Fleiri fréttir

Er sjúkur maður

"Það er þó einum fanganum færra núna sem haldið er án dóms og laga fyrir tilstuðlan Bandaríkjamanna," sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, en hann greiddi tillögunni sitt atkvæði. </font />

Gagnrýna Íslendinga vegna Fischers

Þær móttökur sem Íslendingar hafa veitt Bobby Fischer hafa verið erlendum fjölmiðlum umfjöllunarefni síðustu daga. Bandaríska stórblaðið The Washington Post birti á sunnudag leiðara þar sem Íslendingar eru skammaðir fyrir að ganga svo langt í greiðasemi sinni við þennan fræga - og alræmda - mann sem raun ber vitni með veitingu ríkisborgararéttar. </font /></b />

Þyrla sótti flogsjúkling

Þyrla Landhelgisgæslunnar kom með slasaðan mann frá Rifi síðdegis í gær á Reykjavíkurflugvöll. Þaðan flutti sjúkrabíll manninn svo áfram á Landspítala - háskólasjúkrahús. Að sögn lögreglu á Ólafsvík fékk maðurinn flogakast við söluskálann á Rifi og datt þá og hlaut áverka á höfði. </font />

Líkfundur í Kaupmannahöfn

Danska lögreglan birti í gær ljósmynd af látnum manni sem fannst í miðborg Kaupmannahafnar um helgina. Myndin birtist í dönskum fjölmiðlum og var fólk beðið að láta fólk vita ef það kannaðist við manninn.

Líkamshlutar fundust úti á götu

Mannsfótur og handleggur fundust á götu í miðborg Kaupmannahafnar í gær. Líkamshlutarnir eru af hvítum karlmanni en fyrst í stað var talið að þeim hefði verið stolið í líkhúsi. Eftirgrennslan leiddi í ljós að svo er ekki.

Ástand mannsins stöðugt

Maður sem slasaðist alvarlega í slysi við Gufuskála seint í gær liggur á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahúss og er ástand hans stöðugt að sögn vakthafandi læknis. Maðurinn lenti undir svokölluðu átthjóli þegar það valt út af veginum við Gufuskála í nánd við Ólafsvík.

Glasi hent í andlit manns

Maður slasaðist á skemmtistað í Keflavík í nótt þegar glasi var hent í andlit hans með þeim afleiðingum að það brotnaði og hlaut hann sár í framan. Mikið blæddi úr sárinu og var maðurinn fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að sárinu.

Heilsa Mónakófursta stöðug

Heilsa Rainiers Mónakófursta er nú „stöðug“ að sögn lækna og fer honum ekki lengur versnandi. Hann er með meðvitund en undir áhrifum sterkra deyfilyfja. Af ummælum lækna hans má ráða að hinn 81 árs gamli fursti eigi skammt eftir ólifað.

Nóttin róleg víðast hvar

Nóttin var róleg á flestum stöðum á landinu út frá sjónarhóli lögreglunnar. Í Reykjavík var að sögn varðstjóra nánast ekkert að gera þrátt fyrir töluverðan mannfjölda í miðbænum en skemmtistaðir voru opnir til klukkan þrjú.

Fuglaflensu vart í N-Kóreu

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa staðfest að fuglaflensu hafi orðið vart á kjúklingabúum í Pjongjang. Hundruðum þúsunda kjúklinga hefur verið slátrað. Enginn starfsmanna á kjúklingabúunum virðist hafa sýkst.

Greiðfært um helstu þjóðvegi

Greiðfært er um alla helstu þjóðvegi landsins. Nokkur þoka er á Hellisheiði og í Þrengslum, einnig á Víkurskarði og í Ljósavatnsskarði.

Fjölmenni við páskavöku

Fjölmenni var við árlega páskavöku á Grenjaðarstað norður í Aðaldal sem hófst um miðnætti til að fagna upprisuhátíð frelsarans. Í 168 manna sókn mættu 120 og var fullt út úr dyrum.

