Fleiri fréttir

Reyndi að gleypa fíkniefni

Hálfþrítugur maður á Selfossi reyndi í örvæntingu sinni að gleypa fíkniefni sem hann hafði í fórum sínum eftir að hann varð var við lögreglu. En ekki vildi betur til en svo - eða kannski sem betur fer - að efnið sem var um eitt gramm af amfetamíni stóð í honum. Maðurinn var settur í fangageymslu og bíður þess að vera yfirheyrður.

Hætta baráttu fyrir dómstólum

Foreldrar Terri Schiavo hafa ákveðið að hætta baráttu sinni fyrir dómstólum en þeir vilja að næringarslanga verði á ný tengd við dóttur sína. Dómstólar hafa ítrekað hafnað því og nú er liðin rúm vika frá því að slangan var fjarlægð. Terri er heilasködduð og nærist einungis um slönguna. Eiginmaður hennar segir hana ekki vilja lifa þannig og því var slangan fjarlægð.

Fjölmörg skip og bátar á sjó

Í gær, páskadag, voru um 85 skip á sjó í íslenskri landhelgi, aðallega togarar og farskip. Skipum og bátum fjölgaði ört í nótt því að klukkan níu í morgun voru skráð tæplega 270 skip og bátar á sjó, að sögn Dagbjarts Kristjánssonar, varðstjóra hjá vaktstöð siglinga. Ágætisveður er þessa stundina í öllum höfnum landsins.

Líðan manns eftir atvikum góð

Líðan mannsins sem slasaðist alvarlega við Gufuskála í fyrradag er eftir atvikum góð og er maðurinn ekki í lífshættu að sögn vakthafandi læknis. Maðurinn lenti undir svokölluðu átthjóli þegar það valt út af veginum við Gufuskála í nánd við Ólafsvík. Sex voru á hjólinu, hin slösuðust ekki alvarlega.

Sagður íhuga að segja af sér

Kofi Annan stríðir við þunglyndi og íhugar afsögn vegna hneykslismála, að sögn breska dagblaðsins <em>Times</em>.

Beðið eftir páfa

Þúsundir pílagríma bíða þess á Péturstorginu í Róm að sjá til Jóhannesar Páls páfa annars. Þeir vona að páfi veiti hefðbundna páskablessun annan dag páska. Gert var ráð fyrir því að páfi myndi birtast og hann hafði ekki boðað forföll en tíu mínútum eftir að til stóð að hann kæmi fram var enn dregið fyrir glugga á íbúð hans.

Rainer fursti sagður í jafnvægi

Líðan Rainers fursta af Mónakó er nú sögð í jafnvægi en hann liggur á sjúkrahúsi. Læknar hafa áhyggjur af heilsu hans en telja að líffæri hans gefi sig ekki eftir að himnuskiljun var beitt. Læknarnir eru þó ekki bjartsýnir um horfurnar og segja að Rainer þurfi aðstoð við að anda.

Deilumálum um Schiavo ekki lokið

Líf Terri Schiavo fjarar út og foreldrar hennar hafa ákveðið að hætta baráttu sinni fyrir því að næringarslanga verði tengd við hana á ný. Þar með er ekki sagt að öllum deilumálum sé rutt úr vegi.

Fjallað um ákvörðun Íslands í WP

Það var sorgardagur þegar Alþingi Íslendinga veitti Bobby Fischer ríkisborgararrétt, segir í ritstjórnargrein <em>Washington Post</em> í dag.

Segja fjara undan andspyrnu

Það fjarar undan andspyrnuhreyfingunni í Írak samkvæmt skýrslum leyniþjónusta í Miðausturlöndum sem telja þó að ofbeldi setji mark sitt á lífið í landinu næsta áratug.

Líkið fundið í Kaupmannahöfn

Kaupmannahafnarbúi, sem var að viðra hundinn sinn í morgun, fann líkið af manninum sem fætur og hönd fundust af á götu í Kaupmannahöfn í fyrradag. Líkið er sagt vera af Dana en lögregla hefur birt mynd af manninum í þeirri von að geta borið kennsl á hann.

Óvenjuleg hlýindi um páskana

Óvenjuleg hlýindi hafa verið um þessa páska og mælst hæstur hiti í mars frá árinu 1965. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, hefur rýnt í hitatölur og segir að páskarnir séu snemma í ár og því þurfi að skoða ofan í kjölinn hvort ekki hafi orðið hlýrra á páskum. Það sé ekki ólíklegt þegar páskarnir hafi verið seint, um miðjan apríl þegar farið sé að vora.

