Erlent

Beðið eftir páfa

Þúsundir pílagríma bíða þess á Péturstorginu í Róm að sjá til Jóhannesar Páls páfa annars. Þeir vona að páfi veiti hefðbundna páskablessun annan dag páska. Gert var ráð fyrir því að páfi myndi birtast og hann hafði ekki boðað forföll en tíu mínútum eftir að til stóð að hann kæmi fram var enn dregið fyrir glugga á íbúð hans. Ekki er ljóst hvort að hann hyggst eða getur komið fram í dag en sjónvarpsstöð Vatíkansins hefur aflýst beinni útsendingu frá blessun páfa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×