Fáir á skíðum á Sauðárkróki

Skíðasvæðið á Sauðárkróki er opið í dag en þar er ágætisveður, fimm stiga hiti og nánast logn. Að sögn Viggós Jónssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins, hafa fáir verið á skíðasvæðinu um helgina þrátt fyrir ágætis skíðafæri.

Fyrsta sinn sem páfi messar ekki

Jóhannes Páll páfi reyndi árangurslaust að ávarpa fjöldann við Vatíkanið í morgun. Í fyrsta sinn í 26 ár í embætti messaði páfi ekki á páskadag.

Stúlka sökk í sandi

Ellefu ára stúlka sökk í sandi við Vesturvör 14 í Kópavogi í gær og tilkynntu foreldrar stúlkunnar málið til lögreglunnar. Á svæðinu þar sem stúlkan sökk er mikið magn af sandi sem sanddælingarskip hefur dælt upp úr sjónum og er hann því mjög blautur.

Sýslumaður segir þetta mistök

Sýslumaðurinn í Reykjavík segir mistök valda því að möppur með viðkvæmum upplýsingum lágu fyrir hunda og manna fótum á bak við skrifstofu embættisins. Slík gögn eigi ekki að liggja á glámbekk, þeim eigi skilyrðislaust að eyða.

Fischer verði sviptur ríkisfanginu

Símon Wiesenthal stofnunin í Jerúsalem skorar í dag á íslensk stjórnvöld að svipta Bobby Fischer íslenskum ríkisborgararétti vegna andúðar hans á gyðingum og yfirlýsingum um að Helförin sé uppspuni. Forstöðumaður stofnunarinnar segir Ísland halda uppteknum hætti að veita alræmdum gyðingahöturum hæli.

Sprenging í kristnum hluta Beirút

Sprengja sprakk í morgun í kristnum hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, með þeim afleiðingum að a.m.k. sex særðust. Mikil ólga hefur verið í landinu síðan fyrrverandi forsætisráðherra, Rafik Hariri, var myrtur í febrúar.

Eiturlyfjakafbátur haldlagður

Eiturlyfjasmyglarar eru þekktir fyrir að nota hinar ýmsu leiðir til að koma varning sínum á milli staða. Lögreglan í Kólumbíu hefur nú lagt hald á nokkurs konar neðansjávarfarartæki, sem að sögn megi líkja við lítinn kafbát, sem þarlendir smyglarar hugðust nota til að flytja fíkniefni á milli landa.

Schröder gagnrýnir viðskiptamenn

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, réðst að viðskipta- og athafnamönnum þar í landi í dag þegar hann gagnrýndi þá harðlega fyrir að stuðla að hinu slæma atvinnuástandi sem nú er í Þýskalandi.

Ísrael: Fresta afhendingu yfirráða

Ísraelsmenn munu ekki afhenda Palestínumönnum yfirráð yfir þriðja bænum á Vesturbakkanum í þessari viku, eins og ákveðið hafði verið. Samkvæmt samkomulagi sem náðist á milli ísraelskra og palestínskra stjórnvalda í byrjun febrúar eiga Palestínumenn að fá yfirráð yfir fimm borgum og bæjum á Vesturbakkanum á næstu vikum og mánuðum.

Reyndu að stela skjávörpum

Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um að eitthvað vafasamt gæti verið á seyði í byggingu Fjölbrautaskóla Suðurlands í bænum laust eftir miðnætti síðastliðna nótt. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar tveir piltar, 16 og 17 ára gamlir, að bjástra við að taka niður skjávarpa í eigu skólans en slíkir gripir eru metnir á hundruð þúsunda.

Kona í einangrun á Litla-Hrauni

Kvenfangi á fimmtugsaldri, sem afplánar dóm fyrir manndráp, var settur fyrirvaralaust og án þess að hafa brotið af sér í einangrun á Litla-Hrauni á miðvikudag. Fanginn hefur ekki fengið aðrar skýringar á flutningnum en þær að hugmyndir séu uppi um að vista konur, sem afplána langa dóma, í auknum mæli fyrir austan.

Söguleg stund á ferli páfa

Í fyrsta sinn á aldarfjórðungs embættisferli messaði Jóhannes Páll páfi ekki á páskadag. Hann kom ekki upp skiljanlegu hljóði þegar hann reyndi að ávarpa fjöldann við Vatíkanið í morgun.

Kristnin á undanhaldi segir biskup

Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir að kristindóms- og trúarbragðafræðsla ættu að vera skyldugrein í kennaramenntun því aldrei fyrr hafi verið eins mikilvægt að sinna þessum fögum í skólum.  

Hengdi listaverk upp í laumi

Breskur listamaður hefur í laumi hengt upp myndverk sín í sumum virtustu listasöfnum heims. Myndir hans fundist meðal annars á Louvre-safninu í París, Tate-galleríinu í London og Metropolitan-safninu í New York. Margar myndanna fela í sér gagnrýni á stríðsrekstur.

Frumkvöðull á meðal langtímafanga

Kvenfangi á fimmtugsaldri, sem afplánar dóm fyrir manndráp, var settur fyrirvaralaust í einangrun á Litla Hrauni á miðvikudag. Systir hennar segir dvölina á Hrauninu hafa verið kynnta fyrir fanganum með þeim orðum að hún væri „frumkvöðull“ í málefnum langtímafanga

Hvarf næstum sporlaust

Litlu mátti muna að 11 ára gömul stúlka í Kópavogi hyrfi sporlaust í fjörunni við Vesturvör í gær. Þar hefur myndast kviksyndi á uppfyllingarsvæði Björgunar.  

Flöskuskeytið rúmum 17 árum yngra

Sendandi flöskuskeytis frá Grænlandi undrast að það skyldi berast alla leið til Íslands. Það var samt bara hálft ár á leiðinni - ekki átján - og er því mun yngra en talið var og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær.

Breytingar vegna fornleifafundar

Breyta þarf hönnun í kringum Nesstofu á Seltjarnarnesi eftir að stétt sem er við húsið fannst við fornleifauppgröft á svæðinu. Ýmsir smámunir hafa fundist við uppgröftinn.

Danska lögreglan engu nær

Lögreglan í Kaupmannahöfn er engu nær um af hverjum líkamshlutarnir eru sem fundust við hliðina á ruslagámi í gærmorgun, þrátt fyrir fjölda vísbendinga frá íbúum á svæðinu. Talið er að líkamshlutarnir séu af karlmanni en beðið er niðurstöðu réttarmeinafræðinga.

Aðstoðarritstjórinn telur fréttamenn hafa brotið siðareglur BÍ

Jón Kaldal, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, telur fréttamenn Stöðvar 2 hafa brotið gegn siðareglum Blaðamannafélagsins með framgöngu sinni í fyrrakvöld þegar Bobby Fischer kom til landsins. Í leiðara Fréttablaðsins gagnrýnir Jón Kaldal framkomu þeirra fulltrúa Stöðvar 2 sem komu að beinni útsendingu frá viðburðinum, ekki síst þátt fréttastjóra Stöðvar 2.

Fischer stefnir stjórnvöldum

Bobby Fischer hefur stefnt bandarískum stjórnvöldum fyrir ólöglega frelsissviptingu vegna níu mánaða varðhaldsvistar í Japan. Í kærunni segir að japönsk stjórnvöld hafi að undirlægi bandarískra stjórnvalda haldið skákmeistaranum í slæmum aðbúnaði þar til hann samþykkti að snúa aftur til Bandaríkjanna.

