Innlent

Mesti hiti síðan 1965

Á laugardaginn fyrir páska mældist hitinn yfir 15 °C á Norðurlandi, bæði á Dalvík og á Sauðanesvita við Siglufjörð. Hlýindin urðu mest í Borgarfirði á páskadag. Þá var heitast á Húsafelli, eða 17,3 °C, en það er hæsta hitastig sem mælst hefur í marsmánuði í Borgarfirði. Áður hafði hitinn orðið mestur 15,2 °C í Síðumúla í Hvítársíðu 31. mars 1965. Þann sama dag fór hitinn í 17,9 °C á Sámsstöðum í Fljótshlíð, sem er hæsti mældi hiti marsmánaðar hér á landinu, að minnsta kosti frá árinu 1923. Í tilkynningunni segir enn fremur að hiti hafi ef til vill einhvern tímann verið meiri á síðustu áratugum, ekki síst þau ár sem páskar hafa verið í apríl þegar komið er vor.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×