Frumvarp um þjóðaratkvæði fellt

Ísraelska þingið felldi í dag frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áætlun Ariels Sharons um brotthvarf ísraelskra landnema frá Gasasvæðinu. Að frumvarpinu stóðu harðlínumenn sem eru mjög andsnúnir hugmyndum Sharons um að Ísralear hverfi frá öllum landnemabyggðum á Gasaströndinni, alls 21, og fjórum af 120 byggðum á Vesturbakkanum.

Páfi veitti ekki páskablessun

Jóhannes Páll páfi veitti ekki hefðbundna páskablessun í dag, annan dag páska. Nokkur þúsund pílagrímar biðu þess á Péturstorginu í Róm að sjá páfa og kölluðu nafn hans, en búist var við að myndi birtast út í glugga íbúðar sinnar sem snýr út að torginu. Það gerði hann hins vegar ekki.

Her- og lögreglumenn fyrir rétt

Yfirvöld í Súdan hafa handtekið fimmtán menn úr her og lögreglu í Darfur-héraði sem sakaðir eru um margvísleg brot gegn íbúum í héraðinu. Frá þessu greindi dómsmálaráðherra landsins í dag. Þetta eru fyrstu mennirnir sem handteknir eru í tengslum við grimmdarverk í héraðinu, en þeim er meðal annars gefið að sök að hafa nauðgað og drepið fólk og kveikt í þorpum í Darfur.

Bakijev skipaður forsætisráðherra

Þingið í Mið-Asíuríkinu Kirgisistan samþykkti í dag að skipa Kurmanbek Bakijev, sem fór fyrir uppreisninni í landinu í síðustu viku, forsætisráðherra landsins. Hann verður jafnframt forseti landsins þar sem Askar Akajev, réttkjörinn forseti, flýði til Rússlands í kjölfar uppreisnarinnar.

Oft hafa sést fleiri í brekkunum

Um páskana nýta iðulega margir tækifærið og renna sér á skíðum í fjöllum landsins. Talsverð hlýindi settu strik í reikninginn í ár og voru nokkur skíðasvæði lokuð. Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum, í Skálafelli og á Hengilsvæðinu voru lokuð um páskahelgina.

Mesti hiti síðan 1965

Á laugardaginn fyrir páska mældist hitinn yfir 15 °C á Norðurlandi, bæði á Dalvík og á Sauðanesvita við Siglufjörð.

Vegirnir ein drulla

"Það er allt ófært eins og er á fjallavegum. Þeir sem eru á mikið breyttum fjallabílum komast um á hálendinu á Suðurlandi, til dæmis Fjallabaksleið og inn í Þórsmörk, en annars eru vegirnir ein drulla. Allur akstur er bannaður á Uxahryggjum og Kaldadal og á Norður- og Austurlandi," segir Kolbrún Benediktsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni.

Hættuleg veira í Angóla

Nú hafa alls 122 látist af völdum svokallaðrar Marburg-veiru í Angóla í Afríku, sem svipar til ebola-veirunnar. Nú síðast lést lítið barn úr veirunni en hennar varð fyrst vart í Uige-héraði í norðurhluta landsins í október síðastliðnum og hefur hún breiðst út og m.a. greinst í höfuðborginni Lúanda.

Fjórðungur saknar Berlínarmúrsins

Fjórði hver íbúi í Vestur-Þýskalandi óskar þess að Berlínarmúrinn stæði enn þá, samkvæmt rannsókn sem gerð var í Þýskalandi. Rannsóknin sýnir eftir því sem segir í <em>Berliner Morgenpost</em> að það er nokkuð til í þeim klisjum að Vestur-Þjóðverjar sakni gömlu góðu daganna þegar múrinn skildi að austur og vestur því Austur-Þýskaland hefur að sumra mati sligað efnahag sameinaðs Þýskalands.

Bæjarins besta hlutskarpast

Liðsmenn Bæjarins besta á Vestfjörðum sigruðu í Spurningakeppni fjölmiðlanna sem fram fór á Rás 2 um bænadaga og páska. Í lokaþætti keppninnar eftir hádegið í dag slógu þeir út Fréttastofu Sjónvarpsins í undanúrslitum og sigruðu síðan Fréttablaðið í úrslitarimmunni. Áður höfðu BB-menn mætt liðum Stöðvar2 og Bylgjunnar og Fréttastofu Útvarps.

