Innlent

Fjölmörg skip og bátar á sjó

Í gær, páskadag, voru um 85 skip á sjó í íslenskri landhelgi, aðallega togarar og farskip. Skipum og bátum fjölgaði ört í nótt því að klukkan níu í morgun voru skráð tæplega 270 skip og bátar á sjó, að sögn Dagbjarts Kristjánssonar, varðstjóra hjá vaktstöð siglinga. Ágætisveður er þessa stundina í öllum höfnum landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×