Innlent

Verða innan við hundrað

Sveitarfélög á Íslandi verða innan við eitthundrað afráði forsvarsmenn sveitarfélaganna fjögurra sem samþykktu sameiningu um helgina að steypa þeim í eina heild. Í dag er 101 sveitarfélag í landinu og með sameiningu Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps verða þau 98. Fækkað hefði um eitt til viðbótar ef íbúum Skorradalshrepps hefði hugnast að sameinast nágrönnum sínum. Tillögur nefndar um sameiningu sveitarfélaga gera ráð fyrir að 46 sveitarfélög verði á Íslandi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×