Ástandið rólegra í Kirgistan

Ástandið í Bishkek, höfuðborg Kirgistans, er nú sagt vera rólegra en síðustu sólarhringa. Glæpagengi hafa nýtt sér upplausnarástandið og gengið um ruplandi og rænandi. Sjálfboðaliðar, vopnaðir bareflum, aðstoðuðu lögreglu við að gæta verslana í nótt.

Eldur í mannlausri sendibifreið

Eldur kviknaði í mannlausri sendibifreið í Reykjanesbæ í nótt. Slökkvilið brunavarna Suðurnesja var kallað á staðinn og slökkti eldinn um hálfsex leytið í morgun. Bifreiðin skemmdist mikið og er jafnvel talin ónýt. Ekki er vitað um upptök eldsins og er málið í rannsókn lögreglunnar í Keflavík.

Rainier fursti berst fyrir lífinu

Rainier fursti í Mónakó berst fyrir lífi sínu. Fyrr í mánuðinum var hann fluttur á sjúkrahús vegna sýkingar í lungum. Í gær var hann svo tengdur við öndunarvél vegna vandkvæða í hjarta og nýrum.

Margmenni í miðbænum

Nóttin var róleg hjá lögreglunni í Reykjavík þótt margt fólk hafi verið í miðbænum fram eftir morgni. Margir skemmtistaðir og krár voru opnaðar á miðnætti og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík var sem betur fer lítið fyrir lögreglumenn að gera þótt töluverður mannfjöldi hafi verið þar samankominn.

Þrír mánuðir frá hamförunum

Í dag eru þrír mánuðir liðnir frá því flóðbylgjan reið yfir í Suðaustur-Asíu og banaði 280 þúsund manns. Fjórum sinnum fleiri konur en karlar létust í þeim ellefu löndum sem hún skall yfir. Til dæmis voru konur 80 prósent þeirra sem létust í þorpi í Ache-héraði sem verst varð úti í hörmungunum.

Vorfæri í Hlíðarfjalli

Opið er í Hlíðarfjalli til klukkan fjögur. Nú er vorfæri og skíðamenn beðnir að fara varlega vegna þess að grunnt er á grjótið utan hefðbundinna skíðaleiða.

Kosningar í Kirgistan í júní

Efnt verður til nýrra forsetakosninga í Kirgistan þann 26. júní að ákvörðun þingsins. Rússar hafa ákveðið að starfa með nýjum valdhöfum en verði úrslit kosninga á þann veg að stjórnarandstaðan fari með sigur er ekki búist við að miklar breytingar verði á stjórnarskipan eða stjórnarháttum í landinu.

Stangveiðimót við Reynisvatn

Almenningi býðst að taka þátt í stangveiðimóti við Reynisvatn í dag milli klukkan eitt og þrjú. Veglegir vinningar eru í boði, bæði veiðibúnaður og veiðileyfi. Fjögur þúsund krónur kostar að taka þátt en inni í því er fimm fiska kvóti.

Morðtilræði við Bakiev

Reyna á að ráða Kurmanbek Bakiev, sitjandi forseta Kirgistans, af dögum. Þessu hélt talsmaður hinna nýju stjórnvalda í landinu fram fyrir stundu. Fyrirhugaður blaðamannafundur með Bakiev, sem fram átti að fara í byggingu stjórnarinnar í dag, hefur verið flautaður af í bili.

Minnir á meðferð nasista

Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd Alþingis, tekur undir með samferðarmanni sínum í Palestínu, Magnúsi Þór Hafsteinssyni, þingmanni Frjálslynda flokksins, að ástandið minni á meðferð nasista á gyðingum í seinni heimsstyrjöld.

Fischer fór mikinn um gyðinga

Bobby Fischer fór mikinn um gyðinga á blaðamannafundinum í gær. Framkvæmdastjóri og lögfræðingur Alþjóðahúss segja það stefnu hússins að tjá sig ekkert um Fischer að svo stöddu.

Sjá næstu 50 fréttir