Öflugur skjálfti við Indónesíu

Jarðskjálfti upp á 8,2 á Richter varð úti fyrir ströndum Súmötru í Indónesíu fyrir stundu og er óttast að honum fylgi flóðbylgja. Upptök skjálftans voru á svipuðum slóðum og skjálftans sem reið yfir annan dag jóla með hörmuglegum afleiðingum, en þá létust á annað hundrað þúsund í Suðaustur-Asíu af völdum flóðbylgju sem fylgdi í kjölfarið. Stjórnvöld í löndum við Indlandshaf hafa verið hvött til að rýma byggðir nærri sjó vegna ótta við að flóðbylgja kunni að fylgja skjálftanum öfluga.</font />

Sakfelldur fyrir óhlýðni

Vélvirki í bandaríska hernum hefur verið sakfelldur í herrétti fyrir að óhlýðnast skipunum og neita að sinna skyldum. Blake Lemoine starfaði í Írak frá miðju ári 2003 þar til í maí í fyrra þegar hann hélt til herstöðvar Bandaríkjamanna í Darmstadt í Þýskalandi og sagðist vilja hætta í hernum vegna trúarskoðana, en framlengdur samningur hans við herinn átti að renna út í lok þessa árs.

Varað við flóðbylgju í Taílandi

Yfirvöld í Taílandi hafa gefið út viðvörun um flóðbylgju vegna skjálftans sem varð út fyrir ströndum Súmötru í Indónesíu klukkan rúmlega fjögur í dag. Skjálftinn mældist 8,2 á Richter. Viðvörunin nær til héraða við Andaman-strandlengjuna, en skjálftans var vart í höfuðborginni Bangkok. Yfirmaður hjá flóðbylgjuvörnum Taílands segir miklar líkur á að flóðbylgja skelli á landinu og hefur hvatt fólk í strandhéruðunum til að leita upp á hóla og hæðir.

Frekari viðvaranir gefnar út

Yfirvöld á hinum afskekktu, indversku Andaman- og Níkóbareyjum hafa líkt og taílensk stjórnvöld gefið út viðvörun um flóðbylgju í kjölfar skjálftans úti fyrir Súmötru í dag. Hins vegar hafa stjónvöld þar ekki hafið flutning á fólki frá ströndum eyjanna. Óttast er að skjálftinn geti komið af stað öflugri flóðbylgju sem getur valdið tjóni í allt að 1000 kílómetra radíus frá upptökum skjálftans.

Mikill ótti í Suðaustur-Asíu

Tugir þúsunda flýðu út af heimilum sínum á mörgum stöðum á Súmötru, í Singapúr og Malasíu í kjölfar skjálftans sem varð við Indónesíu fyrr í dag. Engar fregnir hafa borist af því hvort einhver hafi látist eða slasast í sjálftanum en mikill ótti greip um sig meðal fólksins. Í Banda Aceh, bænum sem varð verst úti í flóðbygljunni annan dag jóla, flýðu einnig þúsundir heimili sín og leituðu upp á hæðir.

Segja miklar skemmdir í skjálfta

Öflugur jarðskjálfti sem mældist 8,2 á Richterskvarða varð skammt undan strönd Súmötru síðdegis. Fregnir berast af miklum skemmdum en sérfræðingar segja minni líkur á flóðbylgju þeirri sem reið yfir annan dag jóla á sama svæði.

Tíkin tuggði tölvukubb

Litlu mátti muna að páskafrí Vigdísar Esradóttur, forstöðumanns Salarins í Kópavogi, færi í hundana þegar tíkin Una tuggði frá henni tölvukubb með mikilvægum gögnum miðvikudaginn fyrir páska.

Gagnrýna ráðningar millistjórnenda

Tólf yfirlæknar við Landspítala - háskólasjúkrahús hvetja ráðherra til að taka á stjórnunarvanda spítalans og segja óeðlilega staðið að ráðningum millistjórnenda. Forstjóri spítalans vísar gagnrýninni á bug.

Kanarnir ættu að líta sér nær

"Ég held að Kanarnir og Ísraelsmenn ættu að líta sér nær," segir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, um gagnrýni erlendra dagblaða og Wiesenthal-stofnunarinnar á íslensk stjórnvöld. "Þessir aðilar ættu að muna ódæðisverkin í Guantanamo og Palestínu."

