Innlent

Sæluvika Skagfirðinga sett í dag

Sæluvika Skagfirðinga verður sett í dag klukkan 16 í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Við það tækifæri verður opnuð myndlistarsýning Þórhalls Filippussonar, kynnt verða úrslit í vísnakeppni og hljómsveitin Hundur í óskilum flytur nokkur lög. Þá opnar Hörður G. Ólafsson málverkasýningu á Kaffi Krók kl. 14 og í kvöld frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×