Innlent

Sótti slasaðan mann til Rifs

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti mann til Rifs í dag sem hlotið hafði höfuðáverka. Áhöfn þyrlunnar var kölluð út laust eftir klukkan hálffjögur og fór hún í loftið rétt fyrir fjögur. Flaug hún til Snæfellsness og sótti slasaða manninn og lenti aftur á Reykjavíkurflugvelli rúmlega fimm. Þar beið sjúkrabifreið sem flutti manninn á Landspítalann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×