Stormur í vatnsglasi

"Mér finnst þetta vera stormur í vatnsglasi og við verðum bara að bíða eftir að þetta gangi yfir," segir Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um gagnrýni erlendra fjölmiðla á íslensk stjórnvöld.

Segir fólk hafa orðið mjög hrætt

Birna Halldórsdóttir, sem er á vegum Rauða krossins í Banda Aceh á Súmötru, segir fólk hafa orðið mjög hrætt þegar skjálftinn reið yfir eyjuna fyrr í dag enda séu flestir minnugir flóðbylgjunnar á annan dag jóla.

Segir um eftirskjálfta að ræða

Skjálftinn á Súmötru er talinn vera eftirskjálfti frá stóra skjálftanum sem varð annan dag jóla. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir hann 20-30 sinnum orkuminni en skjálftann um jólin.

Vörður gætir kviksyndis í Kópavogi

Vörður hefur verið settur við fjöruna í Kópavogi þar sem stúlka var hætt komin þegar hún sökk upp undir hendur í kviksyndi. Bæjarstjórinn þakkar guði að ekki fór verr.

Hefur engar vísbendingar um lík

Danska lögreglan hefur engar vísbendingar fengið um lík sem fannst í Kaupmannahöfn í morgun, en myndir af því voru birtar í dönskum fjölmiðlum í dag. Gengið var fram á sundurhlutað líkið nokkur hundruð metra frá þeim stað, sem fætur og hendur af því fundust á laugardag.

Umferð mikil en gekk að mestu vel

Umferðin var nokkuð mikil á þjóðvegum landsins nú um páskana en hún gekk að mestu vel. Margir notuðu páskafríið til ferðalaga og var umferð á þjóðvegum landsins mikil enda færð og veður með besta móti.

Sleppti páskamessu í fyrsta sinn

Fjarvera páfa varpaði skugga á páskahátíðarhöldin í Páfagarði. Í fyrsta sinn á ferli sínum flutti hann ekki hefðbundna páskamessu sína í dag.

Gagnrýnir Íslendinga í leiðara

Íslendingar eru gagnrýndir í leiðara bandaríska stórblaðsins <em>Washington Post</em> í dag. „Skömm Íslands“ er fyrirsögn greinarinnar þar sem segir að það hafi verið sorgardagur þegar Alþingi veitti Bobby Fischer ríkisborgararrétt.

Sótti slasaðan mann til Rifs

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti mann til Rifs í dag sem hlotið hafði höfuðáverka. Áhöfn þyrlunnar var kölluð út laust eftir klukkan hálffjögur og fór hún í loftið rétt fyrir fjögur. Flaug hún til Snæfellsness og sótti slasaða manninn og lenti aftur á Reykjavíkurflugvelli rúmlega fimm. Þar beið sjúkrabifreið sem flutti manninn á Landspítalann.

Annan gagnrýndur

Í nýrri rannsóknarskýrslu sem birt verður í dag er Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndur fyrir að taka ekki sem skyldi á máli sonar síns í tengslum við olíusöluáætlun samtakanna í Írak.

Ríkisborgararéttur ekki í hættu

Ekki er hægt að ógilda ríkisborgararétt Bobby Fischer á þeim forsendum að hann hafi gerst sekur um niðrandi ummæli í garð gyðinga á blaðamannafundinum á Hótel Loftleiðum á föstudaginn var. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður.

Grunur um íkveikju í Árbæ

"Ég var að fara niður að þvo en kem þá að þvottinum í ljósum logum," sagði Vigdís Hulda Vignisdóttir, íbúi í fjölbýlishúsi í Rofabæ þar sem eldur varð laus í sameiginlegu þvottahúsi í kjallaranum. </font />

Hvort skulfu fæturnir eða jörðin

"Ég vissi ekki hvort fæturnir á mér skulfu svona eða hvort öll jörðin lék á reiðiskjálfi," segir Birna Halldórsdóttir, sendifulltrúi Rauða Krossins í Banda Aceh í Indónesíu. Birna sat við skriftir þegar jörði </font />

Hundruð farast við Indlandshaf

Skelfing greip um sig í strandríkjum Indlandshafs í gær er fréttist af sterkum jarðskjálfta vestur af Indónesíu. Skjálftinn mældist 8,7 á Richter. Engin flóðbylgja fylgdi í þetta sinn en hundruð manna fórst er hús hrundu á eynni Nias, sem næst er skjálftamiðjunni. </font /></b />

Sjá næstu 50 fréttir