Gagnrýna ráðningar millistjórnenda 28. mars 2005 00:01 "Umkvörtunarefni okkar lúta að því að yfirbygging Landspítalans hefur þyngst mjög undanfarin ár, sérstaklega á stigi millistjórnenda, sem eru handvaldir af yfirstjórn spítalans án hæfnismats og auglýsinga," segir Jóhannes Björnsson, einn tólf lækna Landspítala - háskólasjúkrahúss sem skrifa undir bréf til heilbrigðisráðherra og hvetja hann til að taka á stjórnkerfisvanda sjúkrahússins. Jóhannes segir stjórnkerfi spítalans hafa þyngst mjög síðan hann hóf þar störf fyrir 20 árum og hann viti ekki til þess að það tíðkist annars staðar að stjórnendur séu valdir án hæfnismats eða auglýsinga. "Ég held að þessi vandi hafi ekki verið heilbrigðisráðuneytinu ljós og það sé hugsanlegt að það hafi ekki verið fylgst nægilega vel með yfirstjórn sjúkrahússins." Jóhannes M. Gunnarsson, starfandi forstjóri Landspítalans, þvertekur fyrir að nokkuð athugavert sé við ráðningar stjórnenda spítalans. "Ráðherra hefur staðfest að skipurit sé löglegt og það er líka skoðun okkar lögfræðinga að þar sé ekkert sem stangist á við lög." Jóhannes segir að millistjórnendur séu ráðnir á grundvelli 19. greinar laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. "Þessi störf fela í sér tímabundna aukna ábyrgð. Hæfnismatið er bundið samningi við Háskóla Íslands sem felur í sér að menn séu gjaldgengir til að kenna í háskólanum og því ekki rétt að hæfnismat fari ekki fram." Jóhannes segir að hér stangist á álit tveggja lögfræðingahópa og málið verði líklega að leysa í dómsal. Þá segir hann Landspítalann vel rekna stofnun. "Það má vísa í afkastatölur og rekstrarlegan árangur því til stuðnings." "Hvorki ég né Jóhannes Gunnarsson erum lögfræðingar," segir Jóhannes Björnsson, "en það eru nýmæli í heilbrigðiskerfinu að stjórnendur séu ráðnir á þennan hátt. Það er auðvitað mat hvers og eins hvort spítalinn sé vel rekinn, en miðað við 20 ára starfsreynslu mína á ég bágt með að taka undir skoðun Jóhannesar." Ekki náðist í heilbrigðisráðherra vegna málsins. Fréttir Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
"Umkvörtunarefni okkar lúta að því að yfirbygging Landspítalans hefur þyngst mjög undanfarin ár, sérstaklega á stigi millistjórnenda, sem eru handvaldir af yfirstjórn spítalans án hæfnismats og auglýsinga," segir Jóhannes Björnsson, einn tólf lækna Landspítala - háskólasjúkrahúss sem skrifa undir bréf til heilbrigðisráðherra og hvetja hann til að taka á stjórnkerfisvanda sjúkrahússins. Jóhannes segir stjórnkerfi spítalans hafa þyngst mjög síðan hann hóf þar störf fyrir 20 árum og hann viti ekki til þess að það tíðkist annars staðar að stjórnendur séu valdir án hæfnismats eða auglýsinga. "Ég held að þessi vandi hafi ekki verið heilbrigðisráðuneytinu ljós og það sé hugsanlegt að það hafi ekki verið fylgst nægilega vel með yfirstjórn sjúkrahússins." Jóhannes M. Gunnarsson, starfandi forstjóri Landspítalans, þvertekur fyrir að nokkuð athugavert sé við ráðningar stjórnenda spítalans. "Ráðherra hefur staðfest að skipurit sé löglegt og það er líka skoðun okkar lögfræðinga að þar sé ekkert sem stangist á við lög." Jóhannes segir að millistjórnendur séu ráðnir á grundvelli 19. greinar laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. "Þessi störf fela í sér tímabundna aukna ábyrgð. Hæfnismatið er bundið samningi við Háskóla Íslands sem felur í sér að menn séu gjaldgengir til að kenna í háskólanum og því ekki rétt að hæfnismat fari ekki fram." Jóhannes segir að hér stangist á álit tveggja lögfræðingahópa og málið verði líklega að leysa í dómsal. Þá segir hann Landspítalann vel rekna stofnun. "Það má vísa í afkastatölur og rekstrarlegan árangur því til stuðnings." "Hvorki ég né Jóhannes Gunnarsson erum lögfræðingar," segir Jóhannes Björnsson, "en það eru nýmæli í heilbrigðiskerfinu að stjórnendur séu ráðnir á þennan hátt. Það er auðvitað mat hvers og eins hvort spítalinn sé vel rekinn, en miðað við 20 ára starfsreynslu mína á ég bágt með að taka undir skoðun Jóhannesar." Ekki náðist í heilbrigðisráðherra vegna málsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira