Innlent

Vegirnir ein drulla

"Það er allt ófært eins og er á fjallavegum. Þeir sem eru á mikið breyttum fjallabílum komast um á hálendinu á Suðurlandi, til dæmis Fjallabaksleið og inn í Þórsmörk, en annars eru vegirnir ein drulla. Allur akstur er bannaður á Uxahryggjum og Kaldadal og á Norður- og Austurlandi," segir Kolbrún Benediktsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni. Vegna mikilla hlýinda eru margir hálendisvegir ekki í sínu vanalega ástandi vegna aurbleytu og krapa. Í gær lá að sögn Kolbrúnar engin spá fyrir um ástand veganna á næstu dögum en það verður metið í dag. Þrátt fyrir lélega færð var rólegt hjá Vegagerðinni um páskana. "Það er ekki mikið hringt inn og voða rólegt hjá okkur núna. Fólk heldur sig að mestu leyti á þjóðveginum en þeir sem fara upp á hálendið vita hvað þeir eru að gera og hafa kynnt sér aðstæður. Miðvikudaginn fyrir páska settum við inn frétt á vefsíðu okkar, vegagerdin.is, um ástand fjallvega um páskahelgina og þar gat fólk leitað sér upplýsinga," segir Kolbrún.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×