Erlent

Frekari viðvaranir gefnar út

Yfirvöld á hinum afskekktu, indversku Andaman- og Níkóbareyjum hafa líkt og taílensk stjórnvöld gefið út viðvörun um flóðbylgju í kjölfar skjálftans úti fyrir Súmötru í dag. Hins vegar hafa stjónvöld þar ekki hafið flutning á fólki frá ströndum eyjanna. Óttast er að skjálftinn geti komið af stað öflugri flóðbylgju sem getur valdið tjóni í allt að 1000 kílómetra radíus frá upptökum skjálftans. Haft er eftir starfsmönnum hjá Flóðbygljuvarnamiðstöð Kyrrahafs að skjálftinn hafi verið upp á 8,5 á Richter en ekki 8,2 eins og talið var í fyrstu. Búist er við að ef flóðbylgja fylgi skjálftanum nái hún ströndum landa innan þriggja tíma frá skjálftanum en ekki er talið að mann- og eignatjón geti orðið jafnmikið og annan dag jóla enda var sá skjálfti töluvert stærri, eða 9,3 á Richter.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×