Erlent

Páfi veitti ekki páskablessun

Jóhannes Páll páfi veitti ekki hefðbundna páskablessun í dag, annan dag páska. Nokkur þúsund pílagrímar biðu þess á Péturstorginu í Róm að sjá páfa og kölluðu nafn hans, en búist var við að myndi birtast út í glugga íbúðar sinnar sem snýr út að torginu. Það gerði hann hins vegar ekki. Engar fréttir hafa þó borist af því að heilsu hans hafi hrakað en tvær vikur eru síðan páfi kom heim af spítala eftir að hafa dvalist þar vegna öndunarörðugleika. Páfi hefur lítið sem ekkert getað tekið þátt í hátíðahöldum tengdum páskunum og hafa aðstoðarmenn hans séð um messur og aðrar kirkjulegar athafnir fyrir hann, en þetta er í fyrsta sinn í 26 ár á valdastóli sem páfi messar ekki neitt á páskum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×