Erlent

Hætta baráttu fyrir dómstólum

Foreldrar Terri Schiavo hafa ákveðið að hætta baráttu sinni fyrir dómstólum en þeir vilja að næringarslanga verði á ný tengd við dóttur sína. Dómstólar hafa ítrekað hafnað því og nú er liðin rúm vika frá því að slangan var fjarlægð. Terri er heilasködduð og nærist einungis um slönguna. Eiginmaður hennar segir hana ekki vilja lifa þannig og því var slangan fjarlægð. Mjög er dregið af Terri og víst að hún deyr innan nokkurra sólarhringa. Læknar segja þann dauðdaga ekki kvalarfullan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×