestir Kaffivagnsins og aðrir vegfarendur hafa fylgst með hvalnum í morgun en ekki er vitað hvers vegna hann hefur ákveðið að heiðra höfuðborgarbúa með nærveru sinni. 23.4.2005 00:01
Afsöguð haglabyssa í skottinu Ein kona og tveir karlmenn voru handtekin eftir að afsöguð haglabyssa fannst falin í bílskotti fyrir hádegi í gær. Eins fannst lítilræði af kannabisefnum við húsleit á Eyrarbakka heima hjá öðrum manninum. 23.4.2005 00:01
Bílvelta í höfuðborginni Maður í annarlegu ástandi missti stjórn á bíl sínum og velti á Reykjanesbraut á móts við Breiðholtsbraut í nótt. Hann slapp með minniháttar meiðsl en stórskemmdi bílinn. 23.4.2005 00:01
Ærnar í sónar Vorið er komið og fyrstu lömbin farin að líta dagsins ljós. Það er þó fátt sem kemur bændunum að Heiðarbæ í Þingvallasveit á óvart í þeim efnum, enda fara allar ærnar í sónar áður en þær bera. 23.4.2005 00:01
Laug til um fingurinn Kona, sem fullyrti að hafa fundið fjögurra sentímetra fingurstubb í chilli-rétti sem hún pantaði á skyndibitastaðnum Wendy´s í San Jose í Bandaríkjunum, hefur verið handtekin. Hún lýsti því yfir að hún myndi krefjast skaðabóta frá skyndibitakeðjunni eftir fingurfundinn í chilli-skálinni en eftirgrennslan lögreglu sýndi fram hún sviðsetti atvikið. 23.4.2005 00:01
Kannabisefni finnast við húsleit Fernt var handtekið í gærkvöldi eftir að húsleit var gerð í sumarbústað í uppsveitum Árnessýslu. Lögreglan á Selfossi hafði fengið húsleitarheimild og fannst nokkurt magn af kannabisefnum í leitinni. 23.4.2005 00:01
Leiðtogar Japans og Kína funda Þjóðarleiðtogar Japans og Kína munu funda í dag til að draga úr þeirri spennu sem myndast hefur milli þjóðanna undanfarnar vikur. Koizumi, forsætisráðherra Japans, og forseti Kína, Ju Jintao, eru staddir á ráðstefnu asískra og afríska þjóðarleiðtoga sem fram fer í Jakarta. 23.4.2005 00:01
Ný ríkisstjórn mynduð Ný ríkisstjórn Ítalíu, undir forsæti Silvio Berlusconi, hefur verið mynduð. Talsmaður forsetaskrifstofunnar segir að hún taki formlega við stjórnartaumum síðar í dag. Þar með er endir bundinn á það upplausnarástand sem ríkt hefur í ítölskum stjórnmálum síðustu vikur. 23.4.2005 00:01
Kosið um sameiningu sveitarfélaga Kosið er í dag um sameiningu fimm sveitarfélaga í Borgarfirði, Mýrum og í Hnappadal. Kosið er um sameiningu Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps, Kolbeinsstaðahrepps og Skorradalshrepps. 23.4.2005 00:01
Lögreglustöð vantar í Kristjaníu Sér lögreglustöð verður að vera í fríríkinu Kristjaníu, segja þingmenn dönsku stjórnarandstöðunnar í framhaldi af skotárás þar á fimmtudag. Hugmyndin hefur verið á langtíma áætlun lögreglunnar, en yfirmenn lögreglunnar í Kaupmannahöfn eru ósammála um ágæti hennar. Sighvatur Jónsson er í Danmörku. 23.4.2005 00:01
Handjárnuðu 5 ára stúlku Lögreglumenn í Flórída-fylki í Bandaríkjunum liggja undir ámæli vegna óhefðbundinna aðferða við að róa niður fimm ára gamla stúlku í óþekktarkasti. Þeir handjárnuðu barnið í leikskólanum. 23.4.2005 00:01
Hátt í 10 metra langur hnúfubakur Hvalur sást svamla um í Reykjavíkurhöfn í morgun. Reyndist þar vera hnúfubakur, átta til tíu metra langur að sögn sjónarvotta. 23.4.2005 00:01
10 milljarða munur Vísbendingar benda til þess að um 10 milljarða króna munur sé á ráðstöfun og öflun skatttekna á Norðausturlandi á hverju ári. Þetta kom fram í máli Vífils Karlssonar, dósents við Viðskiptaháskólann á Bifröst, á ráðstefnu um skiptingu skatttekna sem haldin var á Akureyri í vikunni. 23.4.2005 00:01
Sættir í deilunni Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, segist hafa átt opinskáar og gagnlegar viðræður við Hu Jintao, forseta Kína, í dag. Hann segir þá hafa sammælst um að deila ekki um atburði úr fortíðinni. 23.4.2005 00:01
Reglur breytast óháð sameiningu "Einhverjir munu missa spón úr aski sínum en aðrir munu fá meira en þeir hafa hingað til fengið," segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjómanna. Kosið verður um sameiningu hans við lífeyrissjóðinn Framsýn á miðvikudaginn kemur en bent hefur verið á að sjómenn muni bera skarðan hlut verði sameiningin að veruleika. 23.4.2005 00:01
Óánægja hjá slökkviliðsmönnum Megn óánægja er meðal slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli með framkomu starfsmannahalds varnarliðsins. Þetta segir háttsettur slökkviliðsmaður í samtali við Víkurfréttir. 23.4.2005 00:01
John Major aðlaður John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var aðlaður í dag. Major var leiðtogi breska Íhaldsflokksins á árunum 1990-97 en hann tók við því hlutverki af Margaret Thatcher. 23.4.2005 00:01
Ávarpaði ráðstefnu um glæpi Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, ávarpaði í dag elleftu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar sem haldin er í Bangkok, höfuðborg Taílands, 18. til 25. apríl. 23.4.2005 00:01
10 þúsund listaverk haldlögð Spænska lögreglan handtók sextán meinta listaverkafalsara í stórtækri aðgerð víða um landið í dag. Einnig var hald lagt á yfir 10 þúsund listaverk sem talin eru fölsuð, m.a. eftir fræga spænska málara. 23.4.2005 00:01
4 tonnum af sprengiefni stolið Fjórum tonnum af efnum til sprengjugerðar var stolið úr vöruhúsi í Frakklandi í dag. Grunur leikur á að ETA, hin herskáu aðskilnaðarsamtök Baska, hafi verið að verki. 23.4.2005 00:01
Ólíklegt að Halldór bakki "Mín tilfinning er sú að Halldór bakki nú ekki svo glatt enda hefur hann lýst því yfir að hann vilji sjá á þessu breytingar," segir Magnús Stefánsson, samflokksmaður Halldórs í Framsóknarflokknum. 23.4.2005 00:01
Tekjur skila sér lítið út á land Aðeins fimmtán prósent þess fjármagns sem ríkið aflar á landsbyggðinni með skattlagningu skilar sér aftur til verkefna úti á landi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Vífils Karlssonar, dósents við Viðskiptaháskólann á Bifröst. 23.4.2005 00:01
Stjórnarandstaðan stendur sterk Ný ríkisstjórn Ítalíu, undir forsæti Silvios Berlusconi, hefur verið mynduð. Skoðanakannanir hafa sýnt að vinstri og miðju stjórnarandstöðuflokkarnir njóta sterkrar stöðu. 23.4.2005 00:01
Rafmagnið víkur fyrir ljósinu Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að aflagðar hafi verið fyrirætlanir um frekari uppbyggingu eða endurnýjun á tækjabúnaði vegna internettenginga um raforkukerfið, sem seld hefur verið undir merkjum Fjöltengis Orkuveitunnar. 23.4.2005 00:01
Málið fer líklega fyrir dómstóla "Ekki er ólíklegt að málið fari dómstólaleiðina, það er um slíkar upphæðir að tefla," segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Íslandi, um nýfallinn úrskurð yfirskattanefndar um ítalska og portúgalska verkamenn fyrirtæksins. 23.4.2005 00:01
Sex í haldi vegna þyrluslyss Bandarískir hermenn hafa handtekið sex einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í að granda þyrlu norður af Bagdad á fimmtudaginn með þeim afleiðingum að tíu létust. 23.4.2005 00:01
Uppbygging í tíu ár til viðbótar Rauði kross Íslands sendir á næstu dögum fimm sendifulltrúa til viðbótar til hamfarasvæða flóðanna sem urðu eftir jarðskjálftann mikla á annan í jólum. Unnið er að skipulagningu hjálparstarfsins næstu ár í samvinnu við alþjóðastofnanir. 23.4.2005 00:01
Lögin í endurskoðun Þingmenn Framsóknarflokksins vissu ekki betur en að lög um eftirlaun þingmanna og ráðherra væru til endurskoðunar, segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður, en Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að hann sæi enga ástæðu til að breyta lögunum. 23.4.2005 00:01
Höfuðpaurinn gómaður Lögreglan í Osló í Noregi hefur handtekið 37 ára gamlan mann grunaðan um aðild að þjófnaði á tveimur málverkum úr Munch-safninu í ágúst í fyrra. 23.4.2005 00:01
Krefjast lögbanns á ráðningu Skjár einn telur á sér brotið með ráðningu Helga Steinars Hermannssonar, fyrrverandi dagskrárstjóra Skjás eins, til 365 ljósvakamiðla og hefur farið fram á lögbann. Helgi vísar ásökunum á bug og sakar sjónvarpsstjóra Skjás eins um hótanir. 23.4.2005 00:01
Ekki staðist fyrir Hæstarétti Fyrri ákvarðanir Hæstaréttar, sem sýna að gæsluvarðhald er ekki auðsótt á grundvelli almannahagsmuna, er ástæða þess að sýslumannsembættið á Akureyri krafðist ekki gæsluvarðhalds á þeim forsendum yfir tveimur mönnum sem skutu á pilt með loftbyssu á Vaðlaheiði. 23.4.2005 00:01
Hálkuvari í stða nagladekkja „Hálkuvarinn“ gæti orðið staðalbúnaður í bifreiðum á Íslandi þegar fram líða stundir og telja ungir hönnuðir hans að búnaðurinn geti komið í stað nagladekkja. 23.4.2005 00:01
Framsóknarmenn bakka ekki glatt "Mín tilfinning er sú að Halldór bakki nú ekki svo glatt enda hefur hann lýst því yfir að hann vilji sjá á þessu breytingar," segir Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins vegna ummæla Davíðs Oddsonar, utanríkisráðherra og formanns sjálfstæðisflokksins. Davíð segir að ekki standi til að endurskoða lög um eftirlaun ráðherra og þingmanna. 23.4.2005 00:01