Innlent

Víst eru konur á grásleppu

Í það minnsta tvær konur eru á grásleppu þessa vorvertíðina og kunna að vera fleiri. Fullyrt var í blaðinu á dögunum að aðeins karlar væru á vertíðinni nú en það er sumsé rangt. Að sögn Hilmars Zophoníassonar formanns Skalla, félags smábátaeigenda á Norðurlandi vestra, róa tvær konur til grásleppu úr Fljótunum og hafa gert síðustu ár. "Þetta eru sannkallaðar kjarnakonur," segir Hilmar og á þar við Rannveigu Pétursdóttur sem er á Von SK 25 og Sigurhönnu Ólafsdóttur á Petru SK